Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2003, Page 51

Læknablaðið - 15.06.2003, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMAL Uppbygging Landspítala í Læknablaðinu í maí 2003 er úttekt Þrastar Har- aldssonar á stöðu heilbrigðismála fyrir kosningar. Þröstur furðar sig á lítilli umræðu um þennan fjár- freka málaflokk. Hann skoðar stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokka og greinir frá ummælum þeirra frambjóðenda sem tóku þátt í umræðum á fundi læknaráðs Landspítala. Ennfremur vitnar hann í við- töl við fjóra lækna sem birst hafa í blaðinu. Eitt sem rætt hefur verið af þessum aðilum er framtíðar upp- bygging Landspítala við Hringbraut. Undirritaður telur sig þekkja töluvert til aðdraganda þeirra mála frá starfi í þróunarnefnd spítalans. Nú er er ráðherra- skipuð nefnd að vinna að því máli og semja við Reykjavíkurborg um skipulag og færslu Hringbraut- ar til undirbúnings framkvæmda þar. Þær hugmyndir sem nú eru á borðinu munu kosta gríðarlegt fjármagn. Lauslega áætlað er sennilega verið að tala um 50-60 milljarða króna. í raun er ver- ið að byggja nýjan spítala frá grunni. Benda má á reynslu Norðmanna í þessu efni. Akvörðun var tekin þar um að byggja nýjan spítala í Osló frá grunni. Reiknað var með byggingum að flatarmáli 120-130 þúsund fermetra. Kostnaður áætlaður 27 milljarðar íslenskra króna. Byggingamar hafa stækkað og kostn- aður hefur meira en tvöfaldast. Ekki var hægt að taka neitt af húsunum í notkun fyrr en allt var tilbúið. Fjármagn tafði ekki en tíminn sem þetta tók var 12 ár. I þróunarnefnd spítalans kom fram önnur hug- mynd frá danska ráðgjafafyrirtækinu Ementor. Grundvöllur þeirrar hugmyndar var að nýta eins mikið af núverandi byggingum spítalans og mögulegt er. Til þess að ná fram hagræðingu í rekstri töldu ráð- gjafarnir nauðsynlegt að sameina líkamlega bráða- þjónustu á einum stað. Að vel athuguðu máli var talið að húsið í Fossvogi væri mun hentugra til að byggja við. Líta ætti á lóðir við Hringbraut og í Foss- vogi sem eina lóð og geðdeild yrði áfram við Hring- braut ásamt endurhæfingu, langlegudeildum og ým- issi rannsóknastarfsemi. Byggingamagn í Fossvogi þyrfti yrði mun minna og kostnaður því aðeins brot af því sem núverandi hugmyndir munu kosta. Við- byggingar í Fossvogi myndu ekki trufla starfsemina þar nema óverulega á meðan á framkvæmdum stæði og taka mætti þær í notkun eftir því sem þær kláruð- ust. Auk þess væri staðsetning lóðar í Fossvogi mun betri með tilliti íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þessi til- laga hefur aldrei verið skoðuð nánar! Þegar menn velta fyrir sér framtíð spítalans verða þeir að sjálfsögðu að taka tillit til þess sem er að ger- ast í þjóðfélaginu. Miðað við þær framkvæmdir sem nú hafa verið ákveðnar er ljóst að stórframkvæmd á við 100 þúsund fermetra byggingar við Hringbraut getur ekki orðið á dagskrá næsta áratuginn. Undirritaður hefur áður látið þá skoðun í ljósi að færsla Hringbrautar sé sóun á fjármunum. Ákvörðun um byggingu barnadeildar við Hringbraut var líka röng. Þar er því eindregið hvatt til að tillaga Ementor verði tekin til skoðunar að nýju svo að menn geti áttað sig á þeim möguleikum sem í henni felast. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir á eftirlaunum. Læknablaðið 2003/89 523

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.