Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍFEYRISMÁL - Rætt við Þorkel Bjarnason formann stjórnar Lífeyrissjóðs lækna um þau áform að sameina sjóðinn Almenna lífeyrissjóðnum Þröstur Haraldsson Nú eru uppi raddir um að Lífeyrissjóður lækna sé orðinn of lítill og að rétt sé að huga að sameiningu hans við annan sjóð. Umræða um þetta hefur verið í gangi allt frá ársbyrjun 2003 þegar grípa varð til skerðingar á réttindum sjóðfélaga og lífeyrisþega um tæplega 10%. Umræðunni er ekki lokið en Þorkell Bjarnason formaður sjóðsstjórnar segir að gott væri að ákvörðun um sameiningu yrði tekin á næsta árs- fundi sem haldinn verður vorið 2005. Þarna gætu því orðið töluverð tíðindi og því þótti Læknablaðinu rétt að ræða við Þorkel um stöðu sjóðsins og sameining- arhugmyndirnar. Þorkell sagði að skerðing réttindanna sem kom í kjölfar þriggja magurra ára hjá sjóðnum hefði kveikl umræður um það hvort hægt væri að fyrirbyggja slíka atburði með því skipta sjóðnum upp í deildir. „Þá komumst við að því að sjóðurinn væri of lítill til þess að hægt væri að deildarskipta honum. Um sama leyti varð ljóst að rekstrarumhverfi lífeyris- sjóðanna var að breytast, vextir að lækka og framboð á ríkisskuldabréfum með föstum vöxtum að minnka. Meðalávöxtun sjóðsins undanfarin 10 ár hefur verið 5,6% og eina leiðin til að halda slíkri ávöxtun væri að fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Aðstæður á fjármála- mörkuðum hafa verið að breytast og síðast en ekki síst hefur íslenska krónan tekið upp á því að sveiflast, ekki bara niður eins og við þessir eldri þekkjum vel heldur einnig upp á við sem er alveg ný reynsla. Það segir sig sjálft að það hefur áhrif á eignastöðu sjóðsins þegar dollarinn hrynur úr rúmlega 100 krónum niður fyrir 70 eins og gerðist. Fleira hefur orðið til að breyta stöðu lífeyrissjóð- anna. Til dæmis hefur örorkubyrði margra sjóðanna verið að þyngjast þótt Lífeyrissjóður lækna hafi ekki fundið eins mikið fyrir því og aðrir sjóðir. Langlífi íslendinga hefur sem betur fer verið að aukast og það þrengir einnig að sjóðunum." Réttindin haldast óbreytt í þessari stöðu fer stjórn sjóðsins að líta í kringum sig eftir vænlegum kostum til sameiningar. Augun beindust fljótlega að Almenna lífeyrissjóðnum og segir Þorkell ýmsar ástæður vera fyrir því. „í fyrsta lagi er það sami aðilinn sem sér um rekst- ur beggja sjóðanna. í öðru lagi er stór hluti virkra félaga í Lífeyrissjóði lækna með séreignarsparnað sinn í Almenna lífeyrissjóðnum og í þriðja lagi er örorkubyrði sjóðanna mjög svipuð. Við þetta má bæta að sjóðirnir eru svipaðir um margt, okkar félags- menn eru þó tekjuhærri. Tryggingafræðileg staða sjóðanna er svipuð sem auðveldar þá aðgerð sem nauðsynlegt er að grípa til við sameiningu, sem sé að jafna réttindin.“ - Þá kemur að þeirri spurningu sem brennur á allra vörum: Munu réttindi sjóðfélaga breytast við sameininguna? „Verði sameiningin að veruleika munu sjóðfé- lagar halda þeim réttindum sem þeir hafa daginn sem hún kemur til framkvæmda. Breytingin hefur því engin áhrif á þá lækna sem komnir eru á eftirlaun og sáralítil á þá sem eru að nálgast starfslok. Yngri læknar þurfa hins vegar að hugsa sinn gang.“ Nú eru reglurnar þannig að mökum sjóðfélaga eru tryggð góð eftirlaun til æviloka en það mun breytast ef af sameiningu verður. I staðinn munu eftirlaun sjóðfélaga hækka í framtíðinni. Sjóðsstjórn heldur því fram að með þessu sé verið að færa réttindi sjóð- félaga nær þeim veruleika sem læknar búa við. Þegar reglurnar voru settar voru karlar í miklum meirihluta í læknastétt og algengasta mynstrið var að eiginkonur þeirra ynnu ekki úti. Þess vegna var eðlilegt að þeim væri tryggður góður makalífeyrir, ekki síst í ljósi þess að konur eru almennt langlífari en karlar. Nú horfir öðruvísi við. Konur eru orðnar mun fjölmennari í læknastétt og algengast að makar lækna vinni utan heimilis og skapi sér sinn eigin eftir- launarétt. Það er því ekki mikið vit í því fyrir konur í læknastétt að fórna möguleikanum á að hljóta hærri eftirlaun fyrir rétt á makalífeyri sem ólíklegt er að eiginmenn þeirra muni njóta. Með skerðingu maka- lífeyris munu örorkulífeyrisréttindi aukast, sérstak- lega hjá yngri læknum. Nú þurfa menn að hugsa Eins og staðan er núna eru heildarskuldbindingar sjóðsins í framtíðinni rúmlega 26 milljarðar. Þar af eru skuldbindingar vegna makalífeyris um 5,6 milljarðar, eða um það bil fimmtungur. Það er ekki verið að tala um að afnema makalífeyri með öllu heldur er gert ráð fyrir því að maki njóti lífeyris í hálft þriðja ár eftir andlát sjóðfélaga eða þar til yngsta barn nær 18 ára aldri. „Ef við hugsum okkur þrítugan lækni sem hefur rúmar 400 þúsund krónur í mánaðarlaun og greiðir 11% af launum sínum í sjóðinn til starfsloka. Að óbreyttu á hann rétt á 230 þúsund króna eftirlaunum 506 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.