Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 73
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 115 Læknar COX? Gífurleg aukning kostnaðar vegna bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja (M01A) Fyrsta lyfið í flokki cox-2 hemjara (MOl AH Coxíb) fékk markaðsleyfi hér á landi árið 2000. Síðan hafa þrjú önnur bæst við og má segja að þessi lyf hafi sleg- ið rækilega í gegn. Notkun eldri lyfja hefur þó ekki minnkað, própíónsýruafleiður (íbúprófen, naprox- en, ketóprófen) hafa meira að segja aukist líka. Sölu- verðmæti bólgueyðandi lyfja var 570 milljónir króna á síðasta ári og hafði vaxið úr 194 m.kr. árið 1992. Hlutur coxíb-lyfjanna á síðasta ári var 205 m.kr. eða 36% af verðmæti. Meðalverð dagskammts er þrisvar til fjórum sinnum hærra en eldri lyfja, til dæmis íbú- prófens og naproxens. A meðan vinir okkar á Norðurlöndum, sem fengu þessi lyf á markað nokkru fyrr en við, eru nú komnir í sjö til átta skilgreinda dagskammta (DDD) á hverja 1000 íbúa á dag af coxíb-lyfjum, erum við komin yfir 18 dagskammta. Það þýðir að um 2% landsmanna nota coxíb-lyf daglega alla daga ársins. Eigum við virkilega að trúa því að nauðsynlegt sé að við notum nú hlutfallslega 120% meira af þessum lyfjum en ná- grannar okkar? Getum við ekki notað sameiginlega fjármuni okkar til einhvers skynsamlegra? Hér höfum við enn eitt dæmið um nokkurt bráð- læti okkar þar sem vitað er að coxíb-lyfin gefa engu betri árangur en eldri lyf nema að vera hugsanlega betri kostur í þeim tilfellum þar sem sjúklingar hafa sögu um sármyndun í meltingarfærum af völdum bólgueyðandi lyfja (NSAID) (1,2). Ennfremur hafa komið fram vísbendingar um að meiri hætta sé á alvarlegum aukaverkunum á hjarta af völdum coxíb-lyfja þó svo það sé ekki endanlega sannað (3). A meðan staðan er enn þannig er full ástæða til að gæta fyllstu varúðar og hugsa sig vel um áður en nýja lyfið er prófað. Institut for rationel farmakoterapi (IRF) í Dan- mörku og Statens beredning för medicinsk utredning (SBU) í Svíþjóð eru samdóma um að mæla ekki með cox-2 hemjurum sem „rútínu“-meðferð. Eggert Sigfússon Milljónir króna söluverðmæti CNCO^IDCOí^-OOOOtHCN 0)000)00070)000 ooooooooooo tHtHtHtHtHt-It-IvHCNCNCN □ MOIAX □ MOIAE | MOIAB Önnur bólgueyöandi lyf Própíónsýru- Ediksýruafbrigöi og gigtarlyf afleiöur og skyld efni □ MOIAH □ MOIAC Coxlb Oxíkamafbrigöi Heimildir 1. CLASS study. JAMA 2000; 284: 1247-55. 2. VIGOR study. N Engl J Med 2000; 343:1520-8. Höfundur er deildarstjóri 3. Risk of cardiovascuiar events associated with selective COX-2 í Heilbrigðis- og inhibitors. JAMA 2001; 286: 954-9. tryggingamálaráðuneyti. Læknablaðið 2003/89 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.