Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 36

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 36
PING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA læris við beina mælingu á þrýstingi í kviðarholi, b) að bera saman blóðflæði í neðri meginbláæð og bláæð læris, og c) að meta hæfilegt magn vökva sem hafa skal í þvagblöðru við mælingu á þrýstingi. Efniviður og aðferðir: Atta svín voru svæfð. Þrýstinemum var kom- ið fyrir í þvagblöðru, neðri meginbláæð, bláæð læris og inni í kviðar- holi. Flæðinemum var komið fyrir umhverfis neðri meginbláæð og bláæð læris. Þrýstingur í kviðarholi var aukinn með Ringerslausn í þrepum upp í 40 mmHg og síðan stiglækkaður og þrýstingur og blóðflæði mælt. I lok rannsóknar mældum við hve mikinn vökva þurfti að setja inn í þvagblöðru til að auka blöðruþrýsting um 2 mmHg við <8 mmHg og við 20 mmHg þrýsting í kviðarholi. Niðurstöður: Þrýstingur sem mældur er í þvagblöðru, neðri megin- bláæð og bláæð læris endurspeglar mjög vel kviðarholsþrýsting. Blóð- flæði í bláæð læris endurspeglar vel blóðflæði í neðri meginbláæð. Minni vökva þurfti til að fá aukningu um 2 mmHg í þvagblöðru við 20 mmHg kviðarholsþrýsting. Ályktun: Óbeinar mælingar á kviðarholsþrýstingi í þvagblöðru, neðri meginbláæð og bláæð læris eru áreiðanlegar. Einungis 10-15 millilítra af vökva ætti að setja í þvagblöðru áður en þvagblöðru- þrýstingur er mældur. E - 10 Áhrif endothelins og angiotensin II á nýrnablóð- flæði og þvagmyndun við aukinn kviðarholsþrýsting Fjölnir Freyr Guðmundsson, Asgaut Viste, Ole Myking, Leif Bo- stad, Ketil Grong, Knut Svanes Kirurgisk Forskningslaboratorium, Haukeland Universitets Syke- hus í Bergen ffgudmun@broadpark.no Inngangur: Alvarlegir sjúkdómar, svo sem brisbólga, geta valdið auknum þrýstingi í kviðarholi. Verulega aukinn kviðarholsþrýstingur veldur minnkuðu nýmablóðflæði og þvagmyndun. Við höfum áður sýnt fram á að angiotensin II og endothelin-1 sem valda æðasamdrætti finnast í auknum mæli við aukinn kviðarholsþrýsting. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif lyfja sem draga úr verkun á endothelin-1 og angiotensin II á nýmablóðflæði og þvagmyndun. Efniviður og aðferðir: Þrjátíu svín vom svæfð og eftir skurðaðgerð var kviðarholsþrýstingur aukinn með Ringerslausn upp í 30 mmHg og haldið í þijár klukkustundir. Tíu dýr fengu endothelin-1 hemjandi lyf, tezosentan, tíu dýr fengu angiotensin II hemjandi lyf, losartan, og tíu dýr voru í viðmiðunarhópi. Við könnuðum nýmablóðflæði, renín- virkni, blóðþéttni aldósteróns og endothelin-1 og þvagmyndun. Niðurstöður: í viðmiðunarhópi var nýrnablóðflæði stöðugt, æða- mótstaða jókst, blóðþéttni aldósteróns jókst og þvagmyndun minnkaði. Losartan jók nýrnablóðflæði, hindraði æðamótstöðu, kom í veg fyrir aukningu í blóðþéttni aldósteróns og þvagmyndun hélst óbreytt. Tezosentan olli því að blóðþrýstingur féll, nýrnablóð- flæði minnkaði og þvagmyndun minnkaði verulega samanborið við viðmiðunarhóp. Álykfun: Æðasamdráttur í nýrum við aukinn kviðarholsþrýsting orsakast af aukinni framleiðslu á angiotensin II og minnkuð þvag- myndun er að hluta til vegna aukinnar endurupptöku á natríum og vatni í nýrnapíplum vegna aukins