Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMAL Uppbygging Landspítala í Læknablaðinu í maí 2003 er úttekt Þrastar Har- aldssonar á stöðu heilbrigðismála fyrir kosningar. Þröstur furðar sig á lítilli umræðu um þennan fjár- freka málaflokk. Hann skoðar stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokka og greinir frá ummælum þeirra frambjóðenda sem tóku þátt í umræðum á fundi læknaráðs Landspítala. Ennfremur vitnar hann í við- töl við fjóra lækna sem birst hafa í blaðinu. Eitt sem rætt hefur verið af þessum aðilum er framtíðar upp- bygging Landspítala við Hringbraut. Undirritaður telur sig þekkja töluvert til aðdraganda þeirra mála frá starfi í þróunarnefnd spítalans. Nú er er ráðherra- skipuð nefnd að vinna að því máli og semja við Reykjavíkurborg um skipulag og færslu Hringbraut- ar til undirbúnings framkvæmda þar. Þær hugmyndir sem nú eru á borðinu munu kosta gríðarlegt fjármagn. Lauslega áætlað er sennilega verið að tala um 50-60 milljarða króna. í raun er ver- ið að byggja nýjan spítala frá grunni. Benda má á reynslu Norðmanna í þessu efni. Akvörðun var tekin þar um að byggja nýjan spítala í Osló frá grunni. Reiknað var með byggingum að flatarmáli 120-130 þúsund fermetra. Kostnaður áætlaður 27 milljarðar íslenskra króna. Byggingamar hafa stækkað og kostn- aður hefur meira en tvöfaldast. Ekki var hægt að taka neitt af húsunum í notkun fyrr en allt var tilbúið. Fjármagn tafði ekki en tíminn sem þetta tók var 12 ár. I þróunarnefnd spítalans kom fram önnur hug- mynd frá danska ráðgjafafyrirtækinu Ementor. Grundvöllur þeirrar hugmyndar var að nýta eins mikið af núverandi byggingum spítalans og mögulegt er. Til þess að ná fram hagræðingu í rekstri töldu ráð- gjafarnir nauðsynlegt að sameina líkamlega bráða- þjónustu á einum stað. Að vel athuguðu máli var talið að húsið í Fossvogi væri mun hentugra til að byggja við. Líta ætti á lóðir við Hringbraut og í Foss- vogi sem eina lóð og geðdeild yrði áfram við Hring- braut ásamt endurhæfingu, langlegudeildum og ým- issi rannsóknastarfsemi. Byggingamagn í Fossvogi þyrfti yrði mun minna og kostnaður því aðeins brot af því sem núverandi hugmyndir munu kosta. Við- byggingar í Fossvogi myndu ekki trufla starfsemina þar nema óverulega á meðan á framkvæmdum stæði og taka mætti þær í notkun eftir því sem þær kláruð- ust. Auk þess væri staðsetning lóðar í Fossvogi mun betri með tilliti íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þessi til- laga hefur aldrei verið skoðuð nánar! Þegar menn velta fyrir sér framtíð spítalans verða þeir að sjálfsögðu að taka tillit til þess sem er að ger- ast í þjóðfélaginu. Miðað við þær framkvæmdir sem nú hafa verið ákveðnar er ljóst að stórframkvæmd á við 100 þúsund fermetra byggingar við Hringbraut getur ekki orðið á dagskrá næsta áratuginn. Undirritaður hefur áður látið þá skoðun í ljósi að færsla Hringbrautar sé sóun á fjármunum. Ákvörðun um byggingu barnadeildar við Hringbraut var líka röng. Þar er því eindregið hvatt til að tillaga Ementor verði tekin til skoðunar að nýju svo að menn geti áttað sig á þeim möguleikum sem í henni felast. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir á eftirlaunum. Læknablaðið 2003/89 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (15.06.2003)
https://timarit.is/issue/378392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (15.06.2003)

Aðgerðir: