Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 66
SÉRLYFJATEXTAR CREST0R AstraZeneca: SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Crestor 10 mg, 20 mg og 40 mg, filmuhúðaðar töflur. Virkt innihaldsefni og styrkleiki: Hver tafla inniheldur 10 mg, 20 mg eða 40 mg rósúvastatln (sem rósúvastatfn kalsium). Ábendingar: Eðlislæg kólesterólhækljfl^^gJjpign^fFgf ,jW með talin arfblendin ættgeng kólesterólhækkun I blóði) eða blönduð blóðfitutruflun (mixed dyslipidaemia) (tegund llb), sem viðbót við mataræði þegar sérstakt mataræði og önnur meðferð án lyfja (t.d. Ilkamsþjálfun og megrun) hefur ekki borið viðunandi árangur. Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun I blóði sem viðbót við sérstakt mataræði og aðra blóðfitulækkandi meðferð (t.d. LDL sfun (LDL apheresis)) eða ef slík meðferð á ekki við. Skammtar og lyfjagjöf: Áður en meðferð er hafin ætti sjúklingurinn að vera á stöðluðu kólesteróllækkandi fæði, sem skal haldið áfram meðan á meðforð stendur. Skammtur á að vera einstaklingsbundinn og I samræmi við meðferðarmarkmið og svar sjúklings við meðferðinni. Fylgja skal gildandi viðmiðunarreglum. Ráðlagður upphafsskammtur er 10 mg til inntöku einu sinni á dag og með þessum skammti næst viðunandi árangur hjá meirihluta sjúklinga. Ef nauðsyn krefur má breyta skammti 120 mg að 4 vikum liðnum. Tvöföldun skammts 140 mg ætti eingöngu að hafa I huga fyrir sjúklinga með kólesterólhækkun I blóði á háu stigi og I mikilli hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Crestor má taka á hvaða tlma dags sem er, með eða án matar. Börn: Öryggi og verkun hefur ekki verið staðfest hjá börnum. Þess vegna er Crestor ekki ráðlagt börnum að svo stöddu. Aldraðlr: Ekki er þörf á að breyta skömmtum. Skammtar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta nýrnastarfsemi. Crestor er ekki ætlað sjúklingum með mjög skerta nýrnastarfsemi. Skammtar hjá sjúkllngum með skerta lifrarstarfseml: Crestor er ekki ætlað sjúklingum með virkan lifrarsjúkdóm. Frábendingar: Crestor á ekki að gefa sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir rósúvastatlni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins, sjúklingum með virkan lifrarsjúkdóm, þar með talið óútskýrða viðvarandi hækkun á transamínösum I sermi eða hækkun á transamlnösum I sermi upp fyrir þreföld eðlileg efri mörk (ULN; upper limil ofnonnal), sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínfn úthreinsun <30 ml/mín.), sjúklingum með vöðvakvilla (myopathy), sjúklingum sem fá ciklósporln samtímis, á meðgöngutíma og við brjóstagjöf og konum á barneignaaldri sem ekki nota viðeigandi getnaðarvörn. Sérstök varnaðarorð og varúöarreglur við notkun. Áhrifá nýru: Próteinmiga greind með strimilprófi og aðallega upprunnin I píplum, hefur komið fram hjá sjúklingum sem höfðu fengið stóra skammta af Crestor, sérstaklega 40 mg en það var I flestum tilvikum tímabundið eða ósamfellt. Ekki hefur verið sýnt fram á að prótein I þvagi sé fyrirboði um bráðan eða versnandi