Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 73
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI
Lyfjamál 115
Læknar COX?
Gífurleg aukning kostnaðar vegna bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja (M01A)
Fyrsta lyfið í flokki cox-2 hemjara (MOl AH Coxíb)
fékk markaðsleyfi hér á landi árið 2000. Síðan hafa
þrjú önnur bæst við og má segja að þessi lyf hafi sleg-
ið rækilega í gegn. Notkun eldri lyfja hefur þó ekki
minnkað, própíónsýruafleiður (íbúprófen, naprox-
en, ketóprófen) hafa meira að segja aukist líka. Sölu-
verðmæti bólgueyðandi lyfja var 570 milljónir króna
á síðasta ári og hafði vaxið úr 194 m.kr. árið 1992.
Hlutur coxíb-lyfjanna á síðasta ári var 205 m.kr. eða
36% af verðmæti. Meðalverð dagskammts er þrisvar
til fjórum sinnum hærra en eldri lyfja, til dæmis íbú-
prófens og naproxens.
A meðan vinir okkar á Norðurlöndum, sem fengu
þessi lyf á markað nokkru fyrr en við, eru nú komnir
í sjö til átta skilgreinda dagskammta (DDD) á hverja
1000 íbúa á dag af coxíb-lyfjum, erum við komin yfir
18 dagskammta. Það þýðir að um 2% landsmanna
nota coxíb-lyf daglega alla daga ársins. Eigum við
virkilega að trúa því að nauðsynlegt sé að við notum
nú hlutfallslega 120% meira af þessum lyfjum en ná-
grannar okkar? Getum við ekki notað sameiginlega
fjármuni okkar til einhvers skynsamlegra?
Hér höfum við enn eitt dæmið um nokkurt bráð-
læti okkar þar sem vitað er að coxíb-lyfin gefa engu
betri árangur en eldri lyf nema að vera hugsanlega
betri kostur í þeim tilfellum þar sem sjúklingar hafa
sögu um sármyndun í meltingarfærum af völdum
bólgueyðandi lyfja (NSAID) (1,2).
Ennfremur hafa komið fram vísbendingar um að
meiri hætta sé á alvarlegum aukaverkunum á hjarta
af völdum coxíb-lyfja þó svo það sé ekki endanlega
sannað (3). A meðan staðan er enn þannig er full
ástæða til að gæta fyllstu varúðar og hugsa sig vel um
áður en nýja lyfið er prófað.
Institut for rationel farmakoterapi (IRF) í Dan-
mörku og Statens beredning för medicinsk utredning
(SBU) í Svíþjóð eru samdóma um að mæla ekki með
cox-2 hemjurum sem „rútínu“-meðferð.
Eggert Sigfússon
Milljónir króna söluverðmæti
CNCO^IDCOí^-OOOOtHCN
0)000)00070)000
ooooooooooo
tHtHtHtHtHt-It-IvHCNCNCN
□ MOIAX □ MOIAE | MOIAB
Önnur bólgueyöandi lyf Própíónsýru- Ediksýruafbrigöi
og gigtarlyf afleiöur og skyld efni
□ MOIAH □ MOIAC
Coxlb Oxíkamafbrigöi
Heimildir
1. CLASS study. JAMA 2000; 284: 1247-55.
2. VIGOR study. N Engl J Med 2000; 343:1520-8. Höfundur er deildarstjóri
3. Risk of cardiovascuiar events associated with selective COX-2 í Heilbrigðis- og
inhibitors. JAMA 2001; 286: 954-9. tryggingamálaráðuneyti.
Læknablaðið 2003/89 545