Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / LÍKAMLEG RJÁLFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL
oftar voru með lægri þyngdarstuðul en þeir sem enga
þjálfun stunduðu. Petta átti bæði við konur og karla
og eru þessar niðurstöður í samræmi við það sem
við fundum í íslenska þýðinu (30). Fjöldi Islendinga,
60-70%, stundar ekki hreyfingu flesta eða alla daga
vikunnar. Þessir einstaklingar eru nær helmingi lík-
legri til þess að hafa þyngdarstuðul >25 en þeir sem
stunda hreyfingu flesta daga vikunnar og eru þar með
í aukinni áhættu á ýmsum sjúkdómum og kvillum.
Hér er þó vert að geta þess að ekkert verður sagt með
vissu um orsakasamhengi út frá þversniðsrannsókn
sem þessari og ekki er hægt að útiloka að holdafar
einstaklinganna hafi áhrif á það hversu mikla þjálfun
þeir stunda.
Mælingar og flokkun á hreyfingu og þjálfun geta
verið margs konar og ákaflega mismunandi. Þrátt fyrir
fjölbreytileika þessara aðferða, ónákvæmni þeirra og
töluverðan mismun á hönnun og framkvæmdum rann-
sókna hafa að jafnaði fengist samsvarandi niðurstöður
úr faraldsfræðirannsóknum á sambandi þjálfunar
og heilsufars. Þjálfun sem örvar og hefur jákvæð
áhrif á hjarta- og æðakerfi minnkar líkur á hjarta- og
æðasjúkdómum (sérstaklega kransæðasjúkdómum),
háþrýstingi, ristilkrabbameini og sykursýki 1 og hef-
ur jákvæð áhrif á geðheilsu, lil dæmis þunglyndi og
kvíða (31). Góðar líkur eru á að slík þjálfun geti einn-
ig minnkað áhættu á offitu, beinþynningu og þung-
lyndi ásamt því að auka vellíðan og lífsgæði. Þjálfun
sem miðar að því að auka og viðhalda vöðvamassa
líkamans er talin geta minnkað áhættu á falli og brot-
um hjá eldri einstaklingum og aukið getu hinna eldri
til þess að lifa sjálfstæðu lífi (11,32,33).
Samband virðist einnig vera á milli þess hversu
mikil þjálfun er stunduð og hversu mikil áhrifin eru.
Þeir sem stunda mikla þjálfun upplifa þannig mest
jákvæð áhrif en minni þjálfun getur einnig haft mæl-
anleg áhrif á suma áhættuþætti. Hversu mikla þjálfun
hver einstaklingur fær ræðst af ákefð, tíðni og lengd
áreynslunnar. Ekki hafa verið sett fram flokkunar-
mörk sem segja til um hversu mikil heildaráhrif á
heilsufar fást við heildarorkunotkun þjálfunar (til
dæmis á viku). Þannig getur verið að með því að
stunda þá þjálfun sem CDC-ACSM mælir með megi
ná fram ýmsum jákvæðum áhrifum en hver áhrifin
af ákafari, lengri og tíðari þjálfun eru er ekki ljóst.
Klínískar rannsóknir benda þó til þess að jákvæð
áhrif meðalákafrar þjálfunar á heilsufar séu svipuð ef
ekki meiri en áhrif mjög ákafrar þjálfunar (15). Þegar
áhrif þjálfunar á lífslíkur eru metin hefur verið sýnt að
áköf og meðaláköf áreynsla hafi jafnmikið gildi fram
að miðjum aldri, áhrif ákafrar þjálfunar dvíni við 70
ára aldur en meðaláköf áreynsla hafi fyrirbyggjandi
áhrif fram yfir 80 ára aldur (34).
Fjórði hver íslenskur karlmaður og fimmta hver
kona stunda enga líkamlega þjálfun í frístundum
sínum. Þetta er hærra hlutfall en víða annars stað-
ar og þótt erfitt sé að segja til um orsakir þessa má
telja líklegt að með því að auka ástundunina mætti
bæta heilsu og auka lífsgæði margra einstaklinga.
Að stunda daglega hreyfingu undir meðalálagi í 30
mínútur ætti að vera á flestra færi. Holdafar og lífsstíll
hafa svo mikil áhrif á líðan einstaklingsins að nauðsyn-
legt er að hér verði breyting á.
Heimildir
1. Flegal KM, Troiano RP, Ballard-Barbash R. Aim for a healthy
weight: what is the target? J Nutr 2001; 131: 440S-50S.
