Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 35
Ungmenni sem leituðu athvarfs í Rauðakrosshúsinu 1996-2000 Haukur Hauksson1 Eiríkur Orn Arnarson2 'Unglingafulltrúi, Rauðakrosshúsinu, Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík, 2forstöðusálfræðingur, Sálfræðiþjónustu vefrænna deilda Landspítala, Endurhæfingarsviði op Læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Eiríkur Örn Arnarson, sími: 543 1000, eirikur@landspitali. is Lykilorð: neyðarathvarf unglingur, heimanfarinn, heimanrekinn, heimilislaus. Ágrip Tilgangur: Að kanna tengsl brotthlaups unglinga að heiman við slakan árangur í skóla, neyslu áfengis og annarra vímuefna, fjölskyldugerð og fleira. Efniviður og aðferðir: Unnið var úr upplýsingum um skjólstæðinga Rauðakrosshússins árin 1996-2000 og niðurstöður bornar saman við rannsókn á starfsemi athvarfsins fyrir tímabilið 1985-1995. Skráningarblað athvarfs hússins var notað við gagnaöflun og ung- mennum raðað í heimanfarna, heimanrekna og heim- ilislausa. Ungmenni sem fóru að heiman af eigin hvötum og þau sem komu af götunni en nefndu aðra ástæðu en húsnæðisleysi fyrir komu sinni, röðuðust í hóp heimanfarinna. Ungmenni sem hafði verið vísað að heiman eða af stofnun töldust heimanrekin. Heim- ilislaus flokkuðust ungmenni sem komu af götunni og nefndu húsnæðisleysi sem ástæðu komu og ung- menni sem bjuggu ekki hjá forráðamönnum en komu úr leiguhúsnæði, í fylgd lögreglu eða eftir áfengis/ vímuefnameðferð. Niðurstöður: Komur voru um 32% fleiri en árin 1985-1995. Mest var aukning heimanfarinna pilta og heimanrekinna af báðum kynjum. Færri ungmenni töldust heimilislaus en árin 1985-1995. Þriðjungur heimanfarinna/rekinna var iðjulaus, en yfir 70% heim- ilislausra. Tóbaks-, áfengis- og fíkniefnaneysla var út- breidd. Húsnæðisleysi og vímuefnavandi voru al- gengustu ástæður komu heimilislausra, en samskipta- örðugleikar á heimili í hinum hópunum. Heiman- farnir/reknir piltar höfðu frekar flosnað frá námi, voru í neysluvanda og oftar iðjulausir en stúlkur. Endurkvæmir stóðu verr að vígi en frumkvæmir. Alyktanir: Vandi heimilislausra virðist meiri en heim- anfarinna/rekinna. Tilvist neyðarathvarfs Rauðakross- hússins virðist spoma við því að heimanfamir/reknir gangi svo langt að falla í hóp heimilislausra ungmenna sem virðast frekar vera iðjulaus, stunda afbrot og í neysluvanda. Sú aukning sem virðist hafa orðið í hópi heimanfarinna og heimanrekinna unglinga sýnir að samskiptavandamál leiða nú frekar en áður til brott- hlaups unglings eða brottvísunar af heimili. Inngangur Rauðakrosshúsið átti 15 ára starfsafmæli í desember árið 2000. Af því tilefni var unnið úr gögnum um hjálparþurfi unglinga sem leituðu í athvarfið árin 1996 til 2000, meðal annars til samanburðar við nið- urstöður úr rannsókn Helga Hjartarsonar og Eiríks ENGLISH SUMMARY Hauksson H, Arnarson EÖ Operation of an emergency shelter in the Red Cross House (RCH) for runaway, throwaway and homeless adolescents in lceland during the period 1996-2000 Læknablaðið 2003; 89; 507-12 Objective: To explore the relationship between running away from home with doing poorly at school, the use of alcohol and drugs, family structure, etc. Material and methods: Analysis of data collected among adolescents who sought help at the RCH, the period 1996-2000 was compared to a prior report on RCH guests for the period 1985-1995. Admission records of the RCH were used for collecting data for subsequent analysis and the guests were grouped into runaways, throwaways and homeless adolescents. Runaways came off the street or left home on their own accord. Throwaways had been asked to leave home. The homeless had nowhere to stay, did not live with parents/ guardians, presented following alcohol/drug treatment or were escorted by the police. Results: Compared with the operation of RCH during 1985-1995, there was about 32% increase of registered visits, mostly runaway boys and throwaways of both sexes. Fewer adolescents were homeless than in 1985- 1995. About one third of runaways/throwaways and more than 70% of homeless were neither working nor at school when presenting at the RCH. Use of tobacco, alcohol/ drugs was common among guests. The most frequent reasons for the homeless seeking assistance was alcohol/ drug abuse but for runaways/throwaways having nowhere to stay and conflicts within their family. Runaway/throw- away boys were more likely than girls to be school drop- outs, abuse alcohol/drugs and be out of work. Frequent visitors were worse off than first time visitors. Conclusions: The plight of homeless adolescents seemed more serious than that of runaways and throwaways. The RCH aims to keep adolescents off the streets and to pre- vent runaways or throwaways to become homeless who are more likely to be out of work, commit crimes and abuse alcohol/drugs. The increase of visits by adolescents registered as runaways or throwaways to the RCH, and the decrease of visits by those registered as homeless might suggest that frequency of severe relational problems between parents and their child is on the increase in lcelandic homes. Keyword: emergency shelter, adolescent, runaway, throwaway, homeless. Correspondence: Eiríkur Örn Arnarson, eirikur<Slandspitali. is Læknablaðið 2003/89 507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.