Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR
a. Það er ekki réttlætanlegt
að nota stofnfrumur fóst-
urvísa til lœkninga undir
neinum kringumstœðum.
b. Það er réttlœtanlegt að
nota stofnfrumur til lœkn-
inga úr þeim fósturvísum
sem verða afgangs við
glasafrjóvganir og er ann-
ars eytt eftir tiltekinn tíma.
c. Það er réttlœtanlegt að
nota stofnfrumur til lœkn-
inga úrfóstrum í tengslum
við fóstureyðingar/fósturlát.
d. Bœði (b) og (c).
e. Það er réttlœtanlegt að
framleiða fósturvísa í
þeim tilgangi einum að
nota stofnfrumur þeirra til
lœkninga.
7,7
| 11,6
Mynd 3. Afstaða þátttakenda í heild tilþess hvort
notkun á stofnfrumum úr fósturvísum/fóstrum til
lœkninga sé réttlœtanleg.
a. Það er alltaf réttlœtan-
legt að nota stofnfrumur
fósturvísa til lœkninga
óháð því hvað reynt er að
lœkna hverju sinni.
b. Það er réttlœtanlegt að
nota stofnfrumur fóstur-
vísa aðeins efreynt er að
lœkna lífshœttulega eða
erftða sjúkdóma sem engin
önnur lœkning hefurfund-
ist við.
c. Það er rangt að nota
stofnfrumur fósturvísa
hver svo sem tilgangurinn
er.
1
26,4
65,1
8,5
I
10
20
30
40
50
60
70
Mynd 4. Afstaða þátttakenda í heild til þess hvort eðli
sjúkdómsins skipti málL
Tafla II. Forgangsrööun stétta á vægi mismunandi þátta í ákvöröuninni um leyfi á notkun stofnfrumna úr fósturvísum tii lækninga (hundraöstölur innan sviga).
Vægi þátta Læknar Lögfræöingar Prestar
Siðferðisréttur fósturvísis 4 (34,5%) 5 (29,0%) 2 (67,1%)
Mögulegur læknisfræðilegur ávinningur 1 (88,6%) 1 (93,5%) 3 (63,4%)
Möguleg þekking á sjúkdómum 2 (68,4%) 2 (84,9%) 4 (51,9%)
Efnahagslegir þættir 5 (19,3%) 3 (40,9%) 5 (15,9%)
Hætta á aö virðing fyrir mannslffinu minnki 3 (41,4%) 4 (31,9%) 1 (67,9%)
Þegar niðurstöður voru skoðaðar út frá viðhorfi til
siðferðisstöðu fósturvísis kom í ljós að 23% lífvernd-
unarsinna töldu aldrei réttlætanlegt að nota stofn-
frumur fósturvísa/fóstra til lækninga meðan aðeins
2% persónusinna og 4% sérstöðusinna tóku þá af-
stöðu. Persónusinnar voru skiljanlega frjálslyndastir í
garð framleiðslu á fósturvísum, 46% þeirra álitu slíkt
réttlætanlegt til samanburðar við 40% sérstöðusinna
og 11% lífverndunarsinna. Lífverndunarsinnar töldu
í 67% tiivika réttlætanlegt að nota stofnfrumur úr
afgangs fósturvísum og/eða fóstrum til lækninga sem
gefur til kynna nokkurt frjálslyndi í garð glasafrjóvg-
ana og jafnvel fóstureyðinga í þessum hópi. Þó er vert
að minna á að viðkomandi þurfa hvorugu að vera
fylgjandi þó svo þau samþykki jákvæðar hliðarverk-
anir (3). Fimmtíu og tveir af hundraði persónusinna
töldu notkun á stofnfrumum afgangsvísa og/eða
fóstra réttlætanlega og 59% sérstöðusinna.
Skiptir eðli sjúkdómsins máli?
Spurt var hvort eðli sjúkdómsins sem verið væri að
reyna að lækna með stofnfrumum fósturvísa skipti
máli (mynd 4). Af þeim sem töldu notkun stofn-
frumna úr fósturvísum réttlætanlega (a og b iiður)
fannst meirihluta (71%) að aðeins mætti grípa til þess
úrræðis þegar verið væri að fást við lífshættulega eða
erfiða sjúkdóma sem engin önnur lækning hefur
fundist við. Ekki var marktækur munur á milli stétta.
Almennt fannst konum eðli sjúkdómsins skipta máli
(b liður, mynd 3), 74% til samanburðar við 58% karla
(M-H: p<0,01). Sem fyrr voru persónusinnar frjáls-
lyndastir í garð notkunar á fósturvísastofnfrumum til
lækninga því 54% fannst eðli sjúkdómsins ekki skipta
máli. Þessa afstöðu tóku 19% lífverndunarsinna. Af
sérstöðusinnum fannst 73% eðli sjúkdómsins sem
verið er að lækna hveiju sinni skipta máli. Aðeins tæp
9% settu sig alfarið á móti notkun stofnfrumna úr
fósturvísum til lækninga, hver svo sem sjúkdómurinn
er sem verið er að reyna að lækna. Það er til samræm-
is við þann fjölda (8%) sem tók sömu afstöðu í spurn-
ingunni að ofan.
Er munur á afstöðu stétta til mismunandi þátta í
ákvörðuninni um leyfi á notkun stofnfrumna úrfóst-
urvísum til lœkninga?
Þátttakendur voru beðnir um að tiltaka hversu mikið
vægi mismunandi þættir ættu að hafa í ákvörðuninni
um hvort leyfa ætti notkun á stofnfrumum fósturvísa
til lækninga. Gefinn var upp kvarði frá 1-5 þar sem 1
táknaði mjög lítið vægi og 5 mjög mikið. Við úr-
vinnslu gagna var þáttunum forgangsraðað eftir því
hversu mikið vægi viðkomandi stétt gaf þeim (tafla
II). Innan sviga eru samanlögð prósentustig fyrir val-
möguleika 4 og 5 á kvarðanum sem jafngilda því að
eftirfarandi þáttur eigi að hafa mikið eða mjög mikið
vægi.
Á að leyfa einrœktun í lœkningaskyni?
Sögð var saga sjúklings með Parkinsonssjúkdóm.
Sjúklingurinn vill kanna möguleikann á því að nota
einræktun til að búa til fósturvísi með sama erfðaefni
og hann sjálfur. Þannig má forðast að ónæmiskerfi
mannsins hafni ígræðslunni. Fósturvísinum yrði síðan
eytt en fyrst teknar úr honum stofnfrumur og þær
ræktaðar. Stofnfrumurnar yrðu svo græddar í heila
sjúklingsins þar sem þær myndu þroskast í starfhæfar
taugafrumur. Spurt var hvort einræktun af þessu tagi
væri réttlætanleg.
Um 64% þátttakenda fannst einræktun í lækn-
ingaskyni réttlætanleg, en 36% voru því andvígir. Af
þeim sem voru mótfallnir báru 64% við hættu „hinn-
ar hálu brautar“ til einræktunar í æxlunarskyni (3).
502 Læknablaðið 2003/89