Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / LIKAMLEG ÞJALFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL látnir einstaklingar, þungaðar konur og konur með barn á brjósti voru útilokaðar var 2310 manns boðin þátttaka. Rannsóknin stóð yfir frá febrúar 2001 til janúarloka 2003. Samþykki Vísindasiðanefndar og Tölvunefndar var fengið fyrir rannsókninni. Líkamssamsetning Samsetning líkamsvelja var mæld á beinþéttnimæli- stofu Landspítala með dual energy X-ray absorp- tiometry (DXA, tvíorkudofnunarmæling) sem gefur upplýsingar um hlutfallslegt magn mismunandi lík- amsvefja. Hæð og þyngd voru mæld og þyngdarstuð- ullinn reiknaður út (þyngd í kg/hæð í m2). Gripstyrkur Jafnlengdar (isometric) gripstyrkur ríkjandi handar var mældur með Jamar mæli. Gerðar voru þrjár mæl- ingar á hverjum einstaklingi og meðaltal þeirra notað við frekari úrvinnslu. Sýnt hefur verið að gripstyrkur hefur nokkuð góða fylgni við vöðvastyrk í öðrum líkamshlutum (18,19). Spurningalistar Þátttakendur svöruðu spurningum varðandi lífsstíl og heilsufar, þar á meðal varðandi hversu oft í viku gönguferðir, sund eða önnur (og þá hvaða) líkams- rækt var stunduð. Einnig hvort íþróttir hefðu verið stundaðar fyrir 20 ára aldur. Þá voru þátttakendur beðnir um að lýsa vinnuálagi sínu á þeim tíma sem rannsóknin var gerð með því að velja einn af eftir- farandi möguleikum: aðallega kyrrstaða, til skiptis hreyfing og kyrrstaða, aðallega ganga án þungaburð- ar eða erfiðisvinna með göngu. I listanum var einnig spurt um reykingar. Staðlaður spurningalisti frá Manneldisráði Islands var notaður til þess að afla upplýsinga um matarvenj- ur og orkuinntöku þátttakenda. Urvinnsla á þessum upplýsingum var gerð með reikniforriti Manneldis- ráðs ICEFOOD. Tölfrœði Þátttakendum var skipt niður í aldurshópana 30-45 ára, 50-65 ára og 70-85 ára. Lýsandi tölfræði var notuð til þess að skoða dreifingu þjálfunar og vinnuálags í aldurshópunum og til þess að meta hlutfallslega skipt- ingu úrtaksins í þyngdarstuðulsflokka samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Meðaltöl þyngdarstuðuls, fituprósentu og gripstyrks voru borin saman fyrir mismunandi vinnuálag hjá 30-45 ára og 50-65 ára með ANOVA (analysis of variance), en ekki 70-85 ára þar sem gert var ráð fyrir að flestir þeir einstaklingar hefðu látið af launuðum störfum. ANOVA var einnig notuð til þess að bera saman hlutfall vöðvamassa þeirra sem stunduðu lyftingar og/eða tækjaþjálfun við vöðvamassa þeirra sem stunduðu aðeins þolþjálfun og þeirra sem enga þjálfun stunduðu. Samanburður á þyngdarstuðli og Tafla III. Helstu breytur eftir kyni og aldursflokkum (meðaltöl ± staðalfrávik) Konur 30-45 ára n=278 50-65 ára n=437 70-85 ára n=326 Hæö (m) 168,1 ± 5,9 165,6 ± 5,7 160,8 ± 5,6 Þyngd(kg) 71,7 ± 13,6 74,7 ± 13,5 69,9 ± 13,6 Þyngdarstuöull (kg/m2) 25,9 ± 5,0 27,0 ±4,6 27,0 ±4,4 Fita, hlutfall af líkamsmassa (%) 33,1 ± 6,3 37,4 ± 5,4 38,4 ± 5,5 Vöðvahlutfall (%) 63,6 ± 5,9 59,7 ± 5,0 59,0 ±5,3 Þjálfun (skipti á viku) 3,7 ±2,7 3,4 ±2,6 3,8 ±3,0 Gripstyrkur (kg) 31,3 ± 8,8 29,6 ±9,8 24,3 ±9,1 30-45 ára 50-65 ára 70-85 ára Karlar n=139 n=246 n=204 Hasð (m) 180,6 ± 5,9 179,2 ± 6,1 174,8 ±6,2 Þyngd (kg) 86,8 ± 14,2 89,0 ± 15,0 79,9 ± 13,6 Þyngdarstuðull (kg/m2) 26,7 ± 4,6 27,2 ± 4,5 26,4 ± 4,1 Fita, hlutfall af líkamsmassa (%) 22,9 ±5,3 25,8 ± 4,9 26,8 ± 5,3 Vöðvahlutfall (%) 73,8 ±4,9 71,1 ±4,6 70,0 ±5,0 Þjálfun (skipti á viku) 3,0 ±2,5 2,9 ±2,5 3,9 ±3,2 Gripstyrkur (kg) 43,7 ± 13,3 43,1 ± 10,8 33,9 ± 9,5 fituprósentu þeirra sem stunduðu/stunduðu ekki fþróttir fyrir 20 ára aldur var gerður með Student’s t-prófi fyrir mismunandi aldurshópa. Fjölþáttaað- hvarfsgreining var notuð til þess að meta samband fituprósentu og þjálfunar (skipti á viku, samfelld breyta), að teknu tilliti til aldurs og orkuneyslu. Slík greining var einnig notuð til þess að meta samband vöðvamassa og þjálfunar, að teknu tilliti til aldurs og sambands gripstyrks við vöðvamassa, þjálfun og aldur. Veldisvísagreining (logistic regression) var notuð til þess að meta tengsl líkamlegrar þjálfunar á ofþyngd og offitu (þyngdarstuðull >25) að teknu til- liti til aldurs og reykinga (reykir/reykir ekki). Þjálfun var hér skipt í flokkana aldrei, 1-2 sinnum í viku, 3-4 sinnum í viku og 5 sinnum í viku eða oftar og aldur meðhöndlaður sem samfelld breyta. Öll tölfræði var unnin sérstaklega fyrir konur og karla. Við úrvinnsl- una var notað tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 11,0, SPSS Inc., Chicago, II, BNA). Niðurstöður Af 2310 einstaklingum sem fengu boð um þátttöku voru 228 er svöruðu ekki og 452 vildu ekki eða gátu ekki tekið þátt. Alls tóku því 1630 einstaklingar þátt í rannsókninni (70,6% þátttaka). Þar sem markmið rannsóknarinnar var að lýsa líkamlegri áreynslu almennt var enginn útilokaður sökum sjúkdóma eða lyfjatöku. Yfirlit yfir helstu breytur er að finna í töflu III. Þyngdarstuðull hækkaði meðal þátttakenda á miðjum aldri en lækkaði aftur hjá þeim elstu. Hlutfall fitu af líkamsmassa jókst einnig með hækkandi aldri. Hjá konum var hlutfallið að meðaltali 33% hjá þeim yngstu og 38,4% hjá þeim elstu en var þó hæstur 40% hjá 70 ára konum. Meðaltalshlutfall fitu var 22,9%, Læknablaðið 2004/90 481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.