Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Einkarekstur í heilbrigðiskerfi Undanfarið hefur talsvert borið á umræðum um aukinn kostnað þjóðfélagsins í heilbrigðiskerfinu. Finnst stjórnmálamönnum sem útdeila fjármunum ríkisins kostnaður hafa aukist stjórnlaust og gripið í taumana. Landspítali hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu og verið settur í fjármagnsspenni- treyju og því hefur hann þurft að endurskoða hvaða þjónustu er nauðsynlegt að veita og draga úr ann- arri þjónustu sem hægt er að veita annars staðar en á hátæknisjúkrahúsi. Eitt af því sem spítalinn hefur bent á að hægt væri að sinna utan hans er tæknifrjóvganir, þar sem ekki er um bráðaþjónustu að ræða og starfsemin sem slík þyrfti ekki nauðsynlega vera innan veggja spítalans. Tæknifrjóvgun hefur verið framkvæmd hér á landi síðastliðin 12 ár og hefur starfsemin gengið vel frá upphafi og árangur góður. En þrátt fyrir það hefur starfseminni verið sniðinn þröngur stakkur með aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk og ætíð hefur verið biðlisti eftir meðferð. Þannig hefur verið þrengt að starfseminni og hefur hún ekki fengið að þróast sem skyldi. Færsla og breytingar á reksti tæknifrjóvgunar- deildar frá Landspítala gæti þannig skapað umhverfi þar sem hægt væri að eyða biðlista eftir meðferð og einnig skapað grundvöll fyrir frekari þróun starfsem- innar, meðal annars við markaðssetningu erlendis. Undanfarin ár hafa stjómvöld víða í Evrópu brugðist við biðlistum í heilbrigðiskerfinu og tryggt sjúkingum ákveðin réttindi með því að setja tínra- mörk á bið eftir þjónustu. Þannig geta sjúklingar leitað út fyrir hið ríkisrekna kerfis, meðal annars til annarra landa eftir þjónustu ef ekki hefur verið unnt að tryggja þeim hana innan ákveðins tíma. Hafa því sjúklingar í æ ríkara mæli leitað eftir læknisþjónustu fyrir utan sitt heimaland þar sem hún er skjótari, og jafngóður eða betri árangur hefur gefist. Þannig hefur ísland ekki farið varhluta af þessari þróun. Markaðir hafa verið að færast sífellt nær og samgöngur hafa stóraukist og finnst fólki í dag ekki tiltökumál að ferðast til nálægra landa eftir þjónustu, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Löngu tímabært er því að huga að markaðssetn- ingu á íslenskri heilbrigðisþjónustu erlendis þar sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur sýnt að það er fylli- lega samkeppnisfært á þeim markaði. A sama tíma þarf að tryggja heilbrigðisstarfsfólki í einkarekstri sömu starfsskilyrði eins og fyrirtæki í öðrum rekstri hafa fengið. Að halda heilbrigðisþjónustu í rígbundið form kallar á stöðnun og óhagræði. Þetta fastmótaða form þarf að laga að breyttum aðstæðum. Þannig getur sveigjanleiki og drifkraftur einkareksturs í heilbrigð- isþjónustu orðið til aukinnar framleiðni og framþró- unar. Jafnframt því gæti slíkur rekstur einnig vel sinnt sínu akademíska hlutverki. Samfara þessum breytingum þurfa íslenskir lækn- ar ávallt að huga að og verja sitt atvinnufrelsi eins og aðrar stéttir. Fyrir löngu er orðið tímabært að höggva á vistarbönd heilbrigðiskerfisins og vera í fararbroddi fyrir betra og skilvirkara heilbrigðiskerfi. Guðmundur Arason Höfundur er læknir á kvennadeild Landspítala. Læknablaðið 2004/90 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.