Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR 37-56 ára, 18% voru eldri og 19% yngri. Aldurs var ekki getið í tæplega 7% tilvika. Gagnaúrvinnsla Við skráningu og úrvinnslu gagna var hugbúnaður- inn Excel notaður. Svör voru fyrst og fremst flokkuð út frá starfi þátttakenda en einnig voru kyn og aldur notuð sem frumbreytur. Þá voru svör skoðuð eftir viðhorfi þátttakenda til siðferðisstöðu fósturvísa. Notuð var lýsandi tölfræði. Við samanburð á flokk- unarbreytum var stuðst við kí-kvaðrat próf. Við sam- anburð milli kynja var beitt reiknireglu Mantel- Haenzel (M-H) þar sem tekið er tillit til starfsstétta. Ekki þótti ástæða til gera fjölþáttagreiningu á efni- viðnum. Miðað var við p<0,05 sem marktækan mun milli hópa. Niðurstöður Hver er siðferðisstaða fósturvísis? Leitað var eftir afstöðu þátttakenda til þriggja full- yrðinga um siðferðisstöðu fósturvísis. Út frá svörum voru þátttakendur flokkaðir í þrjá hópa (samanber mynd 1), en þeirri flokkun hefur áður verið lýst í Læknablaðinu (3). Svarliður (a) samrýmist persónu- viðhorfi, liður (b) lífverndunarviðhorfi og liður (c) sérstöðuviðhorfi. Meirihluti svarenda (62%) hallað- ist að sérstöðuviðhorfi, sem leggur áherslu á að fóst- urvísir hafi sérstöðu umfram aðra frumuklasa án þess þó að siðferðisstöðu hans sé skipað jafnhátt og sið- ferðisstöðu manneskju. Meirihluti þeirra sem aðhylltust lífverndunarvið- horf voru prestar, eða 41% svarenda úr þeirri stétt (p<0,001 borið saman við lækna og p<0,001 borið saman við lögfræðinga) (mynd 2). Samanborið við aðrar stéttir var persónuviðhorf mest áberandi meðal lögfræðinga (p<0,05 borið saman við lækna og p<0,01 borið saman við presta) og sérstöðuviðhorf meðal lækna (p<0,05 borið saman við lögfræðinga og p<0,01 borið saman við presta). Munur milli kynja var ekki marktækur (M-H: p<0,l). Tilhneigingin reyndist þó vera að karlar að- hylltust frekar persónu- og lífverndunarviðhorf en konur sérstöðuviðhorf. Af þeim körlum sem tóku undir með lífverndunarsjónarmiðinu voru hins vegar 70% prestar. Þegar svör voru greind eftir aldri kom í ljós að því yngri sem þátttakendur eru því líklegra er að þeir aðhyllist sérstöðuviðhorf. Er notkun á stofnfrumum úr fósturvísum/fóstrum til lœkninga réttlœtanleg? Tæp 8% þátttakenda töldu ekki réttlætanlegt undir neinum kringumstæðum að notaðar séu stofnfrumur úr fósturvísum/fóstrum til lækninga (mynd 3). Rúm 59% álitu hins vegar að réttlætanlegt væri að nota stofnfrumur úr fósturvísum sem verða afgangs við glasafrjóvganir og/eða úr fóstrum í tengslum við fóst- Tafla 1. Þátttaka og svarhlutföll samkvæmt starfsstéttum (kynjaskipting í sviga, karlkvn/kvenkyn). Spurningalistar Læknar Lögfræöingar Prestar Samtals Sent 300 300 169 769 (150/150) (150/150) (129/40) (429/340) Póstur endursendur 16 7 1 24 (11/5 ) (3/4) (0/1) (14/10) Svörun 114 94 82 290 (59/55) (41/53) (59/23) (159/131) Svarhlutfall % 40,1 32,1 48,8 38,9 (42,2/37,9) (27,9/36,3) (45,7/59,0) (38,3/39,7) 20,4 17,6 62 0 10 20 30 40 50 60 70 Mynd 1. Siðferðisstöðu fósturvísis skipt íþrjú meginsvið a) persónuviðhorf b) lífverndunarviðhorf og c) sér- stöðuviðhorf og afstaða þátttakenda til þeirra. a. Fósturvísir er ekki ein- ungis líjvera eða frumu- klasi heldur smœsta form manneskju og hefurþví siðferðilegt gildi sem manneskja. b. Fósturvísir hefur ekki nein auðkenni manneskju heldur er hann lítið annað en frumuklasi og nýtur þar afleiðandi ekki sið- ferðisréttar umfram önnur slík lífform. c. Fósturvísir er sannar- lega ekki meira en frumu- klasi, en hefur táknrœnt gildi sökum möguleikans til að verða að manneskju og þar afleiðandi siðferð- islega stöðu umfram aðra frumuklasa. 100 90 80 70 60 50 40 30 20- 10- 0 Sérstööuviöhorf □ Persónuviöhorf Lífverndunarviöhorf Læknar Lögfræöingar Prestar ureyðingar/fósturlát (samanlagðir liðir b, c og d). Flestir þeirra sem töldu notkun á stofnfrumum úr fósturvísum/fóstrum aldrei réttlætanlega voru prest- ar (13% presta) en munur er ekki marktækur. Viðhorf til framleiðslu fósturvísa í þeim eina til- gangi að nota stofnfrumur þeirra til lækninga (liður e, mynd 3) voru mismunandi eftir stéttum. Um 44% lögfræðinga álitu slíka framleiðslu réttlætanlega á meðan 19% presta voru sama sinnis (p<0,001). Læknar skipuðu sér þar á milli (35%). Munur var einnig kynbundinn þar sem 38% karla tóku þessa afstöðu en 27% kvenna (M-H: p<0,01). Mynd 2. Afstaða þátttak- enda eftir starfsstéttum til siðferðisstöðu fósturvísis. Læknablaðið 2003/89 501
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.