Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
Ráðgjöf, eftirlit, úttektir...
„Hlutverk embættisins er margþætt en það er í fyrsta
lagi að vera ráðgjafi heilbrigðisstjórnarinnar, Alþingis
og ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Pau sam-
skipti eru bæði formleg og óformleg, við ráðherra
hittumst til dæmis vikulega til óformlegra viðræðna
en einnig veitum við formlegar og skriflegar um-
sóknir um ýmis mál.
I öðru lagi erum við umboðsmenn sjúklinga og
tökum við kvörtunum og kærum frá almenningi
vegna meintra mistaka eða vandamála sem koma
upp í ssamskiptum almennings við heilbrigðisþjón-
ustuna. Hingað berast hátt í 400 kvartanir á hverju
ári og hefur farið fjölgandi, þær hafa líklega tvöfald-
ast á tíu árum.
I þriðja lagi eigum við að hafa eftirlit með starfi og
starfsaðstæðum heilbrigðisstétta og -stofnana. Við
eigum með öðrum orðum að taka í lurginn á fólki
sem skrensar í lausamölinni og fylgjast með því að
heilbrigðisstarfsfólk kunni það sem það á að kunna.
Við veitum umsögn um leyfisveitingar og reynum
með því að vernda fólk fyrir falsspámönnum, skottu-
læknum og öðrum slíkum. Þetta felur einnig í sér að
Landlœknisembœttið er til
húsa íþessari byggingu við
Austurströnd á Seltjarnar-
nesi.
Kvartanir og lyfjaeftirlit
Haukur Valdimarsson er settur aðstoðarlandlæknir og hef-
ur gegnt því embætti í tæp tvö ár. Samkvæmt lögum um heil-
brigðisþjónustu er aðstoðarlandlæknir ráðinn af ráðherra og
skal vera landlækni til aðstoðar og staðgengill hans. Aðstoð-
arlandlæknir veitir forstöðu kvartana- og kærusviði embættis-
ins. Auk þess sem nafnið felur í sér heyra klínískar leiðbein-
ingar undir sviðið en fyrir þeim fer Sigurður Helgason rit-
stjóri. Þess utan starfar einn ritari við sviðið og er á Hauki að
heyra að ekki veiti af meiri mannskap.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að aukning hefur orðið á
kvörtunum og kærum frá almenningi vegna meintra mistaka
sem fólk telur sig verða fyrir af hendi heilbrigðisstarfsmanna.
Árlega berst á fjórða hundrað kvartana til embættisins og seg-
ir Haukur að þær krefjist mismikillar rannsóknar, sumar sé
hægt að afgreiða fljótlega en aðrar geti verið mjög tímafrekar.
„Kvartanir berast okkur eftir ýmsum leiðum. Flestar þeirra
berast skriflega en talsvert er einnig um að við fáum ábending-
ar í gegnum síma eða með tölvupósti að einhverju sé ábóta-
vant og þá þurfum við að bregðast við. Loks er dálítið um að
fólk panti tíma og komi í viðtal. Við meðferð þessara mála
þurfum við að gæta þess að rétt sé farið með þau og í samræmi
við stjórnsýslulög og rannsóknarreglur en ýmis lagasetning
undanfarinna ára hefur hert á þeim kröfum.
Við skrifum þeim sem kvörtunin beinist að og biðjum um
skýringar og þegar þær liggja fyrir semjum við drög að álitsgerð
sem send er báðum aðilum málsins. Þeir fá frest til að gera
athugasemdir við drögin en að því loknu göngum við frá endan-
legu áliti embættisins. Þetta getur tekið sinn tíma og því miður
erum við enn með nokkurn fjölda mála sem bárust okkur á
árinu 2002. Það myndi bæta stöðu okkar og auka hraðann á af-
greiðslunni ef við fengjum fleira fólk til starfa,“ segir Haukur.
Landlæknisembættinu ber einnig að fylgjast með lyfjaávís-
unum lækna og það eftirlit heyrir undir kvartana- og kæru-
svið. Nú eru í augsýn verulegar breytingar á því eftirliti en Al-
þingi samþykkti nú í vetur að koma upp lyfjagagnagrunni sem
vera skal í umsjá landlæknis. Sá gagnagrunnur á að vera kom-
inn í gagnið í byrjun árs 2005.
„Þá sjáum við fram á að þurfa að ráða lækni til starfa, auk
tölvu- og tæknimanna. Læknirinn þarf að sinna eftirlitinu sem
verður töluvert meira en nú er en auk þess gæti þetta starf tengst
klínísku leiðbeiningunum á þann hátt að viðkomandi læknir gæti
fylgst með því hvort læknar fara eftir leiðbeiningunum. Ef ein-
hver misbrestur virðist vera á því gæti hann farið út og rætt við þá
sem hlut eiga að máli og veitt þeim aðstoð við að fara að leið-
beiningunum. Með þessu móti getum við tengt saman eftirlit og
ráðgjöf sem við teljum að fari mjög vel saman,“ segir Haukur.
Þess má í lokin geta að Haukur lætur af störfum 1. septem-
ber næstkomandi þegar Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir kemur úr leyfi. Þá hverfur Haukur til starfa við upp-
byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi en
rekstur hennar var boðinn út á dögunum.
Læknablaðið 2003/89 531