Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI
Myndir 1 og 2. Tölvu-
sneiðmyndir. Örvarnar
benda á stœkkun á hœgri
nýrnahettu.
Mynd 3. Mynd afstœkk-
aðri hœgri nýrnahettu
gegnum kviðarholssjá.
fyrstu 20 vikur meðgöngu, það er að segja slagbils-
þrýstingi >140 mmHg eða lagbilsþrýstingi >90mmHg
(1). Langvinnur háþrýstingur eykur hættu á með-
göngueitrun og fylgjulosi (2).
í 90% tilvika finnst engin skýring á háþrýstingn-
um en í 10% tilvika er um afleiddan (secondary) há-
þrýsting að ræða. í þeim tilvikum getur háþrýstingur-
inn verið afleiðing nýrnasjúkdóma (gauklasjúkdóm-
ar, blöðrunýru eða þrenging í nýrnaæðum), band-
vefssjúkdóma (rauðir úlfar, herslismein), þrengsla í
ósæð eða innkirtlasjúkdóma (sykursýki með æða-
skemmdum, litffklaæxli (pheochromocytoma), of-
starfsemi í skjaldkirtli, sykursteraofgnótt eða salt-
steraheilkenni (3). Konan í ofangreindu sjúkratilfelli
var talin vera með háþrýsting af óþekktri orsök en
eftir greiningu á saltsteraheilkenni varð ljóst að hún
var með afleiddan háþrýsting.
A meðgöngu verða breytingar á renín-angíótens-
ín-aldósterón kerfinu. Eru þær fyrst og fremst vegna
lífeðlisfræðilegrar hækkunar reníns. Helstu orsakir
fyrir hækkun reníns á meðgöngu eru: 1) hraðari
gaukulsíun og natríumútskilnaður í þvagi (orsakað af
prógesteróni), 2) myndun reníns í fylgju (4, 5).
Hækkað renín veldur síðan hækkun á aldósterón og
því verður eins og um afleitt (secondary) saltstera-
heilkenni sé að ræða (4, 5). Rannsóknir hafa sýnt 6-
10 falda hækkun á aldósterón í blóði og þvagi á með-
göngu (4). Rökrétt væri að álykta að við þessar breyt-
ingar hækkaði blóðþrýstingur þar sem aldósterón
dregur salt og vökva inn í blóðrásina. Það gerist hins
vegar ekki og er skýringin talin vera andverkandi
áhrif hormóna eins og prógesteróns (4, 5). Einnig er
talið að prostaglandín og kallekrein-kínín kerfi hafi
andverkandi áhrif (4).
Háþrýstingur með kalíumbresti á meðgöngu
Algengasta orsökin er mikil lakkrísneysla en aðrar
sjaldgæfari eru notkun þvagræsilyfja, saltsteraheil-
kenni, sykursteraofgnótt og sjúkdómar í nýrum með
ofseytrun á renín (6). Þar sem umræddur sjúklingur
hafði verið lyfjalaus og ekki verið að borða lakkrís
vaknaði sterkur grunur um saltsteraheilkenni.
Flestir telja saltsteraheilkenni orsaka um 0,5-2,0%
af háþrýstingi (8). Hins vegar er nýgengi þess mun
lægra á meðgöngu (6). Þegar skoðaður er fjöldi til-
fella saltsteraheilkennis á meðgöngu í tímaritum á
ensku eru þau færri en 20 frá því að fyrsta tilfellið var
kynnt árið 1964 (7).
Orsakir aldósterónsheilkennis eru: 1) góðkynja
aldósterónframleiðandi æxli (60%), 2) hnökrastækk-
un á nýrnahettuberki (bilateral nodular adrenal
hyperplasia) (35%), eða 3) arfgengar orsakir, svo sem
ACTH (Adrenocorticotropic hormone) yfirtaka á
stjórn saltsteramyndunar vegna genaumröðunar í stýri-
röð ensímsins aldósterón synthasa (glucocorticoid
suppresible hyperaldosteronism) (5%) (8). Saltstera-
háþrýstingur er tvisvar sinnum algengari hjá konum
en körlum og algengastur í aldursflokknum 30-40 ára.
Sjúklingar með saltsteraheilkenni (primert) hafa
háþrýsting og kalíumbrest (40% tilvika) með hækk-
un á s-aldósteróni og bælingu á s-renín. Útlimabjúgur
er ekki einkenni sjúkdómsins (8).
Prógesterón andverkar aldósterón og því geta
einkennni saltsteraheilkennis horfið á meðgöngu þó
algengara sé að hafa einkenni sem gengur erfiðlega
að meðhöndla (9).
Vakni grunur um saltsteraheilkenni er rétt að fram-
kvæma blóð- og þvagprufur til að staðfesta grein-
inguna. Mikilvægt er að bíða með myndgreiningu þar
til efnafræðileg greining liggur fyrir þar sem um 5%
heilbrigðra hafa fyrirferðir í nýrnahettum (incidenta-
loma) (10). Gildi reníns og aldósteróns eru háð stöðu
Á
396 Læknablaðið 2003/89