Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 92

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 92
ÞING / LAUSAR STÖÐUR / STYRKIR Aðalfundur Skurðlækna- félags íslands 2003 verður haldinn föstudaginn 9. maí nk. kl. 16:30 á Nordica Hótel (Hótel Esju). Dagskrá 1) Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga Skurðlæknafé- lags íslands. 2) Tillaga um breytingar á reglum um félagsaðild Sí. 3) Önnur mál. 4) Kynning á vefsíðu Skurðlæknafélagsins. Stjórnin Aðalfundur Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags íslands 2003 verður haldinn föstudaginn 9. maí nk. kl. 16:30 á Nordica Hótel (Hótel Esju). Dagskrá 1) Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. 2) Önnur mál. 3) Kynning á vefsíðu Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélagsins. Stjórnin Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna Umsóknir um vísindastyrki fyrir vorúthlutun 2003 þurfa að berast formanni stjórnar sjóðsins fyrir 5. maí 2003. Umsóknum ber að skila á þartilgerðum eyðublöðum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlun- um. Hægt er að sækja eyðublöðin og sjá lög Vís- indasjóðsins á heimasíðu FÍH: www.heimilislaeknar. is Fyrir hönd stjórnar Vísindasjóðs FÍH Þórir B. Kolbeinsson formaður Þrúðvangi 22, 850 Hellu, thorbk@vortex.is Afleysingastaða Afleysari lyflæknis óskast á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað tímabilið frá 15. júní til 4. júlí næst- komandi. Upplýsingar: Björn Magnússon, forstöðulæknir FSN. Símar: 477 1450 (v), 477 1765 (h). Novo Nordisk Foundation Research Meetings Styrkir til vísindastarfsemi Norræna rannsóknanefndin (Nordisk Forsknings Komité) ráðgerir að veita allt að 300.000 DKR á ári til vísindastarfsemi á Norðurlöndunum, til dæmis til eins til þriggja daga málþinga, jafnvel sem velskil- greinda fundi í tengslum við stærri ráðstefnur (satellite symposium), eða til að bjóða alþjóðlega viðurkenndum vísindamönnum til styttri dvalar hjá rannsóknahópum í tengslum við fyrirlestrahald eða sambærilega starfsemi. Styrkir verða ekki veittir vegna námskeiða. Starfsemin skal vera á sviði innkirtlafræði eða tilraunalífeðlisfræði. Hver styrkur nemur að jafnaði 100.000 DKR eða hærri upphæð. Sækja má um styrki vegna starfsemi á árinu 2004 eða 2005. Umsóknir skal senda í fimm eintökum til: Novo Nordisk Fonden Brogárdsvej 70 Postbox 71 DK-2820 Gentofte, Danmark sími: +45 44 43 90 31 bréfasími: +45 44 43 90 98 www.novonordiskfonden. dk í umsókninni skai koma fram rökstuðningur fyrir mikilvægi þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til (ein síða), lýsing á starfseminni, fjárhagsáætlun og áætluð tímasetning, upplýsingar um virkni rann- sóknarhóps umsækjenda á fræðasviðinu og þýðingu þeirrar starfsemi sem sótt er um styrk til fyrir framhald þeirra rannsókna, ásamt skrá yfir birtingu á helstu niðurstöðum rannsóknarhóps umsækjenda síðastliðin tvö til þrjú ár (tvær síður). Umsóknir ásamt öllum fylgiskjölum skulu hafa borist til Novo Nordisk Fonden í síðasta lagi 20. ágúst 2003. Ófullnægjandi umsóknir og umsóknir sem berast á bréfasíma eða í tölvupósti verða ekki teknar til greina. Umsóknum verður svarað um miðjan október 2003. 464 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.