Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR í VANDA sjá að skráðum komum í neyðarathvarf Rauðakross- hússins hefur fjölgað. Á fyrstu tíu árum starfseminn- ar voru skráðar 927 komur í athvarfið, eða að meðal- tali um 102 á ári. I þessari rannsókn voru skráðar að meðaltali rúmar 136 komur (skráðar færslur, ekki einstaklingar) á ári. Hér er um 30% aukningu í gesta- komum að ræða. I fyrri rannsókn (1) voru foreldrar um þrjátíu af hundraði heimanfarinna og heimanrekinna í sam- búð. Engin breyting virðist hafa orðið þar á. í hópi heimilislausra er hlutfall foreldra í sambúð hins vegar lægra hér (10,7%) en í eldri rannsókninni (16%). Þessar niðurstöður benda til þess að í stjúpfjölskyld- um og fjölskyldum þar sem aðeins annað foreldrið (yfirleitt móðir) er til staðar séu árekstrar tíðari eða tengsl við ungling lausari en í fjölskyldum þar sem foreldrar eru í sambúð (2,14). Iðjuleysi var algengt í öllum þremur hópunum. Miðað við niðurstöður eldri rannsóknar (1) er hins vegar jákvæð þróun í skólamálum unglinga sem leita í athvarfið. I þeirri rannsókn hafði fjórðungur heim- anfarinna og heimanrekinna, en um 41% heimilis- lausra hætt skyldunámi. Samkvæmt skráningum árin 1996-2000 hafa þessi hlutföll breyst töluvert til hins betra. Hins vegar er ekki hægt að sjá tilsvarandi hækkun milli tímabila á hlutfalli þeirra sem stunda framhaldsnám. Auknar líkur virðast á brotthlaupi og áfengis- og/eða fíkniefnaánetjun hjá unglingum sem flosna úr námi vegna félagslegra erfiðleika og einnig eru þeir líklegri til að fara endanlega, eða oftar en einu sinni, að heiman (11). Heimilislausir skera sig úr hvað varðar iðjuleysi, (71,4%), en hlutfall þeirra er einmitt hærra hvað varðar neyslu vímugjafa og end- urkomur í neyðarathvarfið sem bendir vafalítið til meiri félagslegra örðugleika en unglingar í hinum hópunum búa við. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að Rauða- krosshúsið sé ekki fyrsti staðurinn sem meirihluti unglinganna leitar hjálpar. Flestir höfðu verið í sam- bandi við félagslegar stofnanir eða sérfræðinga í einkageiranum fyrir komu í athvarfið. Virðist því sem stór hluti unglinga í þessum hópum eigi við atferlis-, náms- eða geðraskanir að stríða og er það í samræmi við niðurstöður rannsókna (1,13). Neysla áfengis er algeng meðal unglinganna sem leituðu í athvarfið, en virðist þó hafa minnkað frá því sem fram kom í eldri rannsókn (1). Neysla fíkniefna hefur hins vegar ekki minnkað og virðist raunar hafa aukist meðal heimilislausra (68%). í helmingi skrán- inga heimilislausra og í 27% skráninga heimanrek- inna er eigin neysla tilgreind sem ein af ástæðum komu. Þetta er í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl fíkniefnaneyslu og brotthlaups að heiman (13,14). Algengasta ástæða komu heimanfarinna og heim- anrekinna er „samskiptaörðugleikar“ á heimili og er það í samræmi við niðurstöður rannsókna (1-3). Heim- það í samræmi við niðurstöður rannsókna (1-3). Heim- anfamir skera sig úr hvað varðar ástæðuna „ofbeldi" og eru það frekar stúlkur en piltar sem verða fyrir því. Sú niðurstaða er í samræmi við eldri rannsóknir (10). Heimilislausir skera sig úr hvað varðar ýmis ein- kenni og staða þeirra virðist öllu slakari en heiman- farinna og heimanrekinna. Sú mynd af heimilislaus- um sem birtist í þessum niðurstöðum er nánast hin sama og dregin er upp í rannsókn Helga Hjartarson- ar og Eiríks Arnar Arnarsonar (1). Þar sem skilgrein- ingin á heimilislausum unglingi felur í sér lítil eða engin tengsl við foreldra og fjölskyldu má ætla að vandamál hans snúist að miklu leyti um aðra hluti en vandamál heimanfarins eða -rekins unglings. For- eldrar og fjölskylda virðast oftast í myndinni hjá þess- um hópum, meðan vandi heimilislausra snýst meira um að komast af frá degi til dags. Miðað við hlutfall heimanfarinna sem sóttu skóla, 18,4% pilta og 48,3% stúlkna, og þeirra sem hætt höfðu skyldunámi, 11,7% pilta og 3,9% stúlkna, eiga heimanfarnir piltar frekar undir högg að sækja í skólamálum en stúlkurnar. Iðjuleysi er líka algengara meðal piltanna en stúlknanna. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður eldri rannsókna (11). Samkvæmt ofangreindu virðist mega segja að karlkyns ungmenni sem leita í neyðarathvarf Rauða- krosshússins séu oft verr á vegi staddir en stúlkur með tilliti til skólamála og neyslu vímu og/eða fíkni- efna, að minnsta kosti í hópum heimanfarinna og -rekinna. Stúlkur virðast hins vegar oftar sjá sam- skiptaörðugleika í fjölskyldu sem rót vanda síns, þó kynjamunur sé einungis marktækur tölfræðilega í hópi heimanfarinna. Ekki kemur á óvart að unglingar sem hlaupast endurtekið að heiman virðast eiga í alvarlegri per- sónulegum og félagslegum vanda en þeir sem ekki endurtaka brotthlaup (11, 12). Þeim gengur verr í skóla, bæði námslega og félagslega og stjórnleysi ein- kennir hegðun þeirra (12,13). Reykingar virðast tíð- ari meðal endurkvæmra en frumkvæmra í öllum hóp- um, en aðeins í hópi heimanfarinna er um tölfræði- lega marktækan mun að ræða. Endurkvæmir eru einnig líklegri til að nota ólögleg fíkniefni en munur milli frum- og endurkvæmra var þó aðeins marktæk- ur í hópi heimanfarinna. Endurkvæmir tilgreindu lfka oftar en frumkvæmir vímuefnaneyslu sem ástæðu komu, en munur var þó ekki mikiil (19,9% á móti 12,1%). Aðstæður þeirra unglinga sem fóru endurtekið að heiman og í neyðarathvarfið virðist öllu verri en þeirra sem aðeins komu einu sinni í athvarfið. Sú mynd sem draga má upp hér af unglingum sem end- urtaka brotthlaup samræmist nokkuð vel skilyrðum DSM IV (6) um skilmerki fyrir truflun á félagslegu atferli með tilliti til tengsla við annað félagslega óæskilegt atferli, svo sem áfengis- og dópneyslu. Lýs- ing Ingersolls (7) á rótlausum unglingum, sem eiga í Læknablaðið 2003/89 511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.