Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR Meirihluti lækna (64%) og lögfræðinga (68%) fannst einræktun í lækningaskyni réttlætanleg en tals- vert færri prestar (40%) voru á þeirri skoðun (p<0,01 borið saman við lækna og p<0,01 borið saman við lögfræðinga), 64% karla fannst einræktun í lækninga- skyni réttlætanleg á móti 52% kvenna (M-H: p<0,01). Afstaða persónusinnans er skýr því 90% fannst einræktun í lækningaskyni réttlætanleg á móti 31% lífverndunarsinna og 59% sérstöðusinna. Er þörfá þjóðfélagslegri umrœðu? Þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hvort nægilegt sé að umræðan um notkun stofn- frumna úr fósturvísum til lækninga sé að mestu í hópi þeirra sem koma að rannsóknum og lækningum á þessu sviði, eða hvort þörf sé á þjóðfélagslegri um- ræðu. Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda (87%) taldi nauðsynlegt að þjóðfélagsleg umræða færi fram. Hlutfallið er áþekkt milli stétta og kynja. Einnig var spurt að því hversu vel þátttakendur teldu sig í stakk búna til að taka afstöðu til siðferðislegra spuminga eins og fram komu í spurningalistanum. Rétt rúmur helmingur kvað sig vera vel til þess búinn (51%) meðan aðeins 8% taldi svo ekki vera. 41% staðsettu sig mitt á milli. Umræða Rannsóknir og notkun á stofnfrumum endurspeglar hraðann í þróun líftækninnar. Rannsóknasviðin eru komin inn á mjög viðkvæmar brautir og því hefur aldrei verið jafnmikil þörf og nú á að leita eftir við- horfum fagstétta og almennings um siðferðilegt hlut- verk vísindanna. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar enda einkennist umræðan í fjölmiðlum og tímaritum erlendis af læknisfræðilegri og siðfræði- legri hlið málsins, en afstaða fagstétta hefur lítt verið könnuð. Tæplega 40% svarhlutfall er lágt og skýrist ef til vill af þeim tíma og fyrirhöfn sem það tekur fólk að kynna sér faglegu hliðamar og síðan að taka sið- ferðilega afstöðu til málanna. Svörunin er það lág að ekki er hægt að draga almenna ályktun um viðhorf stétta til þessara mála, að prestum undanskildum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að meðal svar- enda er töluverður munur á viðhorfi milli stétta til lækninga þar sem notaðar eru stofnfrumur úr fóstur- vísum. Sérstaklega er munurinn mikill milli presta og lögfræðinga en læknar skipa sér oftast miðs vegar. Prestar hafa almennt mestu efasemdirnar um ágæti lækninga af þessum meiði en lögfræðingar eru að miklum mun frjálslyndari. Prestar og lögfræðingar leggja enda mjög ólíkt mat á hve mikið vægi mismun- andi þættir eiga að hafa í umræðunni og horfa ólíkum augum á siðferðisstöðu fósturvísa. Frjálslyndi gagnvart notkun stofnfrumna úr fóst- urvísum/fóstrum til lækninga í einhverri mynd er af- gerandi (92%) og talsvert meira en rannsakendur bjuggust við í upphafi. Menn eru þó ekki að öllu leyti sammála um hvernig þær stofnfrumur mega koma til. Athyglisvert er hversu stór hluti (33%) telur fram- leiðslu fósturvísa réttlætanlega í þeim tilgangi einum að ná stofnfrumum þeirra, þvert á ályktanir siða- nefnda. Bretland, ein þjóða, hefur veitt svigrúm til slíkrar framleiðslu en þá undir ströngu eftirliti (9). Almennt hafa siðanefndir ályktað að ekki eigi að heimila slíkt (10, 11). Þó má taka fram að rúmur helmingur þátttakenda lítur svo á að lækningar sem notast við fósturvísastofnfrumur eigi aðeins að nota í baráttunni við alvarlega eða ólæknandi sjúkdóma. Athyglisvert er að nokkurs frjálslyndis virðist gæta meðal þátttakenda gagnvart einræktun í lækn- ingaskyni sem mikill styr hefur staðið um í umræð- unni erlendis. Sextíu og fjórir af hundraði þátttak- enda taldi þetta réttlætanlega framkvæmd en af þeim sem telja svo ekki vera ber tæplega helmingur fyrir sig hina hálu braut. Mögulega hefur uppsetning spumingarinnar hér áhrif þar sem beðið var um af- stöðu til fullyrðinga eftir að tilfelli hafði verið lýst. Þátttakendur virðast gera greinarmun á uppruna fósturvísisins þegar leggja skal mat á siðferðisstöðu hans. Einræktaður fósturvísir hefur samkvæmt niður- stöðum okkar ekki eins sterka siðferðisstöðu og fóst- urvísir sem til verður eftir sammna sæðis- og egg- frumu. Almennt hafa siðanefndir erlendis ályktað að ekki sé tímabært að hefja einræktun í lækningaskyni (3). Má vera að niðurstöðurnar skýrist að einhverju leyti á skorti á umræðu um siðfræðilega þætti hér- lendis en hún hefur verið mikil víða erlendis. Þar sem sambærileg könnun hefur ekki verið gerð erlendis er erfitt að segja til um hvernig hinar ís- lensku stéttir standa gagnvart sömu starfsstéttum er- lendis. Sé hins vegar miðað við tiltækan samanburð, sem eru ályktanir siðanefnda og ákvarðanir erlendra stjómvalda (sem þó vafalaust byggja á mun meiri ígrundun og þekkingu en svör þátttakenda), ganga niðurstöðurnar nokkuð á móti því sem búast hefði mátt við. Mjög fáir þátttakendur setja sig alfarið á móti læknismeðferð sem notast við fósturvísastofn- frumur. Glasafrjóvganir hafa lengi verið stundaðar á Islandi og því gæti þátttakendum fundist sem fátt mælti gegn notkun afgangsvísa sem annars verður hvort eð er hent. Þetta gæti jafnvel átt við um þá sem eru í grunninn á móti glasafrjóvgunum (3). Að lík- indum litast frjálslyndi þátttakenda einnig af afstöðu íslendinga gagnvart fóstureyðingum. Það hefur sýnt sig að lútherstrúarríki taka frjálslyndari afstöðu í málum er viðkoma fósturvísum og fóstrum en þau sem eru kaþólsk (5). Viðhorf fólks eru engan vegin klippt og skorin. Þegar togstreita myndast á milli tveggja eða fleiri gilda sem jafnan skipa háan sess í hugum fólks eru ýmsir þættir tíndir til og skoðaðir. Þegar um er að ræða spurningar eins og um upphaf lífs eru viðhorf Læknablaðið 2003/89 503
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.