Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2003, Page 40

Læknablaðið - 15.06.2003, Page 40
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR I VANDA erfiðleikum við að uppfylla kröfur samfélagsins um ástundun skóla eða vinnu og lenda snemma í erfið- leikum með áfengi og dóp, virðist líka eiga hér sam- svörun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru sam- skiptaörðugleikar áberandi ástæða brotthlaups meðal þeirra unglinga sem teljast heimanfarnir og heiman- reknir. Skráningar gefa ekki færi á að greina hvernig samskiptaörðugleika er um að ræða; hvort samskipt- in hafi verið slæm um langa hríð, hvort þau tengjast beint hegðun unglings, hvort þau einkennast af rifr- ildum eða afskiptaleysi, útskúfun og svo framvegis. Ef unnt væri að greina betur í hverju samskiptaörð- ugleikar eru fólgnir má ætla að auðveldara væri að skipuleggja viðbrögð. Iðjuleysi og neysla ólöglegra fíkniefna er töluvert áberandi meðal unglinganna, sérstaklega í hópi heimilislausra. Fáir unglingar raðast í hóp heimilis- lausra en þeir koma hins vegar frekar oftar en einu sinni í athvarfið en unglingar í hinum hópunum. Lík- legt er að heimilislaus unglingur hafi hafið „feril“ sinn sem heimanfarinn eða heimanrekinn. Þegar litið er á hversu algengt iðjuleysi er meðal unglinganna, hversu fáir þeirra halda áfram námi eftir grunnskóla, hversu margir hafa þurft meðferð vegna hegðunar- eða geðraskana og þess að fíkniefnaneysla er algeng- ari þeirra á meðal en annarra unglinga á Islandi er ljóst að samhengi er milli þessarar hegðunar og sam- skiptaörðugleika á heimili. Áhugavert væri að skoða hversu vel meðferðarform stofnanna á íslandi sinnir þörfum fjölskyldu þess unglings sem meðferð þiggur, ekki síst með tilliti til eftirfylgni. Rauðakrosshúsið hefur sinnt hlutverki sínu sem neyðarathvarf fyrir ungmenni sem ekki hafa í önnur hús að venda í rúm 17 ár. Um þau ungmenni sem hafa nýtt sér þjónustuna liggja fyrir upplýsingar sem vert er að rannsaka og svo hefur verið gert hér frá tilteknu sjónarhorni. Komum í athvarfið hefur fjölgað tölu- vert umfram það sem eðlilegt mætti teljast með tilliti til fólksfjöldaaukningu og vert er að huga að ástæð- um þess í náinni framtíð með tilliti til samfélagslegra þátta ýmissa. Þær upplýsingar í gögnum athvarfsins um þann hóp unglinga sem fer að heiman, er rekinn að heiman og í versta falli nánast slítur öll tengsl við foreldra og fjölskyldu eru nýtanlegar til glöggvunar á stöðu unglinga í samfélaginu og ekki síður sem leið- beiningar um hvað hugsanlega megi betur fara í við- brögðum samfélagsins, þar á meðal Rauðakrosshúss- ins, við vaxandi vanda. Heimildir 1. Hjartarson H, Arnarson EÖ. Heimanfarnir, heimanreknir og heimilislausir unglingar á íslandi. Úttekt á fyrstu 10 starfsárum Rauðakrosshússins. Læknablaðið 2000; 86: 33-8. 2. Þór ÓH, Sigurðsson E. Rauðakrosshúsið í 10 ár. 10 ára skýrsla um Rauðakrosshúsið frá opnun þess 14. desember 1985 til ársloka 1995.1996; Reykjavík: Rauðikross íslands. 3. Adams GR, Gullotta T, Clancy MA. Homeless adolescents: a descriptive study of similarities and differences between runaways and throwaways. Adolescence 1985; 21: 715-23. 4. Regoli RM, Hewitt JD. Delinquency in society: A childcen- tered approach. New York: McGraw-Hill, 1991. 5. Steinberg L. Adolescence. 4th ed. New York: McGraw Hill, 1996. 6. American Psychiatric Association. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders. 4th ed (DSM-IV). Washington DC: American Psychiatric Association, 1994. 7. Ingersoll GM. Adolescents. 2nd ed. New Jersey: Prentice Hall, 1989. 8. Whitbeck LB, Hoyt DR, Ackley KA. Abusive family backgrounds and later victimization among runaway and homeless adolescents. J Res Adolescence 1997; 7: 375-92. 9. Kurtz PD. Kurtz GL, Jarvis SV. Problems of maltreated run- away youth. Adolescence 1991; 26: 543-55. 10. Terrel NE. Street life: Aggrevated and Sexual Assaults among Homeless and Runaway Adolescents. Youth Soc 1997; 28:267- 90. 11. Barwick MA, Siegel LS. Leaming difficulties in adolescent clients of a shelter for runaway and homeless street youths. J Res Adolescents 1996; 6: 649-70. 12. DeMan AF. Predictors of adolescent running away behavior. Soc Behav Personal 2000; 28: 261-8. 13. Kipke MD, Unger JB, Palmer RF, Edington R. Drug use, needle sharing and HIV risk among injection drug-using street youth. Subst Use Misuse 1996; 31:1167-87. 14. Sleegers J, Spijker J, van Limbeek J, van Engeland H. Mental health problems among homeless adolescents. Acta Psychiatr Scand 1998; 97:253-9. Andrés Magnússon. Breska læknafélagið verðlaunar fræðirit um geðheilbrigðisfræði í ritstjórn íslensks læknis Árið 2001 gaf breska bókaforlagið Oxford Univer- sity Press út yfirlitsritið Seasonal Affective Disorder - Practice and Research. Bókinni er ritstýrt af tveim- ur geðlæknum, Tino Partonen og Andrési Magmis- syni. Skrifa þeir einnig valda kafla í bókinni. Bók þeirra Andrésar og Partonens hlaut síðan fyrstu verðlaun í árlegri samkeppni Breska lækna- félagsins sem besta bók ársins 2002 á sviði geðheil- brigðisfræði. Bókin hefur hlotið ágætar viðtökur fjölmiðla en fjallað hefur verið um hana á jákvæð- an hátt í British Journal of Psychiatry, BMJ, Lan- cet og fleiri tímaritum. 512 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.