nýrnasjúkdóm. Áhrlf á belnagrlndarvöðva: Eins og gildir um aðra HMG-CoA redúktasa hemla, hefur verið greint frá áhrifum á beinagrindarvöðva t.d. vöðvaþrautum og vöðvakvilla (uncomplicated myalgia and myopathy), hjá sjúklingum á meðferð með Crestor. Greint hefur verið frá einstaka tilvikum rákvöðvalýsu hjá einstaklingum sem fengu rósúvastatfn 80 mg I klinlskum rannsóknum en það tengdist stundum skertri nýrnastarfsemi. Öll tilvikin löguðust þegar meðferð var hætt. Áhrlfá lifur: Eins og á við um aðra HMG-CoA redúktasa hemla, ætti að nota Crestor með varúð hjá sjúklingum sem neyta áfengis I miklum mæli og/eða eiga sögu um lifrarsjúkdóm. Ráðlagt er að mæla lifrarstarfsemi áður en og þremur mánuðum eftir að meðferð er hafin. Stöðva ætti meðferð með Crestor eða minnka skammta þess ef gildi transamínasa I sermi eru meira en þreföld eðlileg efri mörk. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Ciklósporín: Við samtímis meðferð með Crestor og ciklósporíni var AUC gildi rósúvastaíns að meðaltali 7 sinnum hærra en hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Samtímis meðferð hafði ekki áhrif á plasmaþéttni ciklósporlns. K-vitamin hemlar: Eins og á við um aðra HMG-CoA redúktasa hemla getur orðið hækkun á INR við upphaf meðferðar með Crestor eða þegar skammtur er aukinn hjá sjúklingum sem samtímis fá meðferð með K-vitamín hemli (t.d. warfaríni). INR getur lækkað þegar meðferð með Crestor er hætt eða skammtur er minnkaður. Cemfibrózíl: Eins og á við um aðra HMG-CoA redúktasa hemla, varð tvöföldun á Cmax og AUC rósúvastatíns við samtímis notkun á Crestor og gemfibrózili. Sýrublndandl lyf: Við samtímis gjöf Crestor og sýrubindandi mixtúru, dreifu sem innihélt ál- og magneslumhýdroxíð lækkaði plasmaþéttni rósúvastatlns um u.þ.b. 50%. Áhrifin voru minni þegar sýrubindandi lyfið var tekið 2 klst. á eftir Crestor. Erýtrómýsín: Samtlmis gjöf Crestor og erýtrómýsíns leiddi til 20% lækkunar á AUC (0-t) og 30% lækkunar á Cmax rósúvastatíns. Getnaðarvarnalyf tll inntöku/hormónauppbótarmeðferð (HRT; hormone replacement therapy): Samtfmis gjöf Crestor og getnaðarvarnalyfja til inntöku leiddi til 26% hækkunar á AUC etinýlestradíóls og 34% hækkunar á AUC norgestrels. Þessa auknu plasmaþéttni ætti að hafa I huga þegar skammtur getnaðarvarnalyfs til inntöku er ákveðinn. Konur I kliniskum rannsóknum hafa samt sem áður oft tekið þessi lyf samtimis og þoldist það vel. Önnur lyf: Samkvæmt niðurstöðum úr sértækum rannsóknum á milliverkunum er engra milliverkana með klíníska þýðingu að vænta við meðferð meö digoxíni eða fenófíbrati. Gemfíbrózll, önnur fíbrlð og lípið lækkandi skammtar (> eða jafnt og 1 g/dag) af nlaclni (nikótlnsýru) auka hættu á vöðvakvilla þegar þau eru gefin samtlmis sumum HGM-CoA redúktasa hemlum, sennilega vegna þess að þeir geta valdið vöðvakvilla þegar þeir eru gefnir einir sér. Cýtókróm P450 ensím: Niðurstöður in vitro og in vivo rannsókna sýna að rósúvastatln hvorki hemur né hvetur cýtókróm P450 Isóenslm. Milliverkanir við rósúvastatln hafa hvorki komið fram við samtlmis notkun flúkónazóls (CYP2C9 og CYP3A4 hemill) né ketókónazóls (CYP2A6 og CYP3A4 hemill). Aukaverkanlr: Aukaverkanir sem hafa komið fram við meðferð með Crestor eru venjulega vægar og tfmabundnar. Taugakerfi: Algengar: Höfuðverkur, sundl. Meltingarfæri: Algengar: Hægðatregða, ógleði, kviðverkir. Stoðkerfi, stoðvefur og bein: Algengar: Vöðvaþrautir. Mjög sjaldgæfar: Vöðvakvilli. Almennar aukaverkanir: Algengar: Þróttleysi. Eins og á við um aðra HMG-CoA redúktasa hemla hefur tíðni aukaverkana tilhneigingu til að vera skammtaháð. Áhrlf á nýru: Próteinmiga, greind með strimilprófi og aðallega upprunnin I plplum, hefur komið fram hjá sjúklingum á meðferð með Crestor. (flestum tilvikum dró úr próteinmigu eða hún gekk sjálfkrafa til baka þegar meðferð var haldið áfram og ekki hefur verið sýnt fram á að hún sé fyrirboði um bráðan eða versnandi nýrnasjúkdóm. Áhrlf á beinagrlndarvöðva: Eins og við á um aðra HMG-CoA redúktasa hemla, hefur verið greint frá áhrifum á beinagrindarvöðva t.d. vöðvaverkjum og vöðvakvilla (uncomplicated myalgia andmypathy) hjá sjúklingum á meðferð með Crestor. öll tilvik gengu til baka þegar meðferð var hætt. Áhrifá llfur: Eins og við á um aðra HMG-CoA redúktasa hemla, hefur komið fram skammtaháð hækkun á transamínösum hjá fámennum hópi sjúklinga sem fengu rósúvastatln; meirihluti tilvikanna voru væg, tímabundin og án einkenna. Helmildaskrá 1. Olsson AG, McTaggart F and Raza A. Rosuvastatin: a highly effective new HMG-CoA reductase inhibitor, Cardiovascular Drug Reviews 2002; 20(4): 303-328. 2. Jones PH, Davidson MH, Stein EA et al. Comparison of the Efficacy and Safety of Rosuvastatin Versus Atorvastatin, Simvastatin and Pravastatin Across Doses (STELLAR Trial), Am J Cardiol 2003; 92:152-160. 3. Schuster H on behalf of the MERCURY I Study Group. Effects of switching to rosuvastatin from atorvastatin or other statins on achievement of international low-density lipoprotein cholesterol goals: MERCURY I Trial. J Am Coll Cardiol 2003 (Suppl): 227A-228A, Abs 1010-149. 4. Blasetto JW, Stein EA, Brown WV et al. Efficacy of rosuvastatin compared with other statins at selected starting doses in hypercholesterolemic patients and in special population groups. Am J Cardiol 2003; 91 (Suppl): 3C-10C. 5. Jones PH for the STELLAR Study Group. Statin therapies for elevated lipid levels compared across dose ranges to rosuvastatin: low-density lipoprotein cholesterol and high-density lipoprotein cholesterol results. JAm Coll Cardiol 2003 (Suppl); 315A-316A, Abs 876-2. Handhafi markaösleyfis: AstraZeneca A/S, Roskildevej 22, Albertslund, Danmörk. Umboð á íslandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Pakkningastærðir og verð: Filmuhúðaðar töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað), kr. 4.233; 98 stk. (þynnupakkað), kr. 12.739. Filmuhúðaðar töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakkað), kr. 6.237; 98 stk. (þynnupakkað), kr. 18.551. Filmuhúðaðar töflur 40 mg: 28 stk. (þynnupakkað), kr. 9.196; 98 stk. (þynnupakkað), kr. 28.168. ATC-flokkun: C 10 A A 07. Afgrciðslutilhögun og greiðsluþátttaka: R, 0. Nánari upplýsingar er að finna í Sérlyfjaskrá. AstraZeneca, maí 2003. CRESTOR rósúvastatín ZARATOR - Pfizer. Hver tafla inniheldur: Atorvastatinum INN, kalsiumsalt (þríhýdrat), samsvarandi Aton/astatinum INN 10 mg, 20 mg, 40 mg eða 80 mg, Ábendingar: Of hátt heildarkólesteról, LDL-kólesteról, apólípóprótein B og þríglýseríö hjá sjúklingum meö kólesterólhækkun af ókunnri orsök,arfgenga(fjölskyldutengda) kólesterólhækkun.blandaða blóðfituhækkun(svo sem lla- og llb-gerð skv. Flokkun Fredericksons), þegar viðunandi árangur hefur ekki náöst meö sérstöku mataræði eöa ðörum ráðstöfunum en lyfjagjöf. Skammtar handa fullorðnum: Sjúklingur á að byrja á stööluðu kólesteróllækkandi mataræði áður en honum er gefið aton/astatin og ætti að halda þvi áfram á meðan á meðferð með atorvastatíni stendur. Venjulegur upphafsskammtur er 10 mg einu sinni á dag. Skammta á að ákveöa fyrir hvern einstakling með tilliti til upptaflegs LDL-kólesterólgildis, markmiði meðferðarinnar og svörun sjúklings. Skammta skal aðlaga (leiðrétta) meö 4 vikna millibili eða sjaldnar. Hámarksskammtur er 80 mg einu sinni á dag. Lyfið má taka hvenær sólarhringsins sem er með eða án fæðu. Ekki þarf að breyta skömmtum vegna aldurs eða nýrnastarfsemi. Börn: Takmörkuö reynsla er af notkun atorvastatíns hjá börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins, virkur lifrarsjúkdómur eða óskýrð viðvarandi þreföld hækkun á transamínösum í blóði, vöðvakvillar (myopathia), meðganga, brjóstagjöf. Konur á barneignaraldri verða að nota getnaðarvarnir. Varnaðarorð og varúðarreglur: Áhrif á lifur. Rannsaka skal lifrarstarfsemi áður en meðferð hefst og síðan reglulega meöan á meðferð stendur. Gera skal prófanir á lifrarstarfsemi sjúklinga ef merki eða einkenni um hugsanlegar lifrarskemmdir kom a fram. Hækki transamínasagildi skal fylgjast með sjúklingum þar til gildi verða eölileg. Hækki transaminasar meira en þrefalt miðað við efri mörk meðalgilda er mælt með þvi að minnka skammta eða stöðva Zarator gjöf. Nota skal Zarator meö varúð hjá sjúklingum sem neyta mikils magns áfengis og/eða hafa fengið lifrarsjúkdóm. Áhrif á beinagrindarvöðva Atorvastatín, eins og aðrir HMG CoA redúktasa hemlar, getur í einstaka tilvikum haft áhrif á beinagrindarvööva og valdið vöðvaþrautum, vöövaþrota og vöðvakvillum sem geta leitt til rákvöðvalýsu, sem er lífshættulegt ástand sem einkennist af hækkuðu CPK-gildi (meiri en tíföld efri mörk mæligilda), vöðvarauöa í blóði (myoglobinaemia) og vöðvarauðamigu (myoglobinuria) sem getur valdiö nýrnabilun. Gera þarf sjúklingum grein fyrir mikilvægi þess að tilkynna strax ef þeir finna fyrir vöövaverkjum, stífni eða máttleysi sérstakelga ef lasleiki eöa hiti fylgir. Ef klínisk merki um hækkað CPK-gildi (meiri en tíföld efri mörk mæligilda) eða rákvöðvalýsu eða grunur um rákvöövalýsu koma fram á að hætta notkun atorvastatíns. Eins og á við um aðra HMG CoA redúktasa hemla hefur verið greint frá tilvikum um rákvöðvalýsu (sem sum leiddu til bráðrar nýrnabilunar vegna vöðvarauðamigu) eftir notkun atorvastatins. Líkur á rákvöðvalýsa aukast þegar atorvastatín er gefið samtímis lyfjum eins og ciklósporíni, erýtrómýsini, klaritrómýsíni, ítrakónasóli, ketókónasóli, nefasódóni, niasín fíbrötum og HlV-próteasa hemlum. Milliverkanir: Hætta á vöðvakvilla eykst viö meðferð með öðrum lyfjum í þessum flokki ef cýklóspórín, fibröt, erýtrómýsín, azól-sveppalyf eða níasín eru tekin inn samtímis og hefur i örfáum tilvikum leitt til rákvöðvasundrunar (rhabdomyolysis) auk skertrar nýrnastarfsemi af völdum vöðvarauðamigu (myogiobinuria). Atorvastatin umbrotnar fyrir áhrif cýtókróm P450 3A4. Með hliðsjón af reynslu við notkun annarra HMG-CoA hemla skal gæta varúðar þegar Zarator er gefið samtímis cýtókróm_P450 3A4 hemli (t.d. cýklóspórini, makróliösýklalyfjum og azól-sveppalyljum). Áhrif efna, sem örva cýtókróm P450 3A4 (t.d. rifampicin eða fenýtóín), á atorvastatín eru ekki þekkt. I kliniskum rannsóknum sáust engar kliniskt marktækar milliverkanir þegar aton/astatin var gefið samtímis blóöþrýstingslækkandi lyfjum eða blóðsykurlækkandi lyfjum. Viö notkun atorvastatíns og dígoxíns samtímis um nokkurt skeiö eykst stöðug blóðþéttni digoxins um það þil um 20%. Fylgjast skal náið með sjúklingum á dígoxinmeðferð. Við samtímis notkun atorvastatíns og getnaðarvarnalyfs til inntöku jókst þéttni noretíndróns og etinýlestradíóls. Hafa skal þessar hækkanir á þéttni í huga þegar skammtar getnaðarvarnalyfja til inntöku eru ákveönir. Blóðþéttni atorvastatins lækkaði (u.þ.b. 25%) þegar kólestíþól var gefiö meö Zarator. Verkun á lípið varð hins vegar meiri þegar atorvastatín og kólestípól voru gefin saman en þegar efnin eru gefin hvort fyrir sig. Við samtímis gjöf atorvastatíns og sýrubindandi mixtúra, sem innihalda magnesíum og álhýdroxíö, lækkaði blóöþéttni aton/astatíns u.þ.b. 35%; lækkun á LDL-kólesteróli breyttist hins vegar ekki. Við samtímis notkun atorvastatíns og warfaríns styttist þrótrombíntími lítillega fyrstu daga meðferöarinnar en varð aftur eðlilegur innan 15 daga. Engu að síður skal fylgjast náið með sjúklingum á warfarín meðferð þegar atorvastatini er bætt við. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið getur valdið fósturskemmdum og meöganga og brjóstagjöf eru frábendingar við notkun atorvastatíns. Konur á barneignaraldri eiga að nota öruggar getnaðarvarnir. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir sem búast má við eru einkenni frá meltingarfærum þar á meöal hægöatregða, vindgangur, meltingartruflanir, kviðverkir sem venjulega lagast viö áframhaldandi meðferð. Innan viö 2% sjúklinga hættu þátttöku í klínískum rannsóknum vegna aukaverkana, sem tengdust Zarator. Eftirfarandi listi yfir aukaverkanir er byggður á niðurstöðum klínískra rannsókna og aukaverkunum sem skráðar hafa verið eftir markaðssetningu lyfsins. Áætluð tíöni tilvika e r flokkuð samkvæmt eftirfarandi reglu: algengar (>1/100, <1/10); sjaldgæfar (>1/1.000, <1/100); mjög sjaldgæfar (>1/10.000,<1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000). Meltingarfæri: Algengar: Hægöatregöa, vindgangur, meltingartruflun, ógleöi, niðurgangur. Sjaldgæfar: Lystarleysi, uppköst. Blóð og eitlar: Sjaldgæfar: Blóöflagnafæð. Ónæmiskerfi: Algengar: Ofnæmi. Koma örsjaldan fyrir: Bráðaofnæmi. Innkirtlar: Sjaldgæfar: Hárlos, of mikill eða of lítill blóðsykur, brisbólga. Geðræn vandamál: Algengar: Svefnleysi, Sjaldgæfar: Minnisleysi. Taugakerfi: Algengar: Höfuðverkur, sundl, breytt húöskyn. Sjaldgæfar: Úttaugakvilli. Lifur og gall: Mjög sjaldgæfar: Lifrarbólga, stíflugula. Húð og undirhúð: Algengar: Húðútbrot, kláöi. Sjaldgæfar: Ofsakláði. Koma örsjaldan fyrir: Ofsabjúgur, útbrot meö blöörum (þ.m.t. regnbogaroðasótt, Steven-Johnsons heilkenni og drep í húðþekju). Stoðkerfi: Algengar: Vöðvaþrautir, liöverkir. Sjaldgæfar: Vöðvakvilli. Mjög sjaldgæfar: Vöðvaþroti, rákvöðvalýsa. Æxlunarfæri: Sjaldgæfar: Getuleysi. Almennar: Algengar: Þróttleysi, brjóstverkur, bakverkur, bjúgur á útlimum. Sjaldgæfar: Lympa, þyngdaraukning. Rannsóknir: Hækkun á transamínösum í sermi hefur verið skráö hjá sjúklingum sem fá Zarator líkt og af völdum annarra HMG- CoA redúktasa hemia. Þessar breytingar voru oftast vægar og tímabundnar og ekki reyndist þörf á að hætta meðferð. Hækkun á transamínösum í sermi sem hafði klíníska þýöingu (hærri en þreföld efri mörk meöaigilda) kom fram hjá 0,8% sjúklinga sem fengu Zarator. Þessar hækkanir voru skammtaháðar og gengu til baka hjá öllum sjúklingunum. I klínískum rannsóknum kom fram hækkun á kreatin fosfókínasa í sermi (CPK)-gildum (hærri en þreföld efri mörk meðalgilda) hjá 2,5% sjúklinga sem fengu Zarator sem er sambærilegt og af völdum annarra HMG-CoA redúktasa hemla. Meira en tíföld gildi umfram efri meðalgildi komu fram hjá 0,4% sjúklinga sem fengu Zarator. Pakkningar og verð 1. mars 2004: Töflur 10 mg: (þynnupk.), 30 stk. 4.756 kr., 100 stk. 13.339 kr. Töflur 20 mg: (þynnupk.), 30 stk. 6.805 kr., 100 stk. 19.389 kr. Töflur 40 mg: (þynnupk.), 30 stk. 10.039 kr., 100 stk. 29.503 kr. Töflur 80 mg: (þynnupk.), 30 stk. 10.219 kr., 100 stk. 29.541 kr. Sjá nánari upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Lyfiö er lyfseöilsskylt og greiðist samkv. greiðslufyrirkomulagí 0 i lyfjaverðskrá. Pfizer, einkaumboð á íslandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2, 210 Garöabær. Heimildir: 1) The CURVES Study. Jones P, et al. Am Jour Cardiol 1998;(81):582-587. 2) STELLAR. Jones, et al. Am J Cardiol 2003;93:152-160. 3) Law, et al. BMJ 2003. 326;28 JUNE:1-7. 4) Effekt mált pá maksimal reduction af LDL. 5) Athyros V, et al. Curr Med Res Opin 2002.18(4):220-228. 6) Huninghake D, et al. J Fam Pract 1998;(47)349-356. 7) Aguilar-Salinas AC, et al. Atherosclerosis 2000;152:489-496. 8) The ASCOT study. Sever PS, et al.Lancet 2003;361:1149-1158. 522 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.