Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KRABBAMEINSSKRÁIN ofmetið, bæði fyrir faraldsfræðirannsóknir og aðrar. Læknar og aðrir vísindamenn sem eru að rannsaka krabbamein og hafa leyfi frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa aðgang að skránni. Við Krabba- meinsskrána starfa níu manns að skráningu í fimm stöðugildum en auk þeirra eru alltaf einhverjir að störfum við rannsóknir. Nú eru til dæmis tvær konur að vinna að rannsókn á brjóstakrabbameini en skráin fékk stóran bandarískan styrk til gera hana. Einnig er unnið að rannsókn á áhrifum bólusetningar gegn leghálskrabbameini. „Það hefur alla tíð verið gott samstarf við íslenska lækna um skráningu krabbameina. Þeir sýna skránni mikinn skilning og nota hana líka mikið, bæði til rannsókna, kennslu og í daglegum störfum sfnum. Tengslin við Landlæknisembættið hafa alla tíð verið mjög sterk og landlæknir var fyrir nokkrum árum gerður að ábyrgðarmanni skrárinnar gagnvart lögum um persónuvernd. Hins vegar teljum við þörf á að bæta lagalegt umhverfi skrárinnar, einkum í þá veru að gera lækn- um skyll að senda skránni upplýsingar eins og er ann- ars staðar á Norðurlöndum. Svo er ekki í núgildandi lögum,'1 segir Jón. Baráttan gengur vel Bókin Krabbamein á íslandi sem þau Laufey og Jón ritstýrðu segir í stuttu máli sögu Krabbameins- skrárinnar en meginefni bókarinnar eru stuttar greinargerðir um allar tegundir krabbameins og þróun þeirra á íslandi. Þar er sjúkdómnum lýst, getið helstu orsaka og áhættuþátta, geint frá landfræðilegri útbreiðslu, einkennum, nýgengi, greiningu, meðferð og horfum þeirra sem sjúkdóminn fá. Auk þess er kafli um faraldsfræði krabbameins og viðauki með töflum. Bókin gefur skýra og aðgengilega mynd af ástandi mála hér á landi hvað varðar krabbamein og bar- áttuna gegn því. Það var því vel við hæfi að spyrja hvernig sú barátta gengi. „Hún gengur vel hvað flestar tegundir krabba- meins varðar. Lífslíkur þeirra sem fá krabbamein hafa aukist verulega á undanförnum árum og áratug- um. Það á ekki síst við um krabbamein hjá börnum, krabbamein í eistum, Hodgkins sjúkdóm og brjósta- krabbamein. Meðhöndlun þessara sjúkdóma hefur tekið miklum framförum og meinin greinast fyrr en áður var. Það sem erfiðast hefur verið viðureignar er krabbamein í lungum og brisi. Þar hafa orðið einhverjar framfarir en ekki eins miklar og í þeim sem áður voru nefnd. Annars getur verið erfitt að flokka krabbamein eftir staðsetningu því þau hegða sér mjög misjafnlega. Sem dæmi má nefna að flest krabbamein í skjaldkirtli eru tiltölulega meinlítil og auðveld viðureignar. Frá því er ein undantekning sem er eitt illvígasta krabbameinsæxli sem til er en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón. Laufey bætir því við um lungnakrabbameinið að langflestir fái það vegna reykinga. „I kaflanum um faraldsfræði krabbameins kemur fram að íslenskar konur reyktu lengi vel mest af öllum norrænum konum, meira en þær dönsku. Þetta endurspeglast í því að nýgengi lungnakrabbameins meðal kvenna hefur verið mest á Islandi. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem nýgengið hefur orðið minna en hjá þeim dönsku en þessar tvær þjóðir skera sig úr hvað þetta varðar." Jón segir að þetta sé fyrsta ritið sem veitir yfirlit um krabbamein á Islandi sem byggt er á íslenskum tölum. Hann segir að ráðuneyti heilbrigðismála hafi sýnt útgáfunni skilning og rausnarskap. Fyrir vikið var hægt að stilla verði bókarinnar í hóf en hún fæst í öllum bókaverslunum Pennans og Bóksölu stúd- enta. 502 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.