2. Troiano RP, Frongillo EA Jr, Sobal J, Levitsky DA. The rel-
ationship between body weight and mortality: a quantitative
analysis of combined information from existing studies. Int J
Obes Relat Metab Disord 1996; 20: 63-75.
3. Singh PN, Lindsted KD. Body mass and 26-year risk of mort-
ality from specific diseases among women who never smoked.
Epidemiology 1998; 9: 246-54.
4. Singh PN, Lindsted KD, Fraser GE. Body weight and mortality
among adults who never smoked. Am J Epidemiol 1999; 150:
1152-64.
5. Zhu S, Wang Z, Shen W, Heymsfield SB, Heshka S. Percentage
body fat ranges associated with metabolic syndrome risk: results
based on the third National Health and Nutrition Examination
Survey (1988-1994). Am J Clin Nutr 2003; 78:228-35.
6. Movsesyan L, Tank AL, Larsen PJ, Christiansen C, Svendsen
OL. Variations in percentage of body fat within different BMI
groups in young, middle-aged and old women. Clin Physiol
Funct Imaging 2003; 23:130-3.
7. Blair SN, Kohl HW 3rd, Barlow CE, Paffenbarger RS Jr,
Gibbons LW, Macera CA. Changes in physical fitness and all-
cause mortality. A prospective study of healthy and unhealthy
men. JAMA 1995; 273:1093-8.
8. Pate RR, Pratt M, Blair SN, Haskell WL, Macera CA,
Bouchard C, et al. Physical activity and public health. A
recommendation from the Centers for Disease Control and
Prevention and the American College of Sports Medicine.
JAMA 1995; 273:402-7.
9. Morris JN, Clayton DG, Everitt MG, Semmence AM, Burgess
EH. Exercise in leisure time: coronary attack and death rates.
Br Heart J 1990; 63: 325-34.
10. Kampert JB, Blair SN, Barlow CE, Kohl HW 3rd. Physical act-
ivity, physical fítness, and all-cause and cancer mortality: a pro-
spective study of men and women. Ann Epidemiol 1996; 6:452-7.
11. Anonymous. American College of Sports Medicine Position
Stand. Exercise and physical activity for older adults. Med Sci
Sports Exerc 1998; 30: 992-1008.
12. Thune I, Njolstad I, Lochen ML, Forde OH. Physical activity
improves the metabolic risk profiles in men and women: the
Tromso Study. Arch Intem Med 1998; 158:1633-40.
13. Villeneuve PJ, Morrison HI, Craig CL, Schaubel DE. Physical
activity, physical fitness, and risk of dying. Epidemiology 1998;
9: 626-31.
14. Caspersen CJ, Powell KE, Christenson GM. Physical activity,
exercise, and physical fitness: definitions and distinctions for
health-related research. Public Health Rep 1985; 100: 126-31.
15. Physical activity and health. A Report of the Surgeon General.
Atlanta : U.S. Department of Health and Human Services,
Centers for Disease Control and Prevention, National Center
for Chronic Disease Prevention and Promotion, 1996: 61-207.
16. Heilsufar kvenna. Rit 1. Reykjavík: Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið, 1998.
17. Gunnarsson Ö, Indriðason ÓS, Franzson L, Halldórsdóttir
E, Sigurðsson G. D-vítamínbúskapur fullorðinna íslendinga.
Læknablaðið 2004; 90: 29-36.
18. Sinaki M, Nwaogwugwu NC, Phillips BE, Mokri MP. Effect
of gender, age, and anthropometry on axial and appendicular
muscle strength. Am J Phys Med Rehabil 2001; 80: 330-8.
19. Visser M, Deeg DJ, Lips P, Harris TB, Bouter LM. Skeletal
muscle mass and muscle strength in relation to lower-extremity
performance in older men and women. J Am Geriatr Soc 2000;
48:381-6.
20. Varo JJ, Martinez-Gonzalez MA, De Irala-Estevez J, Kearney
J, Gibney M, Martinez JA. Distribution and determinants of
sedentary lifestyles in the European Union. Int J Epidemiol
2003; 32:138-46.
21. Kurtze N, Gundersen KT, Holmen J. Selvrapportert fysisk
aktivitet i 1980- og 1990-árene - Helseunderspkelsene i Nord-
Trpndelag (HUNT). Norsk Epidemiologi 2003; 13: 717-76.
Læknablaðið 2004/90 485