Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐ 0 R Ð A PI STI L L 167 Heilsuvísir EyjóLFUR Þorkelsson, læknanemi, sendi fyrirspurn vegna hins samsetta, enska heitis health indicator. Hugtakið er notað í faraldsfræði um tiltekna heilsu- farsþætti sem gefa vísbendingu um heilbrigðisástand þýðis eða þjóðar. Meðal slíkra þátta má nefna dánar- tíðni, ungbarnadauða, ævilengd og fleira. Áskilið er að hver þáttur sé mælanlegur og að upplýsingar um hann megi birta á tölfræðilegan hátt. Hin mikla lækn- is- og líffræðiorðabók Wileys bendir á að sjúklegir þættir séu algengari sem mælikvarðar en þættir sem tákna góða heilsu. Iðorðasafn lækna birtir nafnorðið indicator og tilgreinir íslenska heitið litvísir. Er þá verið að vísa í efnafræðilegt fyrirbæri, efni sem breytir um lit við ákveðna efnabreytingu, til dæmis við breytt sýrustig. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir þýðing- arnar: 1. vísir. 2. mœlitœki, mœlir. 3. efnavísir, litvísir. 4. vísitegund. 5. vísibreyta. I orðasafni utanríkisráðu- neytisins má einnig finna nafnorðin vísbending og vísbendir. Þar fannst einnig heitið quality indicator sem á íslensku nefnist gæðavísir. Til samræmis við það leggur undirritaður til að health indicator nefnist heilsuvísir á íslensku. Scombroid poisoning Guðrún Sigmundsdóttir, smitsjúkdómalækir, sendi tölvupóst og greindi frá því að hún væri að fást við rannsókn á matareitrun sem nefndist á ensku scombroid poisoning og hefði ekki fengið íslenskt heiti. Fyrra orðið liktist ekki neinum orðstofni sem undirritaður kannaðist við, en eftir nokkra leit í ýmsum orða- og fjölfræðibókum kom hið sanna í ljós. Lýsingarorðið scombroid er dregið af gríska nafnorðinu scombros (á latínu scomber) sem táknar sjávarfísk sem makríll nefnist (scomber scombrus). í Orðabanka Islenskrar málstöðvar fannst síðan heitið Scombridae, makrílaætt. Loks fannst á Netinu lýsing á scombroid eitrun, en hún getur komið fyrir þegar fólk neytir fiskjar af makrílaætt. Við lélega geymslu á slíku „dökkfiski" (dark-meat fish) getur, af völdum baktería, myndast histamín-líkt eiturefni, sem framkallar ógleði, uppköst, höfuðverk, kyngingartruflun og ofsakláða (urticaria). Makrílaættinni tilheyra meðal annars makríll (mackerel) og túnfiskur (tuna). Þar sem undirritaður fann ekki neitt íslenskt heiti á scombroid poisoning bjó hann til heitið krflfiski- citrun. Guðrún kvaðst sátt við það, en hvað skyldu fiskifræðingar segja? Illkynja ofhitnun Einar Páll Indriðason, svæfingarlæknir, hélt fyrirlest- ur um malignant hyperthermia. Um er að ræða arf- gengan, ríkjandi sjúkdóm sem getur gefið sig til kynna við svæfingu með blóðsýringu og auknum efnaskiptum og stífleika í vöðvum, auk skyndilegrar hækkunar á líkamshita. Undirritaður gat ekki stillt sig um að óska eftir íslensku heiti í titilinn á erindinu. Þá kom í ljós að íðorðasafn lækna notar íslenska heitið ofurhiti um hyperthcrmia. Það hefur undirrituðum aldrei líkað, ofhitnun eða ofhiti ætti að vera nóg. Forskeytið hyper- táknar of- og gríska orðið therme merkir hiti. Rétt er að rninna á að sumar læknisfræðiorðabækur, til dæmis Dorlands, gefa til kynna að heitið hyperthermia sé ýmist notað um sérhveija hækkun á líkamshita yfir 37,2 stig eða eingöngu um hita yfir 42 stigum. Mobilization Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, sendi beiðni um að enska heitið mobilization yrði skoðað og að leitað yrði að íslenskri þýðingu sem ætti við þegar verið væri að ná stofnfrumum út úr beinmerg. Latneska lýsingarorðið mobilis hefur verið notað um þann sem er hreyfanlegur, virkur, sveigjanlegur, breytilegur eða jafnvel óstöðugur. Ensk-íslensk orða- bók Arnar og Örlygs birtir nafnorðið mobilization: 1. herútboð, útköllun. 2. liðsöfnun, liðsafnaður. 3. virkjun (fjánnagns). Notkun heitisins í læknisfræði er nokkuð algeng, en íðorðasafn lækna tilgreinir aðeins þýðingarnar: 1. liðktm. 2. losun. Við leit í greinasöfn- um læknisfræðinnar fundust ýmis notkunardæmi. í fyrsta lagi er orðið mobilization notað um útleysingu frumna úr beinmerg, í öðru lagi um útlosun efna úr forðabúri í vefjum (kalk úr beinum) eða úr frumum í líffæri (fitu úr lifrarfrumum), í þriðja lagi um virkjun varnarviðbragða (til dæmis bólguviðbragða), í fjórða lagi um ræsingu liðsauka á stofnun til vinnu eða í útkall, í fimmta lagi um losun líffæris við skurðaðgerð úr samvöxtum eða náttúrulegri festingu og í sjötta lagi um liðkun liða og liðamóta. Ekki verður gerð tilraun til að finna lausnir á öllum þessum notkunarsviðum, en Sveini var sent nafn- orðið útleysing og sögnin að útleysa. Þannig má segja: „Fyrsta stig meðferðarinnar er útleysing stofnfrumna úrbeinmerg.“ eða „Meðferðinmunútleysastofnfrum- ur úr beinmerg." Gaman væri að fá viðbrögð. Síspenna Samkvæmt læknisfræðiorðabók Dorlands er lýsing- arorðið spastic notað til að lýsa krampaástandi eða of mikilli spennu í vöðvum. íðorðasafn lækna birtir þýðingarnar: krampakynjaður, krampa-, síbeygju-. Þessi orð virðast ekki hafa náð mikilli fótfestu og slanguryrðið spastískur er mikið notað. Undirritaður hefur velt fyrir sér íslenska nafnorðinu síspenna fyrir enska nafnorðið spasticity. Segja má þá að sjúklingur sé „með síspennu“ í stað þess að hann sé „spastískur“. Spastic paralysis verður með sama hætti síspennulömun. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2004/90 509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.