Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / REYKINGAVENJUR Cumulative frequency of beginning % smoking cigarettes ---- Males 1967-1977 ---- Males 1978-1989 ---- Males 1990-2001 ---- Females 1967-1977 Females 1979-1989 ---- Females 1990-2001 Age, years Figure 2. Cumulative frequency ofbeginning smoking cigarettes accor- ding to date of answers in three different time periods, 1967-1977, 1978-1989 and 1990-2001. flokkur) getur tekið nokkur stakstæð gildi. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til þess að finna breyt- ingar áhættuþátta við það að hætta reykingum. Rannsóknir Hjartaverndar hafa verið gerðar með leyfum Tölvunefndar frá því hún tók til starfa og síðar Persónuverndar og Vísindasiðanefndar. Niöurstöður Fjöldi rannsakaðra í þessari rannsókn koma við sögu fjórir hópar sem komið hafa í Rannsóknarstöð Hjartaverndar á meira en 30 ára tímabili. í töflu I er sýndur fjöldi þátttak- enda á hverju fjögurra ára tímabili en rétt er að benda á að sumir þeirra hafa komið oftar en einu sinni til rannsóknar („Ungt fólk“ og hluti þátttak- enda í Reykjavíkurrannsókn). Breytingar á reykingavenjum Á mynd 1 eru sýndar reykingavenjur meðal karla og kvenna í fjórum aldursflokkum á sjö tímabilum, því fyrsta 1967-1972 og síðan á fimm ára tímabilum allt til 2001. í kvennahópi hefur heildartíðni reykinga minnkað í öllum aldursflokkum, í yngsta aldurs- flokknum úr 50% í um 35%, í þeim elsta úr um 30% í um 20%. í karlahópi hefur tíðni reykinga minnkað mun meir en í kvennahópi. Þannig minnkar heildar- Table II. Prevalence of smoking (%). Age adjusted to age 45 years. Results from polytomous regression'. Smoking category ________________________________ Males Females Time period Never smoked Quit smoking Total smokers Heavy smokers Never smoked Quit smoking Total smokers Heavy smokers 1967-1972 21.1 17.9 61.0 20.7 43.6 12.4 44.1 19.5 1973-1977 23.8 19.3 56.9 19.6 45.5 14.8 39.7 16.3 1978-1982 25.2 24.2 50.6 20.3 41.3 15.8 42.9 21.7 1983-1987 26.6 28.3 45.1 21.2 40.9 17.5 41.5 23.9 1988-1992 32.8 28.6 38.7 19.0 41.8 20.4 37.8 22.7 1993-1997 28.8 33.9 37.3 18.9 40.5 28.8 30.9 16.0 1998-2001 28.5 35.2 36.3 17.6 36.4 31.8 31.8 15.2 ’Heavy smokers: 15-25 cigarettes or more a day. tíðni reykinga í yngsta hópnum úr um 65% í um 42% en úr um 45% í um 19% í þeim elsta. I karlahópi verður mest minnkun á reykingum þeirra sem reykja 1-14 sígarettur á dag eða reykja pípu/vindla. Þessi þróun er svipuð í öllum aldursflokkum. Reykinga- venjur þeirra sem reykja að meðaltali einn pakka af sígarettum á dag eða meir breytast hins vegar lítið. Þróunin er svipuð í kvennahópi, þeim konum sem reykja 1-14 sígarettur á dag fækkar hlutfallslega en breytingar eru ekki miklar meðal þeirra sem reykja pakka eða meira á dag. Pípu- eða vindlareykingar eru mjög litlar í öllum aldursflokkum kvenna. í töflu II eru sýndar með tölum þær breytingar sem orðið hafa á reykingavenjum í einum aldurs- flokki (45 ára) frá 1967-2001. Heildartíðni reykinga meðal karla hefur minnkað um 40% en meðal kvenna um því sem næst fjórðung. Stórreykingafólk (>1 pk/dag) er nú verulega stærri hluti af reykinga- hópnum, meðal karla 48% en voru 34%, meðal kvenna er munurinn minni, 47% í stað 44% 1970. Kannað var á hvaða aldri fólk byrjaði að reykja síga- rettur og hvort breytingar hefðu orðið á því undan- farin 30 ár. Niðurstöður eru sýndar á mynd 2. Ljóst er að bæði karlar og konur byrja að reykja yngri að aldri eftir því sem nær dregur í tíma, einkanlega samkvæmt svörum eftir 1990. Að meðaltali lækkar byrjunaraldur reykinga um 2,0 ár meðal karla frá fyrsta tímabilinu til þess síðasta, en um 1,7 ár meðal kvenna. Einnig var kannað á hvaða aldri fólk hættir að reykja og hvort breytingar hafi orðið á því síðastliðin 30 ár. Hjá báðum kynjum hefur orðið marktæk lækkun sem nemur 2,8 árum hjá körlum en 3,3 árum hjá konum, það er fólk hættir að reykja fyrr en áður. Reykingar á sígarettum með síu fór hlutfallslega vaxandi fram til um 1980 en breyttist lítið eftir það. Meðal karla fór hundraðshluti síusígarettureykinga vaxandi úr um 20% í um 70% en meðal kvenna úr um 40% í um 85%. Astœður breyttra reykingavenja Á mynd 3 eru sýndar ástæður þess að menn hætta að reykja. Hér ber að geta þess að ástæðurnar „vegna hósta“ og „vegna mæði“ voru sameinaðar í eina ástæðu undir fyrirsögninni „einkenni frá öndunarfær- um“ og ef fleiri en ein heilsufarsástæða voru tilgreind- ar voru þær sameinaðar í flokkinn „aðrar heilsufars- ástæður". Eins og á mynd 2 er rannsókninni skipt niður í þijú tímabil, 1967-1977, 1978-1989 og 1990- 2001. Á öllum tímabilunum er algengasta ástæðan fyrir því að karlar hætta að reykja „ótti við heilsuspill- andi áhrif ’ (other health concern), því næst eru ýmsar ótilgreindar ástæður en þriðja algengasta ástæðan er „einkenni frá öndunarfærum“ og síðan kostnaður. Tiltölulega fáir tilgreina beinlínis ráðleggingar læknis. Á tveimur seinni tímabilunum verður sú breyting að fleiri hætta vegna „ótta við heilsuspillandi áhrif" og samkvæmt ráðleggingum læknis en færri hættu af 492 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.