Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR ( VANDA Arnar Arnarsonar (1) á þeim unglingum sem dvöldu í athvarfinu fyrstu tíu starfsár þess. Hlutverk neyðarathvarfs Rauðakrosshússins er að veita unglingum í neyð eins konar fyrstu hjálp með grundvallarmarkmið Rauðakrossins um mann- úð og hlutleysi að leiðarljósi (2). Athvarfið er opið allan sólarhringinn árið um kring og ungmenni þurfa ekki að gera boð á undan sér. Forvarnarmarkmið Rauðakrosshússins er að veita ungmennunum húsa- skjól, fæði, stuðning og ráðgjöf áður en í óefni er komið. Þær upplýsingar sem skráðar eru um ung- menni sem gista í Rauðakrosshúsinu skipta miklu máli þegar fjallað er um málefni unglinga og fjöl- skyldna á íslandi, ekki síst til samanburðar við skýrsl- ur og rannsóknir á opinberum gögnum um þennan málaflokk. í flestum rannsóknum er heimanfarinn unglingur skilgreindur sem 10-17 ára unglingur sem hefur verið að heiman eina nótt eða lengur án samþykkis for- ráðamanna (3, 4). Þessi skilgreining nær ekki til þeirra ungmenna sem er vísað að heiman, eru heim- anrekin, en margir vilja gera þar greinarmun. Sam- kvæmt þeim fara unglingar að heiman vegna djúp- stæðra deilna við foreldra og slakra félagslegra tengsla en heimanreknir fara ekki að eigin frum- kvæði heldur vegna hvatningar eða þrýstings for- ráðamanna (3). Talið er að 30 til 60% unglinga sem fara að heiman geri það fyrir orð forráðamanna en ekki að eigin frumkvæði (5). Samkvæmt skýrslu Mannfjöldastofnunar Samein- uðu þjóðanna frá 1991 (5) hlaupast milli 4 og 10 af hundraði bandarískra ungmenna einhvern tíma að heiman. Af þeim gerir innan við helmingur fleiri en eina tilraun og um 75% snýr heim innan viku. í fjórðu útgáfu greiningarkerfis amerísku geðlækna- samtakanna (DSM IV) (6) er endurtekið brotthlaup eða endanlegt í fyrstu tilraun talið uppfylla skilmerki fyrir truflun á félagslegu atferli. Rannsóknir benda ekki til að um afmarkaðan or- sakaþátt sé að ræða hjá brotthlaupnum í samanburði við þá sem ekki fara að heiman, heldur virðist vera víxlverkun ýmissa þátta, svo sem slakra tilfinninga- tengsla í fjölskyldu, vandamála í skóla, afbrigðilegrar hegðunar og neikvæðra tilfinninga. Ýmsir hafa bent á hversu hátt hlutfall heimanfar- inna kemur frá einstæðu foreldri eða úr stjúpfjöl- skyldu (1,2,7). Heimanreknir koma frekar en heim- anfarnir úr slíku fjölskylduumhverfi (7) og togstreita og rifrildi virðast algengari á heimilum þeirra sem reknir eru að heiman en hinna sem fara að eigin frumkvæði (3). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að líklegra er að heimanfarinn unglingur hafi verið beittur líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu en unglingur sem dvelur í föðurhúsum (8,9). Flótti er yfirleitt eðli- legt viðbragð við ógn í umhverfi og ætti að auka af- komulíkur viðkomandi. Svo er ekki hér samkvæmt rannsókn (10) sem bendir til að unglingur sem flýr ofbeldi á heimili og heldur að mestu til á götunni er líklegri en aðrir heimanfarnir til að verða fórnarlamb líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis þar. Vandamál í skóla virðast algengari meðal heiman- farinna en þeirra sem heima búa (11,12). I rannsókn á 123 skjólstæðingum athvarfs í Kanada (11) kom fram að um 52% áttu við lestrarörðugleika að etja og 28,5% voru undir mörkum í skrift og stærðfræði mið- að við aldur. Neysla vímugjafa og fíkniefna virðist samkvæmt rannsóknum (13,14) algengari meðal heimanfarinna unglinga en unglinga almennt. Hegðunar- og geð- brigðaraskanir virðast einnig algengari meðal þeirra sem fara að heiman en hinna og þeir þjást frekar af þunglyndi og sjálfsvígshugmyndum sem tengjast slakri sjálfsmynd (12,14). Eins og í fyrri rannsókn (1) var unglingum sem gistu athvarfið raðað eftir ástæðum komu í heiman- farna, heimanrekna og heimilislausa. Markmið rann- sóknarinnar var að bera saman þessa þrjá hópa með tilliti til ástæðna komu í Rauðakrosshúsið, bak- grunns, fjölskyldu, neyslu vímuefna og fleiri breytna. Innan hópanna voru sömu breytur notaðar til að kanna mun milli kynja, þeirra sem komu einu sinni í athvarfið (frumkvæmir) og hinna sem komu oftar (endurkvæmir). Þá voru bornar saman niðurstöður þessarar rannsóknar og rannsóknar á fyrstu 10 árum starfseminnar (1). Efniviöur og aöferöir Þátttakendur: Unnið var úr gögnum um 686 ung- menni, 12-21 árs, sem gistu neyðarathvarf Rauða- krosshússins árin 1996-2000 og þeim skipað í þrjá flokka eftir ástæðum komu. í flokk heimanfarinna röðuðust þau ungmenni sem fóru úr foreldrahúsum að eigin frumkvæði. Einnig voru þeir sem hvorki nefndu húsnæðisleysi né brottvísun að heiman, en komu af götunni, flokkaðir sem heimanfarnir. Þeir sem komu í athvarfið vegna þess að þeim var vísað að heiman flokkuðust sem heimanreknir. Þeir sem komu af göt- unni, úr vímuefnameðferð, úr leiguhúsnæði eða í fylgd lögreglu og nefndu húsnæðisleysi sem ástæðu komu töldust heimilislausir. Einnig voru þeir sem ekki til- greindu húsnæðisleysi, en flýðu sambýli með vinum eða kunningjum vegna neysluvandamála eða sam- skiptaörðugleika settir í hóp heimilislausra. Mœlitœki: Upplýsingar um ungmennin fengust í tölvuskráningarkerfi Rauðakrosshússins með leyfi stjórnar Rauðakross Islands. Skráð er samkvæmt númeri og nafn viðkomandi kemur ekki fram. Al- mennar upplýsingar eru aldur, kyn, lögheimili og bú- seta, fyrri reynsla af athvarfinu, iðja, skólaganga og tengsl við félagslegar stofnanir. Þá er skráð sambúð- arform foreldra, systkinafjöldi, systkinaröð og síðasta J 508 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (15.06.2003)
https://timarit.is/issue/378392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (15.06.2003)

Aðgerðir: