Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 73

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 34 P-Pi ur handa ömmu Óþolinmóður með kvef „Ég þoli ekki að vera með kvef. Ég hata það að vera með kvef. Þú verður að gefa mér eitthvað við þessu, annars tapa ég vitinu,“ sagði Loftur við Áslák lækni. „Eins og þú veist vel, Loftur minn, og við höfum margrætt um áður, þá er engin lækning til við kvefi,“ sagði læknirinn. „En ég er að brjálast. Þú verður að gera eitthvað.“ „Allt í lagi. Ég veit hvað þú getur gert,“ sagði læknirinn. „Farðu í kalda sturtu, vefðu svo handklæði um mittið á þér og vertu þannig úti í klukkutíma." „Ertu alveg frá þér?“ spurði Loftur, „þá fæ ég lungnabólgu.“ „Já, ég veit,“ sagði læknirinn, „en ég get gefið þér lyf við henni.“ Úr axlarlið á hálendinu Jórunn hjúkrunarfræðingur vann á virkjunarsvæði Þjórsár og Tungnaár sumarið 1982 þegar óskað var eftir því að hjúkrunarfræðingur héldi strax af stað með sjúkrabfl til móts við bifreið sem kom frá Kvísl- árveitu með slasaðan mann. Hann hafði hrunið niður grjótgarð og steinn hafði gengið upp í hægri holhönd- ina. Sagt var að maðurinn væri mjög illa haldinn og talinn alvarlega slasaður. Um það bil hálfri kiukkustund síðar mættust bfl- arnir. Hjúkrunarfræðingurinn gerði allt klárt aftur í sjúkrabflnum til að taka á móti hinum slasaða og opnaði meðal annars fjórar bráðatöskur þannig að allur útbúnaður væri innan seilingar. Síðan fór hún út úr sjúkrabflnum og mætti hinum slasaða sem kom gangandi úr hinum bflnum. Maðurinn bar sig illa og kvaðst vera að líða út af. Jórunn brást snöggt við og lagði sjúklinginn til í körfu í sjúkrabflnum án þess að vera búin að gera sér grein fyrir því hvað amaði að honum. Ekki tókst betur til en svo, þegar hún hugðist skoða sjúklinginn þar sem hann lá á bakinu í körf- unni, að hún rak sig í eina töskuna sem stóð opin og steyptist við það beint ofan á sjúklinginn þannig að nef hennar og enni skall beint á hægri öxlina, þar sem maðurinn var mest kvalinn. I stað þess að heyra neyðaróp sjúklingsins við þau ósköp sem dundu þarna yfir kom langt „aaaaaaaaa... aa“ og maðurinn varð allur rórri og líðan hans batnaði til muna. Þá þegar varð Ijóst að maðurinn hafði við atgang hjúkr- unarfræðingsins smollið í axlarlið á ný. Hann dásam- aði meðferðarúrræði hennar og mun eftir þetta ekki hafa velkst í neinum vafa um hvernig slösuðu fólki væri kippt í axlarlið. Hitastig sjúklings kannað Læknir var gripinn í bólinu hjá húsfreyju í sveitinni. „Ég get útskýrt þetta allt saman,“ sagði læknirinn titrandi röddu. „Ég er bara að mæla hitann hjá kon- unni.“ Bóndinn greip til byssunnar. „Ég reikna með því að þú vitir hvað þú ert að gera, læknir," sagði hann og tók varlega í gikkinn. „En þegar þú tekur hitamælinn út aftur þá er eins gott að hann sé úr málmi og gleri.“ Öskur á stofunni „Ertu til í að gera mér greiða," spurði læknirinn sjúk- linginn, „og reka upp nokkur ógurleg öskur þannig að undir taki í húsinu?“ Sjúklingurinn varð mjög undrandi. „En ég finn hvergi til og mér líður tiltölu- lega vel.“ „Það er besta mál fyrir þig en það varðar mig ekkert um. Hefurðu séð fjöldann af fólki í bið- stofunni? Þú ert eina von mín til að ég komist í bank- ann fyrir lokun.“ P-pilla fyrir ömmu Eldri kona kom til læknis og bað hann að skrifa út getnaðarvarnarpillur handa sér. Læknirinn varð væg- ast sagt undrandi. „Fyrirgefðu, frú mín góð, en ertu ekki orðin áttatíu ára gömul? Hvað ættir þú svo sem að gera við getnaðarvarnarpillur?“ „Ég reikna með því að ég mundi sofa betur ef ég fengi þær,“ sagði konan. Læknirinn hélt að konan væri orðin elliær. „Og hvernig í ósköpunum geturðu sofið betur af svona pillum?" „Ég ætla að blanda þeim saman við ávaxtasafann sem ég gef dótturdóttur minni á hverjum morgni og þá er ég viss um að ég sef betur á nóttunni,“ sagði konan. Hreyfing er holl Foreldrafræðslan var í gangi. Salurinn var fullur af ófrískum konum og mökum þeirra. Leiðbeinandinn náði vel eyrum fólksins og sagði: „Dömur mínar, æf- ingar eru góðar fyrir ykkur. Ég mæli sérstaklega með því að þið fáið ykkur göngutúra. Og herrar mínir, það mundi alls ekki skaða ykkur að fara út að ganga með konunum ykkar.“ Enginn sagði neitt í smástund en svo rétti einn verðandi pabbinn upp hendina og spurði: „Er allt í lagi að hún dragi golfkerru á eftir sér á göngunni?“ Bjarni Jónasson bjarn i.jonasson @gb.hgst. is Læknablaðið 2003/89 165
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.