Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / REYKINGAVENJUR
Inngangur
Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur um rúmlega
þriggja áratuga skeið staðið fyrir umfangsmiklum
hóprannsóknum á fullorðnu fólki hér á landi með
tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta
þeirra. Mikilvægur þáttur í þessum rannsóknum hef-
ur verið könnun á reykingavenjum fólks en eins og
kunnugt er hefur fyrir löngu verið sýnt fram á að
reykingar, einkum sígarettureykingar, eru einn mikil-
vægasti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, og
reyndar fjölda annarra sjúkdóma (1).
í hóprannsóknum Hjartaverndar hafa reykinga-
venjur verið kannaðar með stöðluðum spurningalista
hjá stórum hópum fólks og hafa þannig fengist ítar-
legar upplýsingar um reykingavenjur Islendinga und-
anfarna áratugi.
í þessari grein verður í fyrsta lagi gerð grein fyrir
þeim breytingum sem orðið hafa á reykingavenjum, í
öðru lagi hverjar eru helstu orsakir þessara breytinga
og í þriðja lagi hversu áreiðanlegar þær upplýsingar eru
sem fengnar eru með þeim aðferðum sem hér er beitt.
Upplýsingar af þessu tagi eru augljóslega nauð-
synlegar til þess að hægt sé að beita árangursríkum
forvörnum á sviði reykinga og draga þannig úr tíðni
reykingatengdra sjúkdóma.
Áður hafa verið birtar niðurstöður kannana á reyk-
ingavenjum í einstökum hópum í rannsóknum Hjarta-
verndar á ákveðnum tímabilum (2-9) en hér verður
gefið heildaryfirlit yfir reykingar frá því um 1970 til um
2000 sem byggist á öllum helstu hóprannsóknum
Hjartaverndar og ætti að gefa góða mynd af reykinga-
venjum allrar þjóðarinnar á aldrinum 30-90 ára.
I síðari grein verður reynt að leggja mat á hvaða
þýðingu breytingar á reykingavenjum hafa haft á
tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal þjóðarinnar.
Efniviöur og aöferöir
Þýði
Hóprannsóknir Hjartaverndar hófust síðla árs 1967 og
hafa staðið yfir síðan. í þessari grein voru notaðar nið-
urstöður úr nokkrum stærstu hóprannsóknum Hjarta-
verndar sem hér verður gerð stuttlega grein fýrir.
1. Hóprannsókn Hjartaverndar á Revkjavíkur-
svæðinu. Þessi rannsókn hófst í nóvember 1967
og lauk í apríl 1996. Úrtakið voru allir karlar
sem fæddir voru árin 1907-1934 og allar konur
fæddar 1908-1935 með lögheimili á Stór-Reykja-
víkursvæðinu 1. desember 1966. Alls voru þetta
14.923 karlar og 15.872 konur og varð mæting í
karlahópi 70,9% en 70,1 % í kvennahópi. Þessi
rannsókn fór fram í sex áföngum og hefur henni
verið lýst ítarlega áður (9-11).
2. Rannsókn á ..IJngu fólki“ í Revkiavík. Þessi
rannsókn fór fram í tveimur áföngum. Fyrsti
áfanginn hófst í september 1973 og lauk í júní
490 Læknablaðið 2003/89
1974. í rannsóknina var boðið öllum körlum og
konum sem fædd voru árin 1940, 1944, 1945,
1949,1950 og 1954 og áttu lögheimili í Reykja-
vík 1. desember 1972. Alls voru þetta 2781
manns en af þeim mættu 1570 (742 karlar og
828 konur), eða 56%. Annar áfangi hófst í nóv-
ember 1983 og lauk í mars 1985. Sömu einstak-
lingum og í fyrsta áfanganum var boðið en þeir
voru 2691 er þessi áfangi hófst. Alls mættu 1797
(864 karlar og 933 konur), eða 67%.
3. MONICA rannsóknin á íslandi. Þetta var fjöl-
þjóða rannsókn undir yfirumsjón Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar sem hafði það megin-
markmið að kanna tíðni kransæðastíflu og slags
og samband við ýmsa áhættuþætti (12, 13). 1
tengslum við rannsóknina fóru fram þrjár kann-
anir áhættuþátta, sú fyrsta 1983, önnur 1988-
1989 og sú þriðja 1993-1994. í þessar kannanir
var boðið tilviljunarúrtaki einstaklinga á aldrin-
um 25-74 ára frá Reykjavík, 750 körlum og 750
konum. í fyrstu áhættuþáttakönnunina var mæt-
ing 70% meðal karla og 74% meðal kvenna. í
aðra könnunina mættu 69% karla og 73%
kvenna og í þá þriðju 74% karla og 78% kvenna.
4. Afkomendarannsókn Hjartaverndar hófst í
júní 1997 og lauk í ágúst 2001.1 þessa rannsókn
voru valin börn þeirra þátttakenda í Hóprann-
sókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu sem
fengið höfðu kransæðastíflu frá því sú rannsókn
hófst árið 1967.1 viðmiðunarhóp voru valin börn
þátttakenda sem ekki höfðu fengið kransæða-
stíflu. Fjöldi boðaðra var alls 7872, karlar 3969
en konur 3903 (8). I karlahópi varð mæting
2938, eða 74%, en í kvennahópi 3087, eða 79%.
5. í úrvinnslu var þeim sem voru yngri en 30 ára
sleppt vegna takmarkaðs fjölda.
Spumingalisti
Öllum þátttakendum rannsóknarinnar sem þekktust
boð um rannsókn var sendur spurningalisti. Spurn-
ingarnar sem fjallað er um í þessari grein eru birtar í
viðauka (bls. 498).
Flestar eru spurningarnar orðrétt þýðing á spurn-
ingum í spurningalista G. Rose (14) nema hvað
sleppt var spumingu um það hvort þátttakandi reykti
handvafðar sígarettur því samkvæmt upplýsingum
frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur sala á
sígarettupappír verið mjög lítil hérlendis.
Auk þess voru þeir sem höfðu hætt að reykja
spurðir um ástæðu þess að þeir hættu reykingum.
Þátttakendum var sendur spumingalistinn ásamt
boðunarbréfi heim og skyldu þeir koma með listann
útfylltan á Rannsóknarstöðina en þar fór ritari yfir
listann með viðkomandi, leiðrétti misskilning og gætti
þess að listinn væri rétt útfylltur. Yfirleitt var spurning
orðuð á þann veg að þátttakandi svaraði með því að
setja x í viðeigandi reit merktan jái eða neii.