Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA Inngangur Tíðahvörf kvenna verða þegar dregið hefur úr virkni eggjastokka þannig að hormónaframleiðsla nægir ekki til að örva vöxt legslímhúðar. Klínískt eru tíðahvörf greind 12 mánuðum eftir að blæðingar hætta (2). Þessu geta fylgt margvísleg óþægindi fyrir konur og einnig hefur minnkandi hormónaframleiðsla (estró- genframleiðsla) eftir tíðahvörf verið tengd aukinni áhættu á beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdómum. Hormónauppbótarmeðferð miðar að því að draga úr óþægindum kvenna vegna tíðahvarfa og hættu á beinþynningu. Hormón sem notuð eru í þessum til- gangi hafa einu nafni verið nefnd tíðahvarfahormón, en þau samanstanda af estrógenum sem gefin eru annaðhvort ein sér eða með prógestíni. Prógestínið er ýmist gefið í jöfnum skammti alla daga mánaðarins, kallast það samsett samfelld hormónameðferð, eða þá að prógestínið er gefið með estrógeninu einungis hluta úr mánuði (að minnsta kosti 10 daga), kallast það samsett kaflaskipt hormónameðferð. Samsett kaflaskipt hormónameðferð líkir í raun eftir tíðahring konunnar. Rannsóknir hafa sýnt að notkun á estrógeni einu og sér án þess að gefið sé prógestín með, annaðhvort samfellt eða kaflaskipt, hefur í för með sér tvöfalda til þrefalda aukningu í áhættu á frumubreytingum og krabbameini í legbolsslímhúð (3-5). Einnig hafa rann- sóknir sýnt aukna áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum sem hafa tekið tíðahvarfahormón og benda rannsóknir til að samsett hormónameðferð sé skæð- ari hvað þetta varðar en estrógen eingöngu og að áhættan aukist með lengri hormónanotkun (4-11). Hluti af bandarísku rannsókninni Women’s Health Initiative (WHI) á áhrifum samsettrar samfelldrar hormónameðferðar sem álti að standa yfir til 2005 var stöðvaður í j úlí2002 vegna þess að tíðni brjóstakrabba- meins hjá konum sem tóku hormón var komin fram úr öryggismörkum sem ákveðin voru í byrjun (12). í kjölfarið hefur umræða um notkun tíðahvarfahorm- óna aukist mjög og 2003 voru birtar niðurstöður hinnar bresku milljón kvenna rannsóknar sem sýndu einnig fram á aukna tíðni brjóstakrabbameins hjá konum sem tóku hormón (13). Áhættan var meiri fyrir þær sem tóku samsett hormón (kaflaskipt og samfelld meðferð) heldur en fyrir þær sem tóku aðrar gerðir hormóna. í þeim hluta WHI rannsóknarinnar sem var stöðvaður kom einnig í ljós að áhætta kvenna sem tekið höfðu samsett tíðahvarfahormón á hjarta- og æðasjúkdómum jókst (12) en ýmsar fyrri faralds- fræðilegar rannsóknir höfðu bent til verndandi áhrifa tíðahvarfahormóna hvað varðar hjarta- og æðasjúk- dóma (14). í millitíðinni höfðu komið rannsóknir sem sýndu ekki fram á neinn mun varðandi hjarta- og æðakerfið og þótti í samræmi við það ekki rétt að nota hormónameðferð sem annars stigs forvörn við hjarta- og æðasjúkdómum (15-17). Pað vakti því mikla athygli þegar birtust niðurstöður vel hannaðra rannsókna sem sýndu aukna áhættu á hjarta- og æða- sjúkdómum (12,18). í október 2002 gaf Landlæknisembættið út tilmæli til lækna um meðferð með tíðahvarfahormónum þar sem fram kemur að samsetta hormónameðferð eigi ekki lengur að nota sem forvörn eða sem með- höndlun á hjarta- og æðasjúkdómum og hvatt var til endurskoðunar á þeirri hormónameðferð sem konur voru á (19). í janúar 2003 gaf FDA (Food and Drug Administration, lyfja- og matvælaeftirlit) í Bandaríkjunum síðan út tilmæli um að viðvaranir um aukna áhættu á hjartaáföllum, heilablóðföllum, blóðtöppum og brjóstakrabbameini skyldu settar á umbúðir tíðahvarfahormóna (20). Við túlkun á niður- stöðum þessara rannsókna er þó rétt að geta þess að á íslandi og í Evrópu er notað hreint estradíól en ekki samtengda estrógenið premarín sem notað var í stóru bandarísku rannsóknunum (17). Einnig eru notuð önnur prógestín en þar var um að ræða. Fulltrúi FD A taldi þó að ekki væri ástæða til að halda að önnur hormónalyf væru hættuminni en þau sem notuð voru í nýlegum rannsóknum (20). Pessi rannsókn er sjálfstætt framhald rannsóknar sem gerð var á hormónauppbótarmeðferð á árabilinu 1979-1995 (1). Par voru notuð gögn úr Heilsusögu- banka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands en þar eru skráð svör k venna við spurningalistum þar sem meðal annars er spurt um notkun tíðahvarfahormóna. Mikil aukning varð á notkun hormóna á þessum árum og hafði hlutfall kvenna sem tóku hormón í langan tíma einnig aukist talsvert. í rannsókninni nú eru notuð gögn úr Heilsusögubankanum fyrir árabilið 1996-2001. Markmiðið er að kanna hvort breytingar hafi orðið á notkun hormóna á þessum árum, hvort breyting hafi orðið á hlutfalli samsettra hormóna miðað við estrógen eingöngu og hvort hlutfall kvenna sem tekur hormón í langan tíma hafi breyst. Einnig er gerður samanburður við fyrri rannsóknina og athugað hvort breyting hafi orðið á þessum þáttum miðað við tímabilið 1979-1995. I Ijósi aukinnar umræðu um tíðahvarfahormón og breyttra viðhorfa er áhugavert að taka saman notkun fyrir þetta fimm ára tímabil og er í framhaldinu fyrirhugað að gera samskonar rannsókn þar sem athuguð verður notkun á öðru fimm ára tímabili og niðurstöður þeirrar rannsóknar bornar saman við rannsóknina nú. Efni og aðferðir Notuð voru gögn úr Heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags fslands (1). Þar eru geymd svör kvenna við spurningalista um heilsufarssögu sem lagður er fyrir þær við mætingu í leit að krabbameini í leghálsi og bijóstum. Allar íslenskar konur á aldrinum 20 til 69 ára eru boðaðar í krabbameinsleit á tveggja ára fresti en þær svara spurningum um heilsusögu 472 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.