Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 24
■ FRÆÐIGREINAR
/ LÍKAMLEG ÞJÁLFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL
Tafla 1. Flokkar þyngdarstuðla samkvasmt Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni.
Þyngdarstuðull (kg/m2)
Undirþyngd < 18,5
Kjörþyngd 18,5 - 24,9
Ofþyngd 25,0-29,9
Offita > 30
Tafla II. Dæmi um athafnir sem krefjast meðalákafrar
áreynslu*.
Lengd og ákefð
Athöfn áreynslu
Þvo og bóna bíl í 45-60 mín. Minni ákefð
Spila blak í 45 mín. Lengri tími
Sparka fótbolta (á milli) í 30-45 mín. j i
Garðyrkjustörf í 30-45 mín.
Knýja sjálfan sig í hjólastól í 30-40 mín.
Ganga 2,8 km á 35 mín.
Skjóta á körfu í 30 mín.
Hjóla 8 km á 30 mín.
Dansa í 30 mín.
Ganga með barnavagn 2,4 km á 30 mín.
Raka lauf í 30 mín.
Vatnsleikfimi í 30 mln.
Synda í 20 mín.
Hjólastólakörfubolti í 20 mín.
Spila körfubolta í 15-20 mín.
Hjóla 6,4 km á 15 mín.
Sippa í 15 mín. ''
Hlaupa 2,4 km á 15 mín.
Moka snjó í 15 mín. Meiri ákefð
Tröppugangur 115 mín. Styttri tími
* Áætluð orkunotkun er um 150 kcal en hún er þó háð ákefð, aldri,
kyni og líkamlegu ástandi. mín. = mínútur.
sterkar fræðilegar vísbendingar um margvísleg jákvæð
áhrif hreyfingar á heilsufar. Meira en helmingur full-
orðinna íbúa höfuðborgarsvæðisins er of þungur eða
feitur. Fleiri íslendingar lifa kyrrsetulífi en flestar
grannþjóðir okkar og setja þarf fram raunhæf mark-
mið til þess að auka almenna ástundun þjálfunar
meðal þjóðarinnar.
Inngangur
Lífsstíll og holdafar eru talin hafa margvísleg áhrif
á almennt heilsufar. Líkamsþyngd og samsetning
líkamsvefja hafa verið tengd dánartíðni, sérstaklega
hefur hækkaður þyngdarstuðull (kg/m2) verið tengd-
ur hækkaðri dánartíðni í mörgum rannsóknum (1-4).
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út við-
miðunarmörk fyrir flokkun samkvæmt þyngdarstuðli
þar sem undirþyngd, kjörþyngd, ofþyngd og offita
fyrir fullorðna einstaklinga eru skilgreind (sjá töflu
I). Þyngdarstuðullinn hefur þó þann ókost að hann
tekur ekki tillit til mismunandi samsetningar vefja.
Þannig getur grannur einstaklingur með hátt hlut-
fall vöðvavefjar flokkast sem of þungur samkvæmt
skilgreiningum stofnunarinnar. Nákvæmari mælingar
á fitu og fitufríum massa líkamans eru gerðar með
ýmsum hætti en engar langtímarannsóknir hafa verið
gerðar á tengslum þeirra og heilsufars (5,6).
Ahrif hreyfingarleysis og mikillar kyrrsetu á heils-
una hafa verið rannsökuð ítarlega og lélegt líkamlegt
form er tengt hækkaðri dánartíðni (7, 8). Ástundun
reglulegrar hreyfingar er hins vegar talin hafa marg-
vísleg jákvæð áhrif á heilsufar, til dæmis minnkaða
áhættu á kransæðasjúkdómum, háum blóðþrýstingi,
sykursýki, offitu, ákveðnum tegundum krabbameina
og hinum ýmsu stoðkerfisvandamálum (8-13).
Fræðimönnum hefur reynst erfitt að skilgreina
nákvæmlega hversu mikla og ákafa hreyfingu sé
æskilegt að stunda til þess að hafa marktæk jákvæð
áhrif á heilsufar. Ekki er heldur talið að sama tegund
hreyfingar hafi jafnmikil og jákvæð áhrif á alla vefi
líkamans. Líkamleg áreynsla er skilgreind sem „öll
líkamleg hreyfing virkjuð af beinagrindarvöðvunum
sem veldur aukningu á orkunotkun umfram orkuþörf
í hvfld”. Þjálfun er hins vegar skilgreind sem „regluleg
endurtekning líkamlegrar áreynslu í frístundum, til
dæmis í þeim tilgangi að bæta líkamlegt form, árangur
eða heilsu” (14). Engar opinberar ráðleggingar eða
markmið hafa verið gefin út hér á landi varðandi
hreyfingu eða þjálfun en Center for Disease Control
and Prevention (CDC) og The American College
of Sports Medicine (ACSM) í Bandaríkjunum hafa
gefið út þær ráðleggingar að „hver fullorðinn einstak-
lingur ætti að stunda meðalákafa áreynslu í saman-
lagt 30 mínútur eða meira, flesta eða helst alla daga
vikunnar". Börn ættu að hreyfa sig að jafnaði um 60
mínútur á hverjum degi (8). Meðaláköf áreynsla er
hjá CDC-ACSM skilgreind sem til dæmis rösk ganga,
garðyrkja og þolfimi. Þá hefur meðaláköf áreynsla
einnig verið skilgreind sem athafnir sem krefjast 150
kcal á dag eða 1000 kcal á viku (15). Dæmi um slíkar
athafnir eru sýnd í töflu II.
Ekki hafa farið fram ítarlegar athuganir á þjálfun
íslendinga. Árið 1996 var gerð könnun á lífsstfl og
líðan íslendinga og þá reyndust 64-88% karla og
kvenna á aldrinum 18-75 ára hreyfa sig einu sinni í
viku eða oftar þannig að á reyndi (16). Ekki var til-
greint um hvers konar hreyfingu var að ræða.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvers
konar og hve mikla áreynslu og líkamlega þjálfun
íslendingar á aldrinum 30-85 ára stunda í vinnu og
frítíma og meta samband áreynslunnar við þyngdar-
stuðul, fitu- og vöðvamassa og gripstyrk.
Efni og aðferðir
Upphaflegt slembiúrtak fyrir rannsóknina saman-
stóð af 2640 einstaklingum, 30-85 ára íbúum á
höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru úr alls 11
árgöngum, fæddir árin 1916-1961 með fimm ára milli-
bili og jafnframt hópur fæddur árið 1972. í úrtakinu
voru 1584 konur en 1056 karlar. Úrtakinu hefur verið
lýst áður í Læknablaðinu (17). Eftir að brottfluttir og
480 Læknablaðið 2004/90