Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 19

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / AFSLÁTTARKORT Umræða Utgáfa afsláttarkorta er mikilvægur liður í viðleitni stjórnvalda til að halda niðri og jafna útlagðan kostn- að sjúklinga vegna læknisþjónustu og auðvelda að- gengi að þjónustu óháð félags- eða efnahagslegri stöðu (2-4). Rannsóknin leiðir í ljós talsverðan mun á komugjöldum og rétti til afsláttarkorts milli þjóðfé- lagshópa. Mest var um að komugjöld væru yfir við- miðunarmörkum afsláttarkorts hjá eldra fólki og ekkjufólki, enda viðmiðunarmörk almennt lægri hjá þeim en öðrum fullorðnum og læknaheimsóknir fleiri. Pá var meira um að komugjöld væru yfir mörk- unum hjá þeim sem ekki annast ung börn, eru á minni heimilum, eru ekki á vinnumarkaði, eða búa á höfuðborgarsvæðinu. Afsláttarkortið kemst illa til skila eins og sést á því að einungis 45,7% þeirra sem rétt áttu á kortinu höfðu það undir höndum. Van- höldin voru mest meðal yngra fólks (<35 ára), for- eldra ungra barna, einstaklinga á stærri heimilum, einstaklinga í fullu starfi, og einstaklinga með meiri menntun og tekjur. Þessar niðurstöður eru í samræmi við þá staðreynd að endurgreiðslur Tryggingastofn- unar vegna afsláttarkorta námu einungis 75 milljón- um á árinu 2001, eða 8 milljónum króna lægri upp- hæð en árið 1998, þrátt fyrir hækkanir á komugjöld- um sjúklinga á tímabilinu (6,15). Misbrestur á notk- un afsláttarkorts er áhyggjuefni þar eð kostnaður sjúklinga hérlendis vegna heilbrigðisþjónustu er orð- inn verulegur (20), kostnaður er önnur algengasta ástæðan sem íslendingar nefna fyrir frestun á læknis- heimsókn (12) og þeir sem ekki hafa afsláttarkort undir höndum fresta frekar för til læknis en aðrir (16). Það er þó dálítil bót í máli að afsláttarkortið skilar sér til meirihluta eldra fólks og tekjulágra sem rétt eiga á því. Eins og áður var greint frá geta sjúklingar fengið afturvirka endurgreiðslu frá Tryggingastofnun á sam- anlögðum komugjöldum sínum umfram viðmiðunar- mörk, þótt þeir hafi ekki útvegað sér afsláttarkort. Gera má þá athugasemd við þessa ráðstöfun að end- urgreiðslan nemur aðeins 2/3 af endurgreiðslu sam- kvæmt afsláttarkorti (14). Sanngjarnt og eðlilegt má telja að endurgreiðsla komugjalda sé með sama hætti gagnvart öllum sem sannarlega hafa safnað upp komugjöldum umfram viðmiðunarmörk. Með nú- verandi fyrirkomulagi stenst ekki að viðmiðunar- mörkin - áður 12.000 krónur, nú 18.000 krónur - séu „hámarksupphæð án afsláttar“, eins og heilbrigðis- yfirvöld sjálf orða það. Þá má benda á að viðmiðun- armörk og gildistími afsláttarkorta miðast við alman- aksár, en ekki ákveðið tímabil sem kæmi réttlátar niður. Þannig gæti til dæmis einstaklingur í lok mars 2003 verið með komugjöld á sex mánaða tímabili (frá október 2002) sem væru langt yfir viðmiðunarmörk- um, án þess að hafa átt rétt á afsláttarkorti 2002, eða eiga (enn að minnsta kosti) rétt á korti 2003. Ástæður fyrir slakri nýtingu afsláttarkorts í íslenska heilbrigðiskerfinu geta verið ýmsar. Vera kann að ýms- um sem fara yfir viðmiðunarmörk í komugjöldum seint á almanaksárinu finnist ekki taka því að útvega sér kort, því hvert kort er aðeins í gildi út almanaksár- ið. Þá vegur þungt að heilbrigðisyfirvöld hafa lítið gert til að kynna sjúklingum kortið og gera það aðgengi- legt. Lesa má texta um afsláttarkort í 3. kafla Hand- bókar Tryggingastofnunar sem meðal annars er að finna á netinu (14) og einnig má lesa setningar um af- sláttarkort á upplýsingablaði stofnunarinnar um kostnað sjúklinga vegna læknishjálpar sem liggur frammi á ýmsum þjónustustöðum, en stopular útgáfur upplýsingablaðsins úreldast fljótt vegna tíðra breyt- inga á upphæðum. Bæta má upplýsingaflæðið með sér- stakri tilkynningu um afsláttarkort á heimasíðum Tryggingastofnunar og heilbrigðisstofnana, með út- gáfu sérstaks upplýsingablaðs um afsláttarkort sem væri endurskoðað eftir þörfum og lægi frammi vítt og breitt á þjónustustöðum heilbrigðiskerfisins og með sérstakri kynningu á afsláttarkortinu með reglulegu millibili í helstu fjölmiðlum. Mestu skiptir þó vafalaust að sjúklingar hafa mikið fyrir því að fá kortið. Þeir þurfa að halda saman öllum kvittunum frá upphafi almanaksársins og þegar tiltekinni upphæð er náð (sem er nú almennt 18.000 krónur fyrir fullorðna, en 4500 fyrir lífeyrisþega) fæst afsláttarkortið gegn fram- vísun kvittana í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á Laugavegi 114 og hjá umboðsmönnum utan Reykja- víkur (14). Vandinn er einkum sá að flestum er ókunn- ugt um hvaða kostnað þeir muni hafa af komugjöldum á árinu, reikna með þokkalegri heilsu og halda ekki kvittunum saman. Þetta íyrirkomulag er tæplega ásættanlegt á tölvuöld. Nær væri að Tryggingastofnun hefði heimildir til að afla tölvutækra upplýsinga um uppsöfnuð komugjöld sjúklinga og sendi afsláttarkort í pósti til viðkomandi þegar viðmiðunarmörkum væri náð. Að lágmarki ættu sjúklingar að geta fengið greið- ar upplýsingar frá stofnuninni um uppsöfnuð komu- gjöld sín og sótt afsláttarkort til hennar þegar þeir eiga rétt á því. Þá gegna læknar og aðrir heilbrigðisstarfs- menn nokkru hlutverki í þessu sambandi með því að spyrja skjólstæðinga sína hvort þeir hafi afsláttarkort og miðla upplýsingum um kortið til þeirra. Loks væri ástæða til að beina upplýsingum um afsláttarkortið sérstaklega að hópum sem kortið nær illa til (þótt þjónustugjöld þeirra séu yfir viðmiðunarmörkum), ekki síst unga fólksins í gegnum framhalds- og háskól- ana, fólks í fullu starfi í gegnum vinnustaðina, og for- eldra ungra bama í gegnum heilsugæsluna/mæðra- og ungbamavemdina. Með samstilltu átaki heilbrigðis- yfirvalda, heilbrigðisstarfsmanna, og jafnvel aðila vinnumarkaðar og skóla, mætti án vafa stórauka og jafna útbreiðslu afsláttarkortsins. Um leið myndi gjald hlutaðeigandi fyrir hveija læknisheimsókn lækka verulega og aðgengi að þjónustunni ætti þar með að batna (8-10) (endurgreiðsla eða niðurgreiðsla Trygg- ingastofnunar ykist að sama skapi). Læknablaðið 2003/89 391
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.