Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / REYKINGAVENJUR Breytingar á reykingavenjum miðaldra og eldri Islendinga síðastliðin þrjátíu ár og ástæður þeirra Nikulás Sigfússon1 LÆKNIR, SÉRPRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG FARSÓTTUM Gunnar Sigurðsson1,2 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í INNKIRTLA- OG EFNA- SKIPTASJÚKDÓMUM Helgi Sigvaldason1 VERKFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason1 LÆKNIR, ERFÐAFRÆÐINGUR 'Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, Holtasmára 1, 201 Kópavogi, 2Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavik. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Nikulás Sigfússon, Rannsókn- arstöð Hjartaverndar, Holta- smára 1,201 Kópavogi. Sími: 535 1800, n.sigfiisson@hjarta.is Lykilorð: reykingavenjur, breytingar, ástœður. Niðurstöður úr hóprannsóknum Hjartaverndar Ágrip Tilgangur: Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur um þriggja áratuga skeið staðið fyrir umfangsmiklum hóprannsóknum á fullorðnu fólki með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirra. í þessum rannsóknum hafa reykingavenjur verið kannaðar með spurningalista. Hér verður gerð grein fyrir þeim breyt- ingum sem orðið hafa á reykingavenjum, hverjar eru orsakir þeirra og hversu áreiðanlegar þessar upplýs- ingar eru. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur komu úr fjórum hóprannsóknum Hjartavemdar: Hóprannsókn Hjarta- verndar á Reykjavíkursvæðinu 1967-1996, Rannsókn á „Ungu fólki“ 1973-1974 og 1983-1985, MONICA rannsókninni á íslandi 1983,1988-1989 og 1993-1994 og Afkomendarannsókn Hjartaverndar 1997-2001. Þátttakendur voru á aldrinum 30-88 ára. Alls fóru fram 26.311 skoðanir á körlum og 26.222 á konum. Staðlaður spurningalisti var notaður til að kanna reykingavenjur og áreiðanleiki hans metinn. Niðurstöður: Heildartíðni reykinga minnkaði veru- lega bæði meðal karla og kvenna á tímabilinu. I yngsta karlahópi minnkaði tíðni reykinga úr 65% í 42% en í þeim elsta úr 45% í 19%, en meðal kvenna úr 50% í 35% í þeim yngsta en úr 30% í 20% í þeim elsta. Þessi minnkun reykinga er að langmestu leyti bundin við þá sem reykja lítið, það er 1-14 sígarettur á dag eða pípu/vindla. Algengustu ástæður er ótti við heilsuspillandi áhrif þeirra, líkamleg einkenni tengd reykingum og kostnaður. Kostnaður vó þyngra fyrr á árum en nú, en áhyggjur af heilsunni hafa fengið auk- ið vægi. Tíðni sígarettureykinga er nú meiri meðal kvenna en karla á íslandi. í samanburði við aðrar þjóðir er tíðni reykinga meðal íslenskra karla með því lægsta sem gerist en kvenna með því hæsta. Alyktun: A undanfömum þrem áratugum hefur reyk- ingatíðni meðal íslendinga 30 ára og eldri minnkað verulega. Umtalsverður munur hefur þó orðið á reyk- ingavenjum karla og kvenna. Helstu ástæður þess að fólk hættir að reykja er ótti við heilsuspillandi áhrif reykinga, en kostnaður er einnig mikilvæg ástæða. Ætla má að með áframhaldandi fræðslu um skaðsemi reykinga og verðhækkun á tóbaki megi draga enn frekar úr reykingum meðal þjóðarinnar. EiMGLISH SUMMARY Sigfússon N, Sigurðsson G, Sigvaldason H, Guðnason V Changes in smoking habits in the last thirty years in middle-aged lcelanders and their causes - Results from population surveys of the lcelandic Heart Association Læknablaðið 2003; 89: 489-98 Objective: During the last thirty years the Research Clinic of the lcelandic Heart Association has been engaged in several extensive cardiovascular population surveys. Smoking habits have been assessed by a questionnaire and the purpose of the present study is to describe the changes in smoking habits during the period 1967-2001, their causes and the reliability of the information gathered. Material and methods: The subjects were participants in four population surveys: The Reykjavik Study 1967-1996, Survey of „Young People" 1973-1974 and 1983-1985, MONICA Risk Factor Surveys 1983, 1988-1989 and 1993- 1994 and the „Reykjavik Offspring Study“ 1997-2001. The age of participants was 30-88 years and 26,311 examina- tions of males and 26,222 of females were performed, a number of individuals attending more often than once. A standardized smoking questionnaire was used and the reliability was assessed. Results: Smoking prevalence decreased substantially in both sexes during the study period. In the youngest male group the prevalence decreased from 65% to 42%, but in the oldest from 45% to 19%, while in the youngest female group the decrease was from 50% to 35% but in the oldest age group from 30% to 20%. The decrease in smoking was almost exclusively in the category of „light smokers" (i.e. 1-14 cigarettes a day or pipe/cigar smoker). The main reasons for quitting smoking were concerns about health and symptoms associated with smoking and the cost. The cost had greater weight at the beginning of the period than during the latter part but health concerns seem to be increasingly important. Compared to other countries smoking prevalence in lcelandic males is low but high in females. Conclusion: During the last three decades smoking prevalence in lcelanders 30 years and older has decreased substantially. The main reasons for quitting smoking are health concerns and cost. Continued information about the deleterious effects of smoking as well as increase in the price of tobacco is likely to reduce further the smoking prevalence. Key words: smoking habits, changes, causes. Correspondence: Nikulás Sigfússon, n.sigfusson@hjarta.is Læknablaðið 2003/89 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.