Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 17

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 17
FRÆÐIGREINAR / BRISKIRTILSBÓLGA Table I. Age and sex distribution of the 50 patients diagnosed with acute pancreatitis. Age groups (years) No Sex M : F* < 20 2 2 : 0 20-29 1 0 : 1 30-39 2 1:1 40-49 11 8 : 3 50-59 7 4 : 3 60-69 6 1 : 5 70-79 15 9 : 6 80-89 6 2 : 4 * Male : Female. sjúklinganna (karlar 17 og konur 14) voru að leggjast inn með sína fyrstu bráðu briskirtilsbólgu. A Landspítala Fossvogi greindust 34 sjúklingar (14 karlar og 20 konur) með bráða briskirtilsbólgu á rannsóknartímabilinu sem höfðu búsetu á Suðvestur- landi. Tuttugu og níu sjúklingar (karlar 10 og konur 19) fengu í fyrsta sinn bráða briskirtilsbólgu. Einn sjúklingur lagðist inn á bæði sjúkrahúsin á tímabilinu. Nýgengi Heildarfjöldi sjúklinga með greininguna bráð bris- kirtilsbólga á Suðvesturlandi á rannsóknartímabilinu var 75 (karlar 37 og konur 38) og fjöldi sjúklinga með fyrsta kast bráðrar briskirtilsbólgu var 60 (karlar 27 og konur 33). Meðaltal íbúafjölda á rannsóknartíma- bilinu var 185.683 (karlar 91.808 og konur 93.875). Áætlað nýgengi fyrir fyrsta kast bráðrar briskirt- ilsbólgu á Suðvesturlandi var 32,3/100.000 íbúa/ár (95% öryggismörk: 24,1 til 40,3); fyrir karla 29,4 og konur 35,2. Áætlað nýgengi fyrir bráða briskirtilsbólgu, þar með talið fyrir þá sem áður höfðu fengið bráða bris- kirtilsbólgu var 40,4/100.000 íbúa/ár (95% öryggis- mörk: 31,3 til 49,5); fyrir karla 40,3 og konur 40,5. Orsakir Orsakir reyndust vera gallsteinar hjá 21 sjúklingi (42%), áfengi hjá 16 sjúklingum (32%), aðrar mögu- legar orsakir 12 (24%) og hjá einum sjúklingi (2%) var orsökin óþekkt. Af þeim 12 sem höfðu áður feng- ið briskirtilsbólgu höfðu 9 briskirtilsbólgu af völdum áfengis (tafla II). I töflu III sjást hverjar aðrar mögulegar orsakir voru. Pau lyf sem um var að ræða voru morfínlík sambönd í þremur tilvika, irinotecan og súlfa í sitt hvoru tilviki. Aðgerðaorsakirnar voru kransæðahjá- veituaðgerð og ristilbrottnám. Alvarleg sýking af völdum Campylobacter jejuni var talin vera orsökin hjá einum sjúklingi. Þegar litið er á aldursdreifingu hópsins sést að hún er tvítoppa (tafla I), fyrri toppurinn eru aðallega ung- ir karlmenn þar sem orsökin var áfengi en sá seinni aðallega konur með briskirtilsbólgu af völdum gall- steina. Table II. Aetiology ofacute pancreatitis: age ofpatients, sex and mortality. Data are no (%) ofpatients except where otherwise stated. Causes Total Previous pancreatitis Admitted more than once Age (years)' M: P' Mortality Gallstones 21 (42) i 2 71 (26-85) 9:12 i Alcohol 16 (32) 9 3 51 (19-80) 12:4 i Miscellaneous 13 (26) 2 1 53 (19-80) 6:7 0 and idiopathic Total 50 (100) 12 6 60 (19-85) 27:23 2(4) ' = Median (range). * = Male : Female. Table III. The 12 miscellaneous causes of acute pan- creatitis other than gallstones and alcohol. Causes No. Sex* Pharmacological agents 5 2 : 3 Operations 2 0 : 2 ERCP 1 1: 0 Pancreas divisum 1 1: 0 Infection 1 0 : 1 Hypercalcaemia 1 1 : 0 Lymphoma of the pancreatic head 1 1 : 0 * = Male : Female Table IV. Number of patients with acute pancreatitis who had APACHE II scores >9, Imrie scores >3, Ranson scores >3 and CRP concentrations >210 mg/L during the first 4 days or CRP >120 mg/L during the first week. APACHE II score £9 Ranson score £3 Imrie score £3 CRP >210 or >120 mg/L Causes (No) 46' 45’ 46' 47- Gallstones (21) 8 8 13 8 Alcohol (16) 4 5 5 5 Miscellenous and idiopathic (13) 3 4 5 3 Total (50) 15 17 23 16 ‘ No. of patients with available data. Miðgildi legutíma var 8 dagar (bil: 1-125). Legu- tími var lengstur fyrir sjúklinga með briskirtilsbólgu af öðrum orsökum en áfengi og gallsteinum eða 15 dagar (bil: 4-59). Fyrir sjúklinga þar sem gallsteinar voru orsök var legutíminn 9 dagar (bil: 2-125) en 6 dagar (bil: 1-41) fyrir sjúklinga þar sem áfengi var or- sök. Alvarleikastigun Hjá þeim 47 sjúklingum þar sem CRP var mælt höfðu 16 sjúklinganna (34%) CRP >210 mg/L á fyrstu fjór- um dögunum eða >120mg/L á fyrstu viku veikind- anna. Meðalgildi stigunar var samkvæmt APACHE-II 7,7 (bil: 0-25), Imrie 2,5 (bil: 0-6), Ranson 2 (bil: 0-6) og meðalgildi stigunar samkvæmt Balthazar-Ranson var 1,8 (bil: 0-8). Þeir sem höfðu briskirtilsbólgu af völdum gallsteina höfðu hæsta stig samkvæmt APACHE II. I töflu IV kemur fram hlutfall þeirra sjúklinga sem höfðu APACHE-II >9, Imrie >3, Ranson >3 og CRP>210 eða >120mg/L eftir því hver orsök briskirt- ilsbólgunnar var. Læknablaðið 2004/90 213

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.