Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / REYKINGAVENJUR Figure 5. Age-standar- dized prevalence ofdaily smokers aged 35-64 years in various countries accor- ding to thefinal riskfactor survey of the MONICA Project (1993-1995)'. 'Adapted from (25). Kannanir Tóbaksvarnanefndar sýna enn fremur eins og rannsóknir Hjartaverndar að reykingatíðni er háð menntun, hlutfallslega færri meðal háskóla- menntaðra reykja en meðal þeirra sem hafa ein- göngu almenna menntun að baki. Hins vegar virðist reykingatíðni meðal háskólamenntaðra hafa minnk- að meira samkvæmt könnun Tóbaksvarnanefndar en samkvæmt könnun Hjartaverndar. Þannig minnkaði tíðni daglegra reykinga meðal háskólamenntaðs fólks á aldrinum 18-69 ára í könnun Tóbaksvarna- nefndar úr um 32% árið 1985 í um 17% árið 2001 en samkvæmt könnun Hjartaverndar varð lítil breyting á þessu tímabili. í MONICA rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar voru reykingavenjur kannaðar þrívegis með- al þátttökuþjóða. Fyrstu kannanirnar voru gerðar upp úr 1980 en þeim síðustu lauk um 1995. Á mynd 5 er sýndur hundraðshluti þeirra 35-64 ára sem reykja sígarettur daglega samkvæmt síðustu könnuninni 1993-1995 (25). Þessi samanburður sýnir að tíðni reykinga meðal íslenskra karla er með því lægsta sem gerist hjá þessum þjóðum en tíðni reykinga meðal kvenna aftur á móti mjög há, var hærri aðeins í Dan- mörku, Skotlandi og Póllandi. Daglegar sígarettu- reykingar eru nú algengari meðal kvenna en karla í öllum aldursflokkum gagnstætt því sem var er rann- sóknir Hjartaverndar hófust um 1970. í flestum lönd- um sem tóku þátt í MONICA rannsókninni fóru reykingar meðal karla minnkandi á því 10 ára tíma- bili sem rannsóknin stóð yfir en meðal kvenna fóru reykingar vaxandi í mörgum löndum. Eins og að framan getur verða nokkrar óhagstæð- ar breytingar á öðrum áhættuþáttum þegar reyking- um er hætt. Á það einkum við um líkamsþyngd sem eykst um nálægt þrjú kíló hjá báðum kynjum. Lítils háttar hækkun verður einnig á blóðþrýstingi hjá báð- um kynjum og kólesteróli hjá körlum og blóðsykri bæði hjá körlum og konum. í MONICA rannsókn- inni var kannaður þyngdarstuðull (body mass index) í 42 rannsóknarhópum í 26 löndum með tilliti til reykingavenja (26). Þeir sem reyktu reglulega höfðu marktækt lægri þyngdarstuðul í 20 (karlar) og 30 (konur) rannsóknarhópum samanborið við þá sem aldrei höfðu reykt. í engum rannsóknarhópi var þyngdarstuðull hærri meðal þeirra sem reyktu en þeirra sem aldrei höfðu reykt. Fyrrverandi reykinga- menn höfðu marktækt hærri þyngdarstuðul en þeir sem höfðu aldrei reykt í 10 rannsóknarhópum karla en ekki sást slík tilhneiging meðal kvenna. Tíðni óbeinna reykinga hefur ekki verið könnuð í hóprannsóknum Hjartavemdar né heldur í MON- ICA rannsókninni. Hins vegar fór umfangsmikil rannsókn fram 1990-1994 á þessu í 16 Evrópulöndum og var ein rannsóknastöðin Reykjavík (27). Meðal karla og kvenna á aldrinum 20-44 ára í Reykjavík reyndust 53% vera útsett fyrir óbeinum reykingum, þar af 23% í heimahúsum, en af þeim sem voru úti- vinnandi voru 18% útsett fyrir reykingum á vinnu- stað. Óbeinar reykingar á Islandi vom á þessum tíma meðal þess mesta í Norður-Evrópu. Vert er að gefa gaum að ástæðum þess að fólk hætt- ir að reykja. Verðlagning á tóbaki virðist hafa veruleg áhrif á neysluna en þessi áhrif hafa farið minnkandi. Tiltölulega fáir segjast hafa hætt beinlínis að ráði lækna en ekki er ólíklegt að áhyggjur af heilsuspillandi áhrifum reykinga eigi rætur að rekja til upplýsinga sem komnar eru frá heilbrigðisstarfsmönnum. Ástæða er til að rannsaka nánar hveijar eru hinar ýmsu ótilgreindu ástæður þess að menn hætta reyking- um því slíkar upplýsingar gætu komið að gagni í for- vömum. Reynslan á Islandi síðastliðin 30 ár bendir vissulega til þess að fræðsla um skaðsemi reykinga og verðlagning tóbaks skili sér í tóbaksvömum. Umhugs- unarefni er að þessi boðskapur virðist síður ná til kvenna. Enn þá reykir um þriðjungur miðaldra fólks á ís- landi og því full ástæða til að herða róðurinn í tóbaks- vörnum á Islandi. Þakkir Höfundar vilja færa þátttakendum í hóprannsóknum Hjartaverndar, starfsfólki Rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar og fjölmörgum samstarfsaðilum bestu þakk- ir fyrir öflun gagna fyrir þessar rannsóknir. Maríu Henley er þökkuð aðstoð við ritvinnslu og frágang greinarinnar til birtingar og Kristínu Rögnu Gunn- arsdóttur fyrir gerð mynda. 496 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.