Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR I VANDA aðsetur. Upplýsingar um neyslu tóbaks, áfengis og vímuefna síðustu þrjá til sex mánuði eru skráðar, ástæður komu og loks almennar upplýsingar við brottför, það er fjöldi gistinátta, dagsetning brottfar- ar, næsti dvalarstaður og með hvaða hætti unglingur yfirgefur athvarfið. Starfsmenn öfluðu ofangreindra upplýsinga og skráðu þær að unglingi ásjáandi. Þeim upplýsingum sem komu fram síðar var þá bætt við skráningu. Munur milli hópa var metinn með kí-kvaðrat prófi. Tölfræðilega marktækur munur var talinn við p<0,05. Niðurstöður A bak við 686 færslur voru 318 ungmenni (206 heim- anfarnir, 84 heimanreknir og 28 heimilislausir) sem komu einu sinni á tímabilinu. I 368 færslum var um endurkomu að ræða. Á bak við þær færslur voru 281 ungmenni (156 heimanfarnir, 45 heimanreknir og 80 heimilislausir) sem komu tvisvar eða oftar á tímabil- inu, eða höfðu komið til dvalar í athvarfinu fyrir árið 1996. Þegar allar færslur eru taldar og fjöldi endur- kvæmra borinn saman við fjölda frumkvæmra eftir hópum, sést að hlutfall endurkvæmra er langhæst, eða 74% af skráðum komum, í hópi heimililausra (tafla I). í hópi heimanfarinna sem komu einu sinni í. at- hvarfið var kynskipting jöfn, en meðal endurkvæmra voru 103 piltar og 53 stúlkur. Meðal frumkvæmra í hópi heimanrekinna voru 45 piltar og 39 stúlkur og endurkvæmir töldust 29 piltar á móti 16 stúlkum. í hópi frumkvæmra heimilislausra voru 16 piltar og 12 stúlkur. Endurkvæmir í þessum hópi skiptust í 50 pilta og 30 stúlkur (tafla I). Meðalaldur heimanfarinna sem komu einu sinni á tímabilinu var 16,2 ár en þeirra sem komu oftar 16,7 ár. Hjá heimanreknum var meðalaldur frumkvæmra 16,4 ár en endurkvæmra 16,8 ár. Meðalaldur heimilis- lausra unglinga sem komu einu sinni var 17,9 ár en hinna sem komu oftar 17,1 ár. Flestir gesta neyðarathvarfsins komu af höfuð- borgarsvæðinu, en hæst var hlutfall þeirra í hópi heimanrekinna (tafla I). Foreldrar unglinganna sem gistu Rauðakrosshús- ið voru í fæstum tilfellum í sambúð (tafla II). Heimil- islausir skera sig úr þar sem einungis 11% þeirra áttu foreldra í sambúð. Rúmur þriðjungur heimanfarinna og heimanrek- inna ungmenna, en yfir 70% heimilislausra, var iðju- laus við komu í athvarfið (tafla II). Meðal heimilis- lausra var ekki marktækur munur milli kynja, en í hópi heimanfarinna voru um 54% pilta iðjulausir og um 30% stúlkna (x2 (2,206) = 22,5; p<0,0001). Meðal heimanrekinna var munur milli kynja í sömu átt, rúm 60% pilta voru iðjulausir en sama hlutfall stúlkna var um 27% (X2 (2,84) = 10,4; p<0,001). Iðjuleysi var algengara meðal endurkvæmra en Tafla I. Frumkvæmir og endurkvæmir unglingar innan hópanna og skipting frum- kvæmra eftir kyni og uppruna. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir N % N % N % Frumkvæmir 206 (57) 84 (65) 28 (26) Endurkvæmir 156 (43) 45 (35) 80 (74) Piltar 103 (50) 39 (46) 16 (57) Stúlkur 103 (50) 45 (54) 12 (43) Höfuöborgarsvæöiö 140 (69) 73 (88) 19 (76) Landsbyggöin 64 (31) 10 (12) 6 (24) Tafla II. Hlutfall unglinga með tilliti til sambúöar- mynsturs foreldra, iðju og skólagöngu. Heiman- farnir % Heiman- reknir % Heimilis- lausir % Samband foreldra I sambúö 30 36 ii* Ekki í sambúö 64 57 71 Annaö eða bæði látin 6 7 18* löja Ekkert 37 39 72** í skóla 43 34 7** í vinnu 20 27 21 Skólaganga 1 skyldunámi 37 30 8** Skyldunámi lokið 43 52 88** Skyldunámi hætt 8 11 4 í framhaldsnámi 12 6 - *p<0,05 **p<0,001 frumkvæmra í hópum heimanfarinna (X2 (1,362) = 23,6; p<0,001) og heimanrekinna (X2 (1,129) = 8,5; p<0,005). Munur frum- og endurkvæmra í hópi heim- ilislausra var ekki metinn þar sem væntigildi var und- ir mörkum í yfir 20% tilvika. Munur á skólagöngu milli heimilislausra annars vegar og heimanfarinna og -rekinna hins vegar (tafla II) skýrist líklega helst með aldursmuni milli hóp- anna (F(l,315) = 32,2; p<0,0001) þar sem meðalaldur heimilislausra er 17,2 ár en hinna hópanna 16,3 ár. Þegar borin var saman námsstaða milli kynja innan hópanna kom fram munur í hópi heimanfarinna. Um helmingi fleiri stúlkur en piltar voru í skyldunámi eða framhaldsskóla en tæp 12% pilta á móti tæpum 4% stúlkna höfðu hætt skyldunámi (X2 (4,206) = 23,4; p<0,0001). Munur var á frum og endurkvæmum í öllum hóp- unum þegar skoðað var hve margir hættu skyldu- námi. í hópi heimanfarinna höfðu tæp 20% endur- kvæmra hætt skyldunámi en meðal frumkvæmra var hlutfallið 7,8% (X2 (4,206) = 23,3;p<0,001). Hjá heim- anreknum var þetta hlutfall um 11 % frumkvæmra og rúm 16% endurkvæmra (X2 (1,129) = 4,3; p<0,005). Meðal heimilislausra höfðu tæp 4% frumkvæmra, en rúmur fjórðungur endurkvæmra hætt skyldunámi (X2 (1,108) = 6,4; p<0,005). Læknablaðið 2003/89 509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.