Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 85

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 28 Faraldsfræði í dag Réttmætí mælitækja Þessum fjórða pistli um hugtakið réttmæti (validity) verður varið til umræðu um þá þætti er geta haft áhrif á réttmæti mælitækja sem notuð eru í faraldsfræði og tölfræði. Jafnframt verður tæpt á þeim aðferðum er beita má til að meta hvort aðferðir eða mælitæki eru réttmæt í því þýði sem um ræðir hverju sinni. Til- gangurinn er auðvitað ekki að gefa tæmandi yfirlit um aðferðafræði við gerð og prófun mælitækja, held- ur einungis að vekja athygli á helstu þáttum er huga þarf að. Algengustu mælitæki sem notuð eru í faraldsfræði og sem grundvöllur tölfræðilegrar úrvinnslu eru senni- lega ýmiss konar spurningalistar eða önnur sniðmát til gagnasöfnunar. Slíkum tækjum er beint að sjúk- lingum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki eða þau eru notuð til að vinna gögn úr fyrirliggjandi skrám. Réttmæti þeirra, eða hæfni til að mæla það sem á að mæla, getur takmarkast af ýmsum þáttum og var drepið á nokkra þeirra í síðasta pistli, svo sem óskýrt eða óviðeigandi orðalag, ónákvæmar eða óviðeig- andi spurningar og svo framvegis. Segja má að eitt undirstöðuatriði þess að unnt sé að safna réttmætum gögnum með spurningalista sé að hver spurning hafi svarmöguleika, eða flokka, sem gera sérhverjum svar- anda kleift að velja einn en aðeins einn þeirra. Á ensku er talað um að svarmöguleikar verði að vera „exhaustive and mutually exclusive“, það er að svar- andi á að geta svarað sérhverri spurningu á viðeig- andi hátt en aðeins einn kostur á að koma til greina. Algengasta dæmið um misbresti á þessu er sennilega þegar spurt er um atriði eins og aldur eða þyngd þannig að bilin sem gefin eru upp sem svarmöguleik- ar skarast svo hluti svarenda getur tilheyrt tveimur bilum. Þetta gætu til dæmis verið aldursbilin 20-30 ár, 30-40 ár og svo framvegis. Hvort bilið, 20-30 eða 30- 40, á þrítugur maður að velja? Afleiðingar þessa eru ónákvæmni í upplýsingum, eða rangflokkun (mis- classification), sem almennt leiðir til þess að erfiðara er að átta sig á hugsanlegum tengslum milli aldurs í þessu tilviki og þeirra þátta sem taldir eru tengjast aldri. Annað atriði er spillt getur réttmæti spurninga- lista, og er í raun náskylt hinu fyrra, er ónákvæmni í orðalagi þannig að erfitt er að svara spurningu af- dráttarlaust. Þannig sá ég nýlega eftirfarandi spurn- ingu í lista þar sem spurt var um reykingar: „Reykir þú eða hefur þú einhvern tíma reykt?“ Hvernig á maður að túlka neitandi svar við þessu? Þýðir það að viðkomandi hafi aldrei snert sígarettur eða kannski að hann sé nýhættur eftir stórfelldar reykingar til margra ára? Orðalag spurningarinnar er slíkt að þessi gögn eru í besta falli lítils virði en í versta falli algerlega ónýt. Ofantalin atriði snerta innra réttmæti mælitækja. Þegar þeim er hins vegar beitt utan þess þýðis sem þau voru upphaflega hönnuð fyrir og prófuð í geta ýmsir þættir orðið til þess að skaða ytra réttmæti þeirra eða gagnsemi þeirra til að mæla það sem átti að mæla upphaflega en nú undir öðrum kringum- stæðum. Augljós dæmi eru hlutir eins og mismunandi málfar og málskilningur en aðrir þættir geta einnig komið til. Þar má nefna atriði eins og skilgreiningar svarmöguleika, viðhorf svarenda til þess sem spurt er um og samræmi milli svarmöguleika og raunverulegr- ar dreifingar þess sem spurt er um. Sem dæmi má nefna spurningalista um hreyfingu sem hannaður er í erlendri stórborg. Ef við höfum áhuga á að kanna hreyfingu almennt, hvort sem hún á sér stað sem hluti af daglegri vinnu, sem ferðamáti eða sem tómstunda- iðja, er ekki víst að slíkur listi mæli nægilega vel hreyfingu meðal íbúa okkar samfélags þar sem þættir eins og almenningssamgöngur, veðurfar og atvinnu- hættir geta verið verulega ólíkir því sem upphaflega mælitækið miðaðist við. Til að kanna réttmæti spurningalista og svipaðra mælitækja er nauðsynlegt að mæla á einhvern hátt fylgni eða tengsl svaranna við þær útkomur sem mælitækið á að lýsa. Þá er nauðsynlegt að skilgreina einhvers konar „gull standard“ eða kvarða sem mæli- tækið er borið saman við. Innra réttmæti er þá metið með því að leggja spurningalistann fyrir ákveðið úr- tak einstaklinga og safna jafnframt gögnum um þau atriði sem talin eru vera „gull standard". Þetta tvennt er svo borið saman til að sjá hvort mælitækið gefur í raun réttar upplýsingar um það sem á að mæla. Ef til dæmis á að leggja fyrir almenning spurningalista um heilsufar og sjúkdómsgreiningar mætti bera svörin saman við gögn frá læknum og heilbrigðisstofnunum. Slíkur samanburður krefst auðvitað verulegrar vinnu en tilgangurinn er að staðfesta hvort mælitækið sé nægilega gott til að nota megi það til gagnaöflunar beint frá sjúklingum í stað þess að leita fanga inni í heilbrigðiskerfinu. Til að meta ytra réttmæti slíks tækis yrði á sama hátt að bera það saman við raun- gögn viðkomandi þýðis. María Heimisdóttir mariahei@landspitali. is Læknablaðið 2003/89 457
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.