Læknablaðið - 15.03.2004, Side 33
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR
einu staðalfráviki. Fjölþáttagreining (Stepwise back-
wards logistic regression analysis) var gerð með SPSS
tölfræðiforriti (12). Marktækur munur var skilgreind-
ur sem tvíhliða p-gildi minna en 0,05.
Niðurstöður
Samanburður á klínískum þáttum (tafla I): A rann-
sóknartímabilinu hefur orðið marktæk hlutfallsleg
aukning á sjúklingum með sykursýki sem koma í
kransæðavíkkun (mynd 1). í hópi sykursjúkra voru
hlutfallslega fleiri konur en karlar og einstaklingar
eldri en 65 ára en meðal þeirra sem ekki voru með
sykursýki. Meðalaldur sjúklinga með sykursýki var
einnig hærri en hjá þeim er voru án sykursýki (64 ± 10
á móti 62 ± 10 ár; p=0,002). Áhættuþættir fyrir æða-
sjúkdómum voru algengari hjá sjúklingunum með
sykursýki: fleiri þeirra reyktu, voru með háþrýsting
og hækkað kólesteról. Einnig var fyrri saga urn hjarta-
drep, opna hjáveituaðgerð og kransæðavíkkun al-
gengari hjá hinum sykursjúku. Hlutfallslega fleiri
þeirra voru líka greindir með hvikula hjartaöng og
þriggja-æðasjúkdóm á kransæðamynd en sjúklingar
án sykursýki.
Tœknilegir þœttir við kransœðavíkkun (tafla II):
Hlutfallslega fleiri sjúklingar með sykursýki fóru í
hálfbráða víkkun eða áhlaupsvíkkun beint í kjölfar
kransæðamyndatöku en sjúklingar án sykursýki.
Bráð kransæðavíkkun hjá sjúklingum með ST-hækk-
unar kransæðastíflu var jafn algeng hjá hópunum.
Víkkun á bláæðagræðlingum var algengari hjá sykur-
sjúkum en öðrum sjúklingum, en víkkun á innan-
brjóstveggs slagæðagræðlingi eða aðalstofni vinstri
kransæðar var jafn algeng hjá þessum sjúklingahóp-
um. Nokkru algengar var að þrengsli í tveimur æðum
væru víkkuð hjá sjúklingum með sykursýki, en eng-
inn þeirra fór í víkkun á þremur æðum. Notkun stoð-
neta var sambærileg hjá sjúklingum með og án sykur-
sýki, en gjöf glýkóprótein Ilb/Illa blóðflöguhamla
var nokkru tíðari hjá hinum sykursjúku (p=0,08).
Frumárangur og fylgikvillar við kransœðavíkkun
(tafla III): Frumárangur við kransæðavíkkun var jafn
góður hjá sjúklingum með sykursýki og öðrum. Tíðni
bráðra hjáveituaðgerða vegna fylgikvilla við víkkun
var sambærileg hjá sjúklingum með og án sykursýki.
Hjartadrep í tengslum við víkkunaraðgerð, greint
sem marktæk hækkun á kreatínkínasa (CK og CK-
MB), var fátíðari hjá hinum sykursjúku. Af 18 sjúk-
lingum sem létust í sjúkrahúslegu eftir víkkun (0,4%),
fóru fjórir í bráða kransæðavíkkun eftir hjartastopp
og tveir að auki voru í lostástandi. Dánartíðni í
sjúkrahúslegu eftir kransæðavíkkun reyndist hlut-
fallslega hærri hjá sjúklingum með sykursýki borið
saman við aðra sjúklinga. I fjölþáttagreiningu voru
marktækir spáþættir fyrir dauða í sjúkrahúslegu: Bráð
Table II. Procedural chamcteristics of patients undergoing PCI.
