Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Ýmsir aðrir kostir hafa verið athugaðir, sérstak- lega ef húsnæði hefur verið á lausu, sem þykir sæm- andi læknafélögunum. Lengst komust vangaveltur um kaup á Esjubergi, húsi Borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti. Þar hefðu endurbætur kostað um 50 milljónir og húsið tilbúið til nota fyrir LI um 120 millj- ónir, ef boðin hefði verið sú upphæð sem borgin vildi fá og fékk. Því var fallið frá þeim áformum. Nýtt húsnæði á góðum stað í Reykjavík, fullbúið, er yfir- leitt talið tvisvar sinnum dýrara en það, sem markað- urinn er tilbúinn til að gefa fyrir hvern fermetra í hús- næði læknafélaganna í Hlíðasmáranum. Annað sjónarmið en hið fjárhagslega, sem er ofar- lega í huga stjómar LÍ, þegar fjallað er um húsnæðis- mál félagsins, er aðgengi fatlaðra. Þau mál eru komin í nokkuð gott horf í Hlíðasmáranum og erfitt og kostnaðarsamt að mæta þeim staðli í mörgu eldra húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Guðmundur Hannesson Hið merkilega hús Guðmundar Hannessonar á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu hefði alls ekki hentað félaginu. Það hefur verið athugað. Hins vegar er brýnt að ræða stórmerka sögu Guðmundar Hannessonar og hvort ástæða sé til að rannsaka lífshlaup hans og færa í letur. Það er mín skoðun, að Læknafélag ís- lands gæti stutt ættingja og áhugamenn um það fram- tak til góðra verka. Allar þessar hugmyndir, meðal annars ábendingar Auðólfs um aðsetur Læknafélags íslands í Nesi við Seltjörn, eiga að vera stöðugt til umræðu og stjórn fé- lagsins skylt að gæta hagsmuna þess og virðingar eins og best verður á kosið á hverjum tíma. Sigvaldi Kaldalóns Verk Sigvalda Kaldalóns halda auðvitað best minn- ingu hans á loft. Þar bætir LÍ ekki um. Hitt er annað, að LI getur að sjálfsögðu stutt það sem vel er gert í virðingarskyni við minningu Sigvalda og bætt fyrir óhappaverk gagnvart honum. Tillaga kom fram á sínum tíma um kaup Orlofs- sjóðs LI á Armúla, læknissetrinu í Nauteyrarhéraði við Isafjarðardjúp. Tillagan var skemmtileg og bar vott um stórhug, en því miður ekki raunhæf út frá markmiðum orlofssjóðs. Af því varð því ekki. Auðólfur rifjar upp í grein sinni, að aðrir hafi reist Sigvalda minnisvarða við Kaldalón. Er það öldungis rétt. Var hann vígður sumarið 2000. Það var eftir- minnileg stund, fjölmenni, hátíðarstemning, óvæntir sólstafir á Seleyri í sunnanverðu Kaldalóni, þegar steinharpa Páls frá Húsafelli var afhjúpuð Sigvalda til heiðurs. Rausnarlegt kaffiboð í tjaldbúð á túninu við Armúla að athöfn lokinni. Þá var notalegt að vera fulltrúi lækna á staðnum vitandi það, að fjárhagslegur stuðningur félags þeirra hafði skipt máli til þess að gera þennan draum að veruleika. Frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Þjóðminjasafni Styrkur Jóns Steffensen Á aðalfundi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 2001 var stjóm fé- lagsins falið að leita samstarfs við Þjóð- minjasafn íslands um að félagið og safnið byðu í sameiningu fram styrk til háskóla- nema sem vildu skrifa námsritgerð um efni tengt sögu heilbrigðismála á íslandi. Styrk- urinn skyldi kenndur við prófessor Jón Steffensen og veittur til að minnast fram- lags hans til safnsins og til rannsókna í sögu læknisfræðinnar. Tilgangur með styrkveit- ingunni skyldi vera að vekja athygli ungra og upprennandi íslenskra sagnfræðinga og annarra háskólastúdenta á þeim mörgu og spennandi verkefnum sem enn eru óunnin á sviði sögu heilbrigðismála. Forsvarsmenn Þjóðminjasafnsins tóku málaleitan stjómarmanna afar vel. I októ- ber 2001 var skrifað undir samning þar sem Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinn- ar og Þjóðminjasafn Islands skuldbundu sig til að veita námsstyrk í þrjú ár, 2001,2002 og 2003. Styrkupphæðin var ákveðin 200 þús. kr. í hvert skipti. Þar af greiðir félagið 50.000 kr. en safnið 150.000 kr. Þriggja manna nefnd úthlutar styrknum. í nefnd- inni sitja tveir fulltrúar frá Þjóðminjasafni/ Nesstofusafni, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Kristinn Magnússon og einn frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, Ólafur Þ. Jónsson læknir. Styrknum fyrir árið 2001var úthlutað 12. febrúar 2002. Tvær umsóknir bárust og ákvað úthlutunarnefndin að skipta styrkn- um á milli umsækjenda. Umsækjendur voru Kolbrún S. Ingólfsdóttir til ritgerðar- innar: Nesstofa. 70 ár í heilbrígðissögu ís- lands 1763-1833 og Þórunn Guðmunds- ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS dóttir til ritgerðar um störf yfirsetufólks á 18. öld. Fjórar umsóknir bárust um styrkinn árið 2002. Úthlutunarnefndin ákvað að veita hann Unni Birnu Karlsdóttur til að skrifa um sögu ófrjósemisaðgerða á íslandi 1938-1975. í lok þessa árs verður Jóns Steffensen- styrkurinn veittur í síðasta skipti sam- kvæmt áðurnefndu samkomulagi. Það er trú þeirra sem að styrknum standa að hann hafi stuðlað að því að beina sjónum há- skólanema að efni tengdu sögu heilbrigð- ismála á íslandi. Til að halda þessu góða verki áfram væri æskilegt að finna leið til að viðhalda styrknum enn um sinn. Kristinn Magnússon Höfundur er fyrrverandi safnvörður Nesstofusafns. Læknablaðið 2003/89 517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (15.06.2003)
https://timarit.is/issue/378392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (15.06.2003)

Aðgerðir: