Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR I VANDA erfiðleikum við að uppfylla kröfur samfélagsins um ástundun skóla eða vinnu og lenda snemma í erfið- leikum með áfengi og dóp, virðist líka eiga hér sam- svörun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru sam- skiptaörðugleikar áberandi ástæða brotthlaups meðal þeirra unglinga sem teljast heimanfarnir og heiman- reknir. Skráningar gefa ekki færi á að greina hvernig samskiptaörðugleika er um að ræða; hvort samskipt- in hafi verið slæm um langa hríð, hvort þau tengjast beint hegðun unglings, hvort þau einkennast af rifr- ildum eða afskiptaleysi, útskúfun og svo framvegis. Ef unnt væri að greina betur í hverju samskiptaörð- ugleikar eru fólgnir má ætla að auðveldara væri að skipuleggja viðbrögð. Iðjuleysi og neysla ólöglegra fíkniefna er töluvert áberandi meðal unglinganna, sérstaklega í hópi heimilislausra. Fáir unglingar raðast í hóp heimilis- lausra en þeir koma hins vegar frekar oftar en einu sinni í athvarfið en unglingar í hinum hópunum. Lík- legt er að heimilislaus unglingur hafi hafið „feril“ sinn sem heimanfarinn eða heimanrekinn. Þegar litið er á hversu algengt iðjuleysi er meðal unglinganna, hversu fáir þeirra halda áfram námi eftir grunnskóla, hversu margir hafa þurft meðferð vegna hegðunar- eða geðraskana og þess að fíkniefnaneysla er algeng- ari þeirra á meðal en annarra unglinga á Islandi er ljóst að samhengi er milli þessarar hegðunar og sam- skiptaörðugleika á heimili. Áhugavert væri að skoða hversu vel meðferðarform stofnanna á íslandi sinnir þörfum fjölskyldu þess unglings sem meðferð þiggur, ekki síst með tilliti til eftirfylgni. Rauðakrosshúsið hefur sinnt hlutverki sínu sem neyðarathvarf fyrir ungmenni sem ekki hafa í önnur hús að venda í rúm 17 ár. Um þau ungmenni sem hafa nýtt sér þjónustuna liggja fyrir upplýsingar sem vert er að rannsaka og svo hefur verið gert hér frá tilteknu sjónarhorni. Komum í athvarfið hefur fjölgað tölu- vert umfram það sem eðlilegt mætti teljast með tilliti til fólksfjöldaaukningu og vert er að huga að ástæð- um þess í náinni framtíð með tilliti til samfélagslegra þátta ýmissa. Þær upplýsingar í gögnum athvarfsins um þann hóp unglinga sem fer að heiman, er rekinn að heiman og í versta falli nánast slítur öll tengsl við foreldra og fjölskyldu eru nýtanlegar til glöggvunar á stöðu unglinga í samfélaginu og ekki síður sem leið- beiningar um hvað hugsanlega megi betur fara í við- brögðum samfélagsins, þar á meðal Rauðakrosshúss- ins, við vaxandi vanda. Heimildir 1. Hjartarson H, Arnarson EÖ. Heimanfarnir, heimanreknir og heimilislausir unglingar á íslandi. Úttekt á fyrstu 10 starfsárum Rauðakrosshússins. Læknablaðið 2000; 86: 33-8. 2. Þór ÓH, Sigurðsson E. Rauðakrosshúsið í 10 ár. 10 ára skýrsla um Rauðakrosshúsið frá opnun þess 14. desember 1985 til ársloka 1995.1996; Reykjavík: Rauðikross íslands. 3. Adams GR, Gullotta T, Clancy MA. Homeless adolescents: a descriptive study of similarities and differences between runaways and throwaways. Adolescence 1985; 21: 715-23. 4. Regoli RM, Hewitt JD. Delinquency in society: A childcen- tered approach. New York: McGraw-Hill, 1991. 5. Steinberg L. Adolescence. 4th ed. New York: McGraw Hill, 1996. 6. American Psychiatric Association. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders. 4th ed (DSM-IV). Washington DC: American Psychiatric Association, 1994. 7. Ingersoll GM. Adolescents. 2nd ed. New Jersey: Prentice Hall, 1989. 8. Whitbeck LB, Hoyt DR, Ackley KA. Abusive family backgrounds and later victimization among runaway and homeless adolescents. J Res Adolescence 1997; 7: 375-92. 9. Kurtz PD. Kurtz GL, Jarvis SV. Problems of maltreated run- away youth. Adolescence 1991; 26: 543-55. 10. Terrel NE. Street life: Aggrevated and Sexual Assaults among Homeless and Runaway Adolescents. Youth Soc 1997; 28:267- 90. 11. Barwick MA, Siegel LS. Leaming difficulties in adolescent clients of a shelter for runaway and homeless street youths. J Res Adolescents 1996; 6: 649-70. 12. DeMan AF. Predictors of adolescent running away behavior. Soc Behav Personal 2000; 28: 261-8. 13. Kipke MD, Unger JB, Palmer RF, Edington R. Drug use, needle sharing and HIV risk among injection drug-using street youth. Subst Use Misuse 1996; 31:1167-87. 14. Sleegers J, Spijker J, van Limbeek J, van Engeland H. Mental health problems among homeless adolescents. Acta Psychiatr Scand 1998; 97:253-9. Andrés Magnússon. Breska læknafélagið verðlaunar fræðirit um geðheilbrigðisfræði í ritstjórn íslensks læknis Árið 2001 gaf breska bókaforlagið Oxford Univer- sity Press út yfirlitsritið Seasonal Affective Disorder - Practice and Research. Bókinni er ritstýrt af tveim- ur geðlæknum, Tino Partonen og Andrési Magmis- syni. Skrifa þeir einnig valda kafla í bókinni. Bók þeirra Andrésar og Partonens hlaut síðan fyrstu verðlaun í árlegri samkeppni Breska lækna- félagsins sem besta bók ársins 2002 á sviði geðheil- brigðisfræði. Bókin hefur hlotið ágætar viðtökur fjölmiðla en fjallað hefur verið um hana á jákvæð- an hátt í British Journal of Psychiatry, BMJ, Lan- cet og fleiri tímaritum. 512 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (15.06.2003)
https://timarit.is/issue/378392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (15.06.2003)

Aðgerðir: