Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 8

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 8
RITSTJÓRNARGREINAR röskunum gagnast fjölda sjúklinga, á hinn bóginn væru það léiegar lækningar að þagga niðri í fólki með slíkum lyfjum en aðhafast ekkert annað ef vanlíðan þess má rekja til pólitísks eða félagslegs misréttis. Þá ætti hugtakið sjúkdómsvæðing vel við því þannig myndu læknar með óbeinum hætti breiða yfir misrétti og gera fórnarlömbum þess bjarnargreiða með því að halda að þeim skammtímalausnum. Sjúkdómsvæðing Hugtakið sjúkdómsvæðingu (e. medicalization) má nota um það þegar lögsaga læknavísindanna eða læknisfræðilegs hugsunarháttar víkkar. Flestir líta svo á að sjúkdómsvæðing í þessum skilningi hafi í mörg- um tilvikum leitt til mannúðlegri og skynsamlegri af- stöðu gagnvart þeim sem minna mega sín heldur en áður á öldum. Þannig er sitthvað sem áður taldist glæpur, synd eða annars konar ónáttúra nú skilið læknisfræðilegum skilningi og meðhöndlað sem slíkt (þetta á til dæmis að meira eða minna leyti við um fíkniefnaneyslu, geðveiki og jafnvel sjálfsvíg). Á hinn bóginn er ekki tryggt að sjúkdómsvæðing sé að öllu leyti eða í öllum tilvikum til góðs. Kjarninn í „sjúk- dómsvæðingargagnrýninni“, sem fyrst var sett fram á skýran hátt af Ivan Illich á áttunda áratug síðustu ald- ar, er að með því að leggja ofurkapp á tæknilega bar- áttu gegn þjáningu og dauða rýri læknavísindin og heilbrigðiskerfi vestrænna þjóða getu manna til að takast sjálfir á við tilveruna. „Ólögmætir" landvinn- ingar læknisfræðinnar í nafni baráttunnar fyrir bættri heilsu eru sagðir bitna á öðrum verðmætum og stefnumiðum sem ekki séu síður mikilvægir í mannlíf- inu heldur en þau sem hæst ber í heilbrigðisþjónustu. Fyrir rúmu ári var heilt hefti tímaritsins BMJ helg- að sjúkdómsvæðingu. Vaxandi afskipti læknavísind- anna af ellihrumleika og ellidauða, af kynlífi og fæð- ingum eru meðal dæma sem rætt er um í þessu tíma- riti. í inngangi eftir Richard Smith, ritstjóra tímarits- ins, segir meðal annars að þótt læknum hafi þótt gagnrýni Illich fráleit á sínum tíma, hafi ýmislegt breyst á síðastliðnum aldarfjórðungi og læknum kunni nú að þykja ríkari ástæða en áður til að velta fyrir sér skaðlegum áhrifum af heilbrigðisþjónustu. Lokaorð Ekki verður afsannað að sjúkdómsvæðing sé skaðleg í ofangreindum skilningi með því að skírskota til hins háleita tilgangs lækninga eða benda á góðan árangur af tilteknum læknisverkum. Á hinn bóginn hafa hvorki Illich né aðrir sýnt fram á með óyggjandi hætti að læknavísindin hafi raunverulega drepið sjálfs- bjargarviðleitni Vesturlandabúa í dróma né gert þá að heilbrigðis- og tæknifíklum. Erfitt er að henda reiður á þeirri þróun sem hér um ræðir - menningar- heimur okkar er margslunginn og fátt í honum ein- göngu svart eða hvítt. En færa má fyrir því rök - og það hefur Páll Skúlason gert ötullega - að eitt brýn- asta verkefni nútímasamfélags sé að tryggja að tækni- vísindum sé beitt til góðs, að mannlegir hagsmunir víki ekki fyrir hugsunarlausum tæknibrellum. Sé þetta rétt gildir þetta væntanlega um læknavísindin ekki síður en önnur vísindi, og ef svo er má líta á „sjúkdómsvæðingargagnrýnina“ sem áminningu um ákveðnar öfgar sem brýnt er að varast. Heimildir Conrad P, Schneider JW. Deviance and medicalization. From badness to sickness. Philadelphia: Temple University press, 1992. Getz L, Kirkengen AL. Ultrasound screening in pregnancy: ad- vancing technology, soft markers for fetal chromosomal aber- rations, and unacknowledged ethical dilemmas. Soc Sci Med 2003; 56: 2045-57. Fisher ES, Welch HG. Avoiding the unintended consequences of growth in medical care. How might more be worse? JAMA 1999; 281:446-53. Hjörleifsson S. Launhelgar læknavísindanna og aukaverkanir af lækningum, Skírnir 1998; 172: 456-75. Illich I. Limits to medicine. London: Marion Boyars, 1976. McGuire MB. Religion, the social context. Wadsworth, 1997. Skúlason P. Pælingar, Reykjavík: ERGO. 1987. Smith R. Too much medicine? Almost certainly. BMJ 2002; 324: 859-60. Strand R, Schei E. Gj0r kunnskap vondt? Tidsskr Nor Lægeforen 2001;121:1502-6. 380 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.