Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / GALLKÖGUN aðgerðarinnar. Lekinn var meðhöndlaður á ýmsan hátt, flestir þurftu á enduraðgerð að halda, kerar voru lagðir í aðgerð eða eftir ástungu en í þremur tilfellum var hringvöðvi í papillu Vaters klofinn (endoscopic sphincterotomy). Tuttugu sjúklingar (1,9%) fengu blæðingu í kviðarhol eftir aðgerð og þurftu 13 (65%) þeirra á enduraðgerð að halda. Að auki kom í ljós hjá fjórum sjúklingum (0,4%) blóðkökkur í gallbeð sem ekki þarfnaðist inngripa. Einn sjúklingur fékk óveru- legan blóðkökk í holstingssár. Sýkingar voru hverf- andi en tveir (0,2%) sjúklingar fengu kýli (abscess) í gallbeð og 3 (0,3%) fengu sársýkingu. Steinar urðu eftir í gallpípu hjá 17 sjúklingum (1,5%) og voru 16 þeirra meðhöndlaðir með speglun (ERS) en einn var endurskorinn. Aðrir fylgikvillar voru fágætir og það er athyglisvert að einungis einn sjúklingur greindist með lungnarek í þessum stóra hópi. Þrír (0,3%) sjúklingar létust í kjölfar aðgerðar. Þeir höfðu allir verið í valaðgerð. Sá fyrsti var áttatíu ára gömul kona sem hafði gallfistil út á húð. Hún fékk áverka á hægri gallgang og lést vegna hjarta- dreps í kjölfar enduraðgerðar vegna gallleka. Annar sjúklingurinn var níutíu og tveggja ára gömul kona sem lést skyndilega á þriðja sólarhring eftir einfalda aðgerð. Ekki var gerð krufning. Sá þriðji var sjötugur karl sem lést á öðrum sólarhring eftir aðgerð vegna heiftarlegrar briskirtilsbólgu. Alvarlegir galláverkar komu fram hjá tveimur sjúklingum (0,2%). Sá fyrri hefur þegar verið tíund- aður í dauðsföllum (sjúklingur 1). Sá síðari var sjötug- ur karl. Við kviðspeglunina varð ljóst að ekki fékkst botn í líffærafræðina og aðgerðinni því snúið í opna aðgerð. Mikla frílagningu þurfti til og var stór hluti gallpípunnar frílagður. Eftir aðgerðina fékk hann nokkurn gallleka sem var meðhöndlaður með kera og hringvöðvi Vaters klofinn með speglunartæki. Hálfu ári síðar kom hann aftur inn vegna gulu sem reyndist vera vegna útbreiddrar þrengingar í gallpípu. Nauðsynlegt reyndist að gera samgötun á gallpípu og mjógirni vegna blóðþurrðar í gallpípunum sem lík- legast var orsökuð af frílagningunni í gallköguninni (13). Umræða Fyrsta gallkögunin var framkvæmd í Þýskalandi árið 1985 (14). Nokkru síðar eða upp úr 1990 var gallkög- un orðin algeng aðferð við gallblöðrutökur (15, 16). Árið 1992 hafði aðgerðin náð það mikilli fótfestu, bæði hér á landi og erlendis, að hún var talin kjörað- gerð við gallblöðrunám. Þessi grundvallarbreyting í aðgerðartækni barst því fljótt til Islands. Á því er eng- inn vafi að áhrif lækningatækjaiðnaðarins voru mikil í útbreiðslu þessarar aðgerðar enda þurfti að nota nýja tækni með nýjum tækjum sem voru í grundavallarat- riðum frábrugðin opinni tækni og tækjum. Sjúklingar sóttust strax eftir þessari aðgerð framyfir þá opnu Table III. Number of complications after laparascopic cholecystectomy at Landspítali. Biliary tree Bile leaks 23 2.3% Reoperations 9 1 laparascopic + drain 8 open + drain Leak from a drain in situ which stopped 7 Leak from a drain in situ with subsequent endoscopic retrograde pappillotomy 3 Percutaneous placement of drain 3 Conservative treatment 1 Retained stones 17 1.7% Endoscopic sphincterotomy 16 Explorative laparatomy 1 Bleeding In abdomen 20 2.0% Reoperations 13 Hematoma in biliary fossa 4 Hematoma in trocar site 1 Infectlons Abscess in biliary fossa 2 Wound infection 3 vegna minni skurða og skemmri veikindaforfalla í kjölfarið. Tíðni gallaðgerða jókst í Skotlandi í kjölfar þess að aðferðin var tekin upp en ekki í Svíþjóð (17, 18). Það var mikil ásókn í að læra aðferðina og ákefð að koma þessari tækni á laggirnar á Vesturlöndum. Ýmsir skurðlæknar erlendis tóku upp þessa aðgerð án þess að hafa sérlega þjálfun í gallaðgerðum áður. Eftir 1990 fór í kjölfar aðgerðarinnar að bera á mjög alvarlegum fylgikvilla eða áverka á gallpípu og virtist tíðni hans vera ríflega tvöfalt hærri en sást við opna gallaðgerð (9). Tíðni áverka á gallganga við opna aðgerð í Bandaríkjunum er samkvæmt rannsóknum 0,2-0,3% (7,8), frá Svíþjóð koma tölurnar0,2%-0,4% (19). Tíðni áverka við gallkögun í Hollandi var talin 0,4-0,6% (8,20). Það er líklegt að tíðnitölur vegna gall- áverka séu vanmetnar þannig að um lágmarkstölur er að ræða. Hafa ber í huga að tíðnitölur eru jafnvel ekki birtar og þar af leiðandi vanmetnar, einnig þar sem viðgerð á skaðanum er oft ekki gerð á sama spítala og hann varð til. Því er talið að um talsvert vanmat á umfangi vandans sé að ræða. Þegar leitað er eftir tíðni alvarlegra galláverka eftir gallkögun er erfitt að finna góðar rannsóknir en tölur upp að 1 % alvarlegra gall- áverka eftir gallkögun eru nefndar (21). Þrátt fyrir að skurðlæknar vonuðust til að um tímabundið ástand væri að ræða („learning curve problem") hefur ástandið ekki breyst til hins betra (2). Þegar rann- sóknir frá stórum einingum á viðgerð á galláverkum eru birtar þá kemur í ljós að þessir áverkar eru hvorki hverfandi né minnkandi (22). Því var ljóst við upphaf þessara aðgerða á Landspítala að um góða aðgerð virtist vera að ræða en með ákveðna áhættu á áverka á gallgangi. Alvarlegir áverkar á gallpípum (ductus hepaticus dx og ductus hepaticus communis) urðu hjá tveimur (0,2%) sjúklinga okkar. Svipaður árangur Læknablaðið 2004/90 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.