Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 42
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
við nokkrum öðrum sjúkdómum og eru horfurnar þá töluvert betri.
Hin síðari ár hefur bætt myndgreiningartækni auðveldað val
skurðtækra sjúklinga til aðgerðar. Einnig má búast við að meiri sér-
hæfing skurðlækna og betri svæfinga- og gjörgæslumeðferð stuðli
að betri árangri. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna árang-
ur þessara aðgerða í Reykjavík frá upphafi til loka árs 2002.
Efniviður og aðferðir: Farið var í gegnum meinafræðisvör fyrir öll
brissýni sem rannsökuð voru á Rannsóknastofu háskólans í meina-
fræði og sjúklingar sem fóru í þessar aðgerðir fundnir. Nánari upp-
lýsingar voru fengnar frá sjúkraskrám í skjalasöfnum Landspítala
Hringbraut, Fossvogi og Landakoti.
Niðurstöður: Gerð var 101 aðgerð hjá 54 körlum og 47 konum.
Sjúklingar voru á aldrinum 35-89 ára en meðalaldur var 62,5 ár.
Ábendingar voru eftirfarandi: Kirtilkrabbamein í brisi 44%, önnur
krabbamein í brisi 4%, krabbamein í gallrásaropi 23%, krabbamein
neðst í gallgangi 15%, krabbamein í skeifugörn 1% og annað 14%.
Fjöldi aðgerða skipt eftir tímabilum var 1971-1980: 14, 1981-1990:
25, 1991-2000: 51 og 2001-2002: 11. Fjöldi skurðlækna sem gerðu
þessar aðgerðir voru (skipt eftir tímabilum): 1971-1980: 8, 1981-
1990: 11, 1991-2000: 13 og 2001-2003: 3. Alls létust 12% sjúklinga
innan 30 daga. Skipt eftir tímabilum: 1971-1980: 36%, 1981-1990:
36%, 1991-2000:4%. Meðallegutími var, skipt eftir tímabilum: 1971-
1980: 41 dagur, 1981-1990: 44 dagar, 1991-2000: 29 dagar og 2000-
2001:22 dagar.
E - 24 Própófól infusion syndrome. Lýst einu sjúkratil-
felli á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut
Jóhann Johnsen, Gísli Vigfússon, Ástríður Jóhannesdóttir, Þor-
steinn Sv. Stefánsson, Jens Kjartansson
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, Lýtalækn-
ingadeild Landspítala Hringbraut
gislivig@landspitali.is
Inngangur: Própófól hefur um margra ára skeið verið notað sem
innleiðslulyf með góðum árangri við svæfingar. Kostir þess liggja í
skjótri verkan bæði við innleiðslu og ekki síður við vöknun, oftast
án mikilla eftirkasta. Þetta lyf hefur náð miklum vinsældum við
svæfingar inniliggjandi sjúklinga og við dagdeildaraðgerðir. Notkun
þess við svæfingar var í byrjun bundin við fullorðna en nú er heimilt
að nota það við innleiðslu barna niður í eins mánaðar aldur. Notkun
lyfsins hefur og farið vaxandi á gjörgæsludeildum bæði sem inn-
leiðslulyf og ekki síður til slævingar sjúklinga meðan á erfiðri með-
ferð stendur. Þrátt fyrir miklar vinsældir og útbreidda notkun fóru
að berast fréttir af alvarlegum fylgikvillum sem tengdust langtíma-
notkun lyfsins hjá yngri einstaklingum á gjörgæsludeild. Lýst er
einu slíku tilfelli á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut.
Efniviður og niðurstaða: 14 ára drengur innlagður á gjörgæsludeild
með 15% bruna, að mestu annarrar gráðu, í andliti, á höndum og
baki, auk þess innöndunarbruna í loftvegum. Vegna brunans í loft-
vegum var nauðsynlegt að setja sjúkling í öndunarvél og var honum
haldið sofandi með própófól og fentýl dreypi. Vegna endurtekinna
aðgerða og vefjaskemmda af völdum bruna í loftvegum reyndist
nauðsynlegt að halda sjúklingi sofandi áfram og voru notuð til þess
ofangreind lyf. Sjúklingur var stabíll í lífsmörkum fyrstu sólarhring-
ana en á þriðja degi reyndist nauðsynlegt að setja inn dópútamín
vegna óstöðugs blóðþrýstings og þar sem sýkingarþættir fóru hækk-
andi var sjúklingur settur á sýklalyf frá fjórða degi. Þrátt fyrir ofan-
greinda meðferð versnaði ástandið, vaxandi súrefnisþörf, óstöðug-
ur blóðþrýstingur og hár hiti. Á níunda degi uppgötvast hátt CK svo
og mýoglóbúlín sem tugfaldast síðan næstu daga. Hugsanlegt var
talið að um fylgikvilla lyfja væri að ræða og var því gjöf sýklalyfja og
veirulyfja hætt. Þrátt fyrir það héldust gildi há. Á þrettánda degi var
própófólgjöf hætt. Næstu daga féllu ofangreind gildi mjög hratt.