Diabetics n (%) Non-diabetics n(%) Total n(%)
Number of patients 377 (8.5) 4058 (91.5) 4435 (100)
Elective PCI 182 (48) 2150 (53) 2332 (53)
Subacute PCI 177 (47)* 1660 (41) 1837 (41)
Acute PCI 12 (3.2) 181 (4.5) 193 (4.4)
Serial PCI 4 (1.1) 45 (1.1) 49 (1.1)
Ad hoc PCI 153 (41)* 1390 (34) 1543 (35)
Primary PCI in acute Ml 10 (2.7) 134 (3.3) 144 (3.2)
Salvage PCI 2 (0.5) 15 (0.4) 17 (0.4)
PCI on restenosis 50 (13.3) 440 (10.8) 490 (11.0)
PCI on veingrafts 20 (5.3)** 105 (2.6) 125 (2.8)
PCI on LIMA 1 (0.03) 15 (0.4) 16 (0.4)
PCI on main stem 6 (1.6) 43 (1.1) 49 (1.1)
Rotablation 8 (0.2) 34 (0.2) 42 (0.9)
Cutting balloon Number of vessels treated: 10 (2.7) 67 (1.7) 77 (1.7)
One vessel 317 (84) 3497 (86) 3814 (86)
Two vessels 60 (16) 533 (13) 593 (13)
Three vessels 0 (0) 28 (1) 28 (1)
Stents 202 (54) 2073 (51) 2275 (51)
GP llb/llla drugs 44 (11.7) 364 (9.0) 408 (9.2)
Glycoprotein = GP, left internal mammary artery = LIMA, myocardial infarction = Ml, percutaneous coronary
intervention = PCI. * = p <0.05, ** = p <0.01, *** = p <0.001.
All other statistical comparisons are not significant.
Table III. Success and complications after PCI.
Diabetics n (%) Non-diabetics n (%) Total n (%)
Number of patients 377 (8.5) 4058 (91.5) 4435 (100)
Total success 349 (93) 3742 (92) 4091 (92)
Partial success 14 (3.7) 119 (2.9) 133 (3.0)
Incompleate/failed PCI 14 (3.7) 197 (4.9) 211 (4.8)
Acute CABG post PCI 2 (0.5) 30 (0.7) 32 (0.7)
Acute infarct post PCI 3 (0.8) 59 (1.5) 62 (1.4)
Haemopericardium post PCI 0 (0.0) 6 (0.15) 6 (0.14)
CK increase over 3 fold 4 (1.1)* 113 (2.8) 117 (2.6)
CK-mb increase over 3 fold 7 (1.9)* 164 (4.0) 171 (3.9)
Pseudoaneurysm at groin entry site 2 (0.5) 37 (0.9) 39 (0.9)
Pseudoaneurysm needing operation 0 (0) 17 (0.4) 17 (0.4)
Mortality post PCI or in hospital 4 (1.1)* 14 (0.3) 18 (0.4)
Coronary artery bypass grafting = CABG, creatinine kinase = CK, myocardial infarction = Ml, percutaneous
coronary intervention = PCI. * = p <0.05, ** = p <0.01, *** = p <0.001.
All other statistical comparisons are not significant.
kransæðavíkkun vegna ST-hækkunar hjartadreps,
fjöldi þrengdra kransæða, sykursýki og aldur, en fyrri
saga um hjartadrep hafði minna vægi. Greind blóð-
fituhækkun virtist hafa verndandi áhrif (tafla IV).
Umræða
Rannsókn þessi staðfestir að hér á landi er frumár-
angur kransæðavíkkana jafn góður hjá sykursjúkum
sem öðrum sjúklingum og helstu fylgikvillar eftir
víkkun voru ekki algengari hjá hinum sykursjúku.
Hins vegar reyndist sykursýki sjálfstæður áhættuþátt-
ur fyrir dauða í sjúkrahúslegu eftir víkkunaraðgerð.
Æðakölkun og áhœttuþœttir hjá sykursjúkum: Hlut-
fallslega fleiri af sjúklingunum með sykursýki í nú-
Læknablaðið 2004/90 229