aldósteróns. Tezosentan olli verulegu blóðþrýstingsfalli og varasamt er að nota það við þessar aðstæður. Losartan virðist hins vegar bæta nýrnablóðflæði og þvagmyndun. E - 11 Árangur sogskafaðgerða í handarkrika við hyper- hydrosis axillae á St. Jósefsspítala frá 1990-2002 Andri Már Þórarinsson', Jens Kjartansson 'Skurðsviði, :Lýta- og brunadeild Landspítala Hringbraut jenskj@landspitali.is Hyperhydrosis axillae er ástand sem lýsir sér með mikilli svita- myndun í handarkrikum. Primary hyperhydrosis á höndum, fótum eða í handarkrika hrjáir um 1% fólks í hinum vestræna heimi, en ekki hafa fundist tíðnitölur fyrir handarkrika eingöngu. Ástandið veldur þolendum oft nokkurri hömlun þar sem þeir telja sig ófæra í mörgum þáttum mannlegra samskipta, til að geta stundað ákveðin störf og svo framvegis. Ástandið hefur verið meðhöndlað með ýmsum hætti, allt frá ákveðnum efnum sem borin eru á húðina til þess að húðin í handar- krikum hefur verið fjarlægð í heilu lagi (en bloc). Nokkuð er síðan fyrstu greinarnar fóru að birtast þar sem lýst er svokölluðu sogskafi, en það er fitusogstækni notuð til að fjarlægja hluta af subcutant (undir húð) vef gegnum lítinn inngang framan- vert í handarkrikanum, upp að dermislínu. Við þetta fækkar svita- kirtlum á svæðinu til muna og ástandið lagast. Þessi aðgerð hefur verið framkvæmd á 41 sjúklingi á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og kannar rannsóknin árangur af aðgerðinni hjá þessum hóp. Haft var samband símleiðis við 36 þessara einstaklinga en fimm voru fluttir af landi brott. Lagður var fyrir spurningalisti þar sem þeir voru spurðir út í ýmsa þætti fyrir og eftir aðgerð, svo sem fata- skipti, félagsleg samskipti, lykt, örmyndun, verki, hártap og hvort enduraðgerðar hafi verið þörf. Niðurstöður eru í tölfræðilegri úrvinnslu og verða kynntar á ársþingi Skurðlæknafélagsins. E - 12 Meðferð og fagrýni ristilkrabbameins Anna Sverrisdóttir Queen’s Hospital, Burton upon Trent, Staffordshire, Englandi asverris@hotmail. com Inngangur: Mikil þörf er talin á að staðla og miðstýra meðferð við ristil- og endaþarmskrabbameini. Queen’s Hospital er sjúkrahús í Mið-Englandi sem þjónar 280.000 manns. Um 100-120 ristil- og endaþarmskrabbamein greinast árlega og eru einungis meðhöndl- uð af tveimur skurðlæknum. Hér er lýst meginatriðum í meðferð og gagnasöfnun/gæðaeftirliti í Mið-Englandi. Aðferðin Umönnun allra ristil- og endaþarmskrabbameinssjúklinga er í höndum þverfaglegra teyma þar sem auk lækna og hjúkrunar- fræðinga eru starfsmenn sem sjá um gagnasöfnun og úrvinnslu. Teymin tengjast Colorectal Cancer Modemisation Project sem er í fararbroddi í Bretlandi hvað varðar þróun og framfarir í meðferð ristil- og endaþarmskrabbameina. Meginmeðferð er með TME-að- ferðinni (Total Mesorectal Excision). Teymin hafa fengið ítarlega þjálfun þar sem markmiðið er að allir sjúklingar með krabbamein í endaþarmi fái sömu meðferð hvað varðar alla þætti hennar. Spítal- amir taka þátt í fagrýni (audit). Skoðað er: a) notagildi segulómunar við TNM stigun fyrir aðgerð, b) tölvumyndataka af öllum ristil- og endaþarmssýnum ef TME var beitt, þar sem tveir óháðir skurð- 408 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.