Ljóst var að própófól sem gefið var til slævingar hafði framkallað
þetta mikla vöðvaniðurbrot. Sjúklingur hafði fengið meðan á með-
ferð stóð á bilinu 2,9mg/kg /klst upp í 7,4 mg/kg/ klst.
Ályktun: Ofangreint sjúkratilfelli er frá miðju ári 2001.1 ljósi þess-
arar óvæntu lífshættulegu fylgikvilla var sett sú regla á gjörgæslu-
deild Landspítala Hringbraut að nota ekki própófól til langtíma-
slævingar hjá börnum. Á árinu 2002 kom fram viðvörun frá banda-
rísku lyfjastofnuninni (FDA) þar sem varað er við notkun þessa lyfs
við langtímaslævingu hjá sjúklingum undir 18 ára aldri og takmarka
heildargjöf við 4 mg/kg/klst hjá eldri einstaklingum.
E - 25 Samantekt á sjúkraflugi frá Akureyri árið 2002
Hjálmar Þorsteinsson, Helga K. Magnúsdóttir
Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
(FSA)
hjalmarth@fsa.is
Inngangur: Um nokkurra ára bil hafa sjúkraflutningamenn frá
slökkviliði Akureyrar farið í öll sjúkraflug sem farin hafa verið frá
Akureyri. Þann 15. mars 2002 var aukið við þessa þjónustu með fastri
læknavakt á vegum FSA. Þjónustusvæði sjúkraflugsins er Norðaust-
urland, það er frá Hrútafirði að Höfn í Hornafirði auk austurstrandar
Grænlands. Tilgangur samantektar var að kanna fjölda sjúkrafluga
þar sem óskað var eftir lækni, viðbragðstíma miðað við ósk um við-
bragðsflýti og hvaða vandamálum sjúkraflugið er að sinna.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir öll gögn varðandi sjúkraflug frá
Akureyri árið 2002. Skráð var kyn og aldur sjúklings, ástæða sjúkra-
flugs, viðbragðsflýtir og hvort óskað var eftir lækni. Viðbragðsflýtir
var flokkaður í A - alger forgangur, B - hámark 90 mínútur, C - inn-
an sex klukkustunda og D - pantað eftir samkomulagi. Viðbragðs-
tími (VBT) var reiknaður frá tímasetningu beiðna um sjúkraflug að
flugtakstíma fyrir flokka A, B og C.
Niðurstöður: Alls voru farin 188 sjúkraflug frá Akureyri árið 2002.
Þar af voru 89 þeirra mönnuð með lækni. Fluttir voru alls 194 sjúk-
lingar, 60% þeirra voru karlkyns en 40% kvenkyns. Fjöldi A útkalla
var 49, meðal VBT 55 mínútur, miðgildi 50 mínútur. í níu tilfellum
var VBT yfir 60 mínútur. B útköll voru 59 og var meðal VBT 62
mínútur, miðgildi 46 mínútur. í 10 tilfellum fór viðbragðstími yfir
áætlaðar 90 mínútur að hámarki. Skráning á viðbragðsflýti var
ófullnægjandi, þannig voru alls 49 sjúkraflug óflokkuð. Sjúklingum
var skipt í aldurshópa og var fjölmennasti hópurinn aldraðir, eða 68
einstaklingar. Athyglisvert er að í þeim hópi var ósk eftir læknis-
fylgd minnst, eða 26% miðað við 59% hjá miðaldra. Stærsti hluti
bráðaútkalla var vegna slysa, eða 41%, en alls voru sjúkraflug
vegna slysa 58 talsins.
Ályktanir: Fjöldi sjúkrafluga þar sem óskað er eftir lækni réttlætir
læknavakt við sjúkraflug frá Akureyri. Viðbragðstími er að jafnaði
undir 60 mínútum ef um bráðaútkall er að ræða.
414 Læknablaðið 2003/89