Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÚNAÐUR VIÐ HABL við vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landspítala og sóttvamalækni og undirbúa flutning viðkomandi í einangrun á spítalanum. Allir farþegar vélarinnar skulu fylla út miða þar sem þeir tiltaka dvalarstað næstu 14 daga. Þeir sem sitja næst farþeganum, tveimur sætaröðum fyrir framan og aftan sjúklinginn eru taldir í aukinni hættu á smiti. Viðkomandi er leyft að halda för sinni áfram til annarra landa en þeir sem eru í aukinni smithættu munu þurfa að dvelja í heimaeinagrun næstu 10 daga eftir flugferðina. Leiðbeiningar um þrif um borð í flugvélum þar sem HABL-sjúklingur hefur verið hafa einnig verið gefnar út. Allar ofantaldar leiðbeiningar eru aðgengilegar á HABL-svæði heimasíðu Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Þær eru breytilegar og eru upp- færðar eftir þörfum í samræmi við aukna þekkingu á sjúkdómnum. Nýjustu útgáfuna er ávallt að finna á heimasíðunni. Slóð sem geymir viðbragðaáætlun Landspítala er á svæði sýkingavarnadeildar á heima- síðu spítalans www.landspitali.is Af hverju þurfum við að bregðast við - hvað getum við gert betur? Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu áratugum sem fram koma nýir smitandi sjúkdómar. Má þar helsta nefna HIV sýkingu, fuglainflúensu, Hantaveirusjúk- dóm, mannariðu (Creutzfeldt-Jakob afbrigði), Vest- ur-Nílarveiru sýkingar og blæðandi veiruhitasóttir. Sumir þessara sjúkdóma smita ekki manna á milli en aðrir þurfa mjög náin samskipti til að smit geti orðið, svo sem við kynmök, eða með blóðgjöfum Aðrar smitleiðir eru smitferjur eins og mýflugur eða neysla sýklamengaðra matvæla. HABL er sjúkdómur sem smitar manna milli aðallega með dropasmiti frá önd- unarvegum, með hátt dánarhlutfall og getur borist hratt um heiminn með flugsamgöngum og getur því valdið heimsfaraldri. Afleiðingarnar, ef ekkert er að gert, eru ógnvænlegar, fjöldi látinna er nú þegar orð- inn meiri en 600. Fjárhagslegt tjón af völdum sjúk- dómsins er þegar orðið gífurlegt og mikilvægt að stöðva þessa þróun sem getur leitt til heimskreppu ef látið er óáreitt. Ekki má búast við að fram komi í bráð sértæk meðferð eða bóluefni gegn öllum nýjum smitsjúk- dómum. Það geta komið fram sjúkdómar af náttúru- legum orsökum eða af manna völdum í kjölfar sýkla- hernaðar þar sem slíkar varnir eru ekki fyrir hendi og stuðningsmeðferð er eina úrræðið. Öðrum aðferðum má þó beita til að koma í veg fyrir þann skaða sem þessir faraldrar geta orsakað. Sýkingavarnir eru öfl- ugt vopn sem hægt er að beita en það er undir því komið að yfirvöld sýni því skilning því að sjúkrahúsin verði þannig byggð að unnt sé að beita sýkingavöm- um. Heilbrigðisstarfsmenn verða að vera meðvitaðir um grundvallarreglur sýkingavama sem eru einfald- ar en áhrifaríkar. Með því að rjúfa smitleiðir með ein- angrun tilfella og rakningu smitleiða standa vonir til að unnt verði útrýma HABL-sjúkdómnum. Takist það ekki geta aðgerðirnar þó leitt til þess að út- breiðslu hans seinkar og þar með vinnst tími til þró- unar bóluefnis og lyfja með virkni gegn veirunni. Sóttvamalæknir svarar fyrirspurnum almennings um lungnabólguna eftir bestu getu. Ljóst er að þegar alvarlegar sýkingar skjóta upp kollinum skapast mik- ið álag vegna ótta almennings við faraldur. Mikið hef- ur verið spurt um HABL, bæði símleiðis og með tölvupósti. Það er því mikilvægt að bregðast við ótt- anum sem skapast í þjóðfélaginu með því að svara fyrirspurnum almennings og fréttamana. Skilaboðin þurfa að vera skýr og mega ekki vera misvísandi. Sambærilegt ástand skapaðist svo dæmi séu nefnd haustið 2001 í kjölfar miltisbrandsbréfanna í Banda- ríkjunum. Hugsanlegt er að efla þurfi þessa starfsemi tímabundið eftir þörfum. Alþjóðasóttvamir byggjast á öflugum vöktunar- og viðvörunarkerfum um heim allan. Ef fyrr hefði verið brugðist við HABL-faraldrinum í Guangdong- héraði í Kína sem hófst í nóvember 2002 hefði hugs- anlega mátt koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla og jafn- vel útbreiðslu sjúkdómsins. Þörf er á aðstoð við fá- tækar þjóðir við að beita sóttvörnum til að hindra út- breiðslu farsótta. Ljóst er að framundan er mikið og langvarandi starf við að hindra útbreiðslu HABL- sjúkdómsins og ekki má sofna á verðinum. Heimildir 1. ProMED-mail. Pneumonia - China (Guangdong) (02). Pro- MED-mail 2003 11 Feb; 20030211.0369. www.promedmail.org 2. Seto WH, Tsang D, Yung RW, Ching TY, Ng TK, Ho M. et al. Effectiveness of precautions against droplets and contact in prevention of nosocomial transmission of severe acute respira- tory syndrome (SARS). Lancet 2003; 361:1519-20. 3. Preiris JSM, Chu CM, Cheng VCC, Chan KS, Hung IFN, Poon LLM, et al. Clinical progression and viral load in a communty outbreak of coronavirus-associated SARS pneumonia: a pro- spective study. Lancet 2003; 361:1767-72. 4. Donelly CA, Ghani AC, Leung GM. Epidemiological deter- minants of spread of causal agent of severe acute respiratory syndrome in Hong Kong. image.thelancet.com/extras/03art 4453web.pdf! May 2003 5. World Health Organization issues emergency travel advisory. www. who. int/csr/sarsarch ve/2003_03_15/en/ 6. Guidance for mass gatherings: hosting persons arriving from an area with recent local transmission of SARS. www.who.int/ csr/sars/guidelines/gatherings/en/print.htlm 7. Update 54 - Outbreaks in the initial „hot zones“ indicate that SARS can be contained. www.who.int/crs/archive/2003_05_13/ en/print.htlm 8. www. who.int/csr/sars/archive/en 9. Leiðbeiningar sóttvamalæknis til heilbrigðisstarfsmanna, flug- farþega og áhafna flugfélaga. www.landlaeknir.is 522 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (15.06.2003)
https://timarit.is/issue/378392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (15.06.2003)

Aðgerðir: