Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA
%
100 *i
80-
---i_=a------,------— -------1------1---1-----1
1931-35 1936-40 1941-45
Fæöingarár
Mynd 1. Hlutfall 55 ára og eldri sem höfðu einhvern tíma
notað tíðahvarfahormón.
á um það bil 10 ára fresti. Nú hafa 98.000 íslenskar
konur gefið upplýsingar einu sinni eða oftar. Allt
að 97% af ákveðnum fæðingarhópum kvenna hafa
tekið þátt (21). Spurningarnar hafa tekið talsverðum
breytingum frá því upplýsingasöfnun hófst (1964) en
árið 1979 komu fyrst inn spurningar um tíðahvarfa-
hormón (8,9).
I þessari rannsókn eru notuð gögn sem safnað var
á árunum 1996 til 2001. Skoðaðar voru spurningarnar
um notkun tíðahvarfahormóna. Spurt var hvort við-
komandi hefði notað hormón, um aldur við upphaf
notkunar, tegund sem lengst hefur verið notuð og
tímalengd notkunar. Einnig voru athuguð svör við
spurningum varðandi reykingasögu.
Notuð voru gögn úr fyrri rannsókn og niðurstöð-
ur bornar saman við þær niðurstöður frá tímabilinu
1979-1995 (1). Notaðar voru tölur úr Arsskýrslum
Tóbaksvarnamefndar frá árunum 1996-2001 til saman-
burðar við niðurstöður um reykingavenjur (22-27).
Til að athuga hvort notkun tíðahvarfahormóna
væri vaxandi var athuguð notkun eftir mismunandi
fæðingarhópum og þar sem svörin ná yfir stutt tíma-
bil, eða fimm ár, sýnir það í raun notkun mismunandi
aldurshópa.
Til að athuga hve hratt tímalengd hormónanotk-
unar væri að aukast var tímabilinu skipt í tvennt og
athugað hlutfall þeirra sem notuðu tíðahvarfahormón
lengur en í fimm ár á hvoru límabili fyrir sig.
Við útreikninga á hve algeng notkun væri voru
athugaðir þrír algengustu flokkar hormónameðferð-
ar, estrógen eingöngu, estrógen og gestagen kaflaskipt
meðferð og estrógen og gestagen samfelld meðferð.
Við athugun á reykingavenjum voru bornar saman
konur sem höfðu notað hormón og konur sem aldrei
höfðu notað hormón eftir reykingavenjum.
Til að kanna hversu vel hegðun rannsóknarhóps-
ins endurspeglaði hegðun íslenskra kvenna almennt
var athugað hvort reykingavenjur kvenna sem
koma í krabbameinsleit og svara spurningum
Heilsusögubankans væru sambærilegar við reykinga-
venjur íslenskra kvenna samkvæmt ársskýrslum
%
Aldur
tóbaksvarnarnefndar (22-27) og borið saman hlutfall
kvenna sem reyktu, sem voru hættar að reykja og sem
aldrei höfðu reykt á ákveðnum aldursbilum.
Við úrvinnslu gagnanna voru notuð tölvuforritin
Microsoft Access og Stata 6.0 en gröf og myndir voru
unnar í Microsoft Excel. Til að kanna hvort tölfræði-
lega marktækur munur væri milli hópa var athugað
hvort 95% öryggisbil sköruðust.
Skráning upplýsinga í Heilsusögubankann er gerð
með samþykki Persónuverndar og Vísindasiðanefnd-
ar og þarf ekki að afla frekari leyfa fyrir tölfræðilegri
samantekt úr upplýsingunum. Unnið var með gögnin
án persónuauðkenna.
Mynd 2. Hlutfall kvenna
40-69 ára sem notuðu
hormón við komu í
Leitarstöð.
Niðurstöður
Þýði rannsóknarinnar samanstóð af öllum konum á
aldrinum 40-69 ára sem mættu í Leitarstöð Krabba-
meinsfélags íslands 1996-2001 og svöruðu spurningum
um notkun á tíðahvarfahormónum. A þessum árum
mættu 18.422 konur á þessum aldri í Leitarstöðina, af
þeim svöruðu 16.649 konur spurningum um notkun
tíðahvarfahormóna. I heildina var þó um 17.516
svör að ræða því hluti kvennanna kom oftar en einu
sinni og svaraði spurningalistanum því einnig oftar.
Mismunurinn er 867 svör sem skiptust þannig að 847
konur svöruðu tvisvar og 10 konur svöruðu þrisvar
sinnum.
í ljós kom að af konum á aldrinum 55-70 ára sögð-
ust 55% einhvern tíma hafa notað tíðahvarfahormón.
Þetta hlutfall var breytilegt eftir fæðingarhópum og
jókst með hverjum yngri fæðingarhóp. A mynd 1
má sjá hvernig þetta hlutfall breytist. í elsta fæðing-
arhópnum hafa 42% (95% öryggisbil 40%-44%)
einhvern tíma notað hormón en í yngsta fæðingar-
hópnum er þetta hlutfall komið í 68% (95% örygg-
isbil 66%-70%). Marktækur munur er á milli fæðing-
arhópa.
Hlutfall kvenna á aldrinum 40-69 ára sem notuðu
hormón við komu í Leitarstöðina var 32% á tímabil-
inu. Á mynd 2 má sjá niðurstöður athugana á notkun
kvenna á hormónum við komu í Leitarstöð eftir aldri
og tímabiium. Fyrri tímabilin, það er 1986-89, 1990-
93 og 1994-95, eru fengin úr rannsókn Jóns Hersis
Elíassonar og fleiri (1). Notkun er mest á aldrinum
52-53 ára. Mikil aukning hefur verið frá árinu 1986,
Læknablaðið 2004/90 473