Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / LÍKAMLEG ÞJÁLFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL Tafla IV. Yfirlit yfir líkamlega þjálfun og vinnuálag. Hlutfallsleg dreifing í % 30-45 ára 50-65 ára 70 -85 ára Konur Hversu oft í viku stundar þú gönguferöir eða sund? Aldrei 23,4 25,4 30,2 1-2 sinnum 38,1 33,6 17,2 3-4 sinnum 23,8 25,7 24,9 5 sinnum eða oftar 14,7 15,3 27,7 Hversu oft í viku stundar þú einhverja líkamsrækt Aldrei 14,4 20,0 26,5 1-2 sinnum 20,2 26,4 13,0 3-4 sinnum 22,7 23,4 20,4 5 sinnum eða oftar 42,7 30,2 40,1 Hvernig myndir þú lýsa núverandi vinnuálagi þínu Aöallega kyrrstaöa 21,0 17,1 Til skiptis hreyfing og kyrrstaða 67,7 68,2 Aðallega ganga án þungrar byrði 8,0 10,9 Erfiðisvinna með göngu 3,3 3,8 Karlar Hversu oft í viku stundar þú gönguferöir eöa sund? Aldrei 30,2 30,9 25,5 1-2 sinnum 41,0 27,7 19,2 3-4 sinnum 20,1 27,7 27,0 5 sinnum eða oftar 8,7 13,7 28,3 Hversu oft í viku stundar þú einhverja líkamsrækt Aldrei 16,5 25,6 18,1 1-2 sinnum 24,4 19,5 18,1 3-4 sinnum 31,6 28,4 23,6 5 sinnum eða oftar 27,5 26,5 40,2 Hvernig myndir þú lýsa núverandi vinnuálagi þínu Aðallega kyrrstaöa 28,8 33,5 Til skiptis hreyfing og kyrrstaða 52,5 47,5 Aðallega ganga án þungrar byrði 4,3 7,4 Erfiðisvinna með göngu 14,4 11,6 Tafla V. Niöurstööur fjölþáttaaöhvarfsgreiningar fyrir samband fituprósentu við aldur, þjálfun og daglega orkuneyslu. 3 (95% öryggismörk) p-gildi Konur Aldur 0,074 (0,049-0,099) 0,00 Þjálfun á viku (skipti) -0,161 (-0,29- (-0,02)) 0,02 Kílókaloríur á dag/100 -0,08 (-0,13- (-0,02)) 0,01 Karlar Aldur 0,15 (0,07-0,23) 0,00 Þjálfun á viku (skipti) -0,12 (-0,278-0,03) 0,12 Kílókaloríur á dag/100 0,16 (-0,04-0,4) 0,12 Aldur • orkuneysla -0,004 (-0,007-(-0,0004)) 0,03 25,8% og 26,8% hjá 30-45 ára, 50-65 ára og 70-85 ára körlum. Mynd 2 sýnir hlutfall þeirra kvenna og karla sem eru samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar í undirþyngd, í kjörþyngd, of þungir og of feitir. Um helmingur kvenna á aldrinum 30-45 ára teljast of þungar/feitar (þyngdarstuðull a25) og hlutfallið fer vaxandi með aldri. Um tveir þriðju hlutar elstu kvennanna eru þannig of þung- ar/feitar. Aukningin er mest í flokki þeirra sem hafa þyngdarstuðul 25-29 en hlutfall þeirra sem teljast með offitu eykst aðeins lítillega með auknum aldri kvennanna, úr 20,5% í 23,3%. Hlutfallið er jafnara hjá körlunum þar sem 58-68% þeirra eru of þung- ir/feitir (þyngdarstuðull >25), þar af 16-18% með offitu sem er nokkuð lægra hlutfall en hjá konunum. Gripstyrkur minnkaði með hækkandi aldri hjá bæði konum og körlum (tafla III). Meðaltöl fyrir vikulegan fjölda göngu- eða sund- ferða, hversu oft í viku einhver þjálfun var stunduð og vinnuálag í mismunandi aldurshópum eru sýnd í töflu IV. Sund- og gönguferðir voru algengastar hjá elstu aldurshópunum. Konum sem stunduðu enga líkams- rækt fjölgaði með hækkandi aldri en hjá körlum voru það flestir í hópi 50-65 ára sem enga þjálfun stund- uðu. 18,7% kvenna og 24,1% karla stunduðu enga líkamlega þjálfun í frítíma sínum. Um fimmtungur kvenna og um þriðjungur karla unnu kyrrsetustörf. Prjú til níu prósent þátttakenda stunduðu enga þjálf- un í frístundum og unnu kyrrsetustörf. Hjá konum var leikfimi langalgengasta form líkamsræktar fyrir utan göngu og sund, sérstaklega í elsta aldursflokknum (70-85 ára) þar sem 22,1% stunduðu leikfimi af ýmsum toga. Um 16% yngstu kvennanna stunduðu tækja- eða lyftingaþjálfun og um 5% í þeim hópi stunduðu jóga. Fyrir utan göngu og sund var leikfimi einnig algengasta líkamsræktin hjá elstu körlunum (9,8% í aldurshópnum 70-85 ára) en knattspyrna hjá þeim yngstu (9,4% í aldurshópn- um 30-45 ára). Tæplega 8% stunduðu tækja- eða lyft- ingaþjálfun meðal þeirra yngstu. Um 5% karla 30-85 ára stunduðu bæði tækja- og þolþjálfun og 5% 50-85 ára karla stunduðu golf. Aðrar tegundir líkamsræktar voru minna stundaðar (sjá mynd 1). Þyngdarstuðull, fituprósenta og gripstyrkur voru ekki tengd vinnuálagi. Ekki var samhengi milli vinnu- álags og ástundun líkamsræktar, þeir sem unnu kyrr- setuvinnu voru jafnlíklegir til þess að stunda enga líkamsrækt og þeir sem unnu erfiðisvinnu. Ekki var marktækur munur á þyngdarstuðli eða fituprósentu þeirra sem stundað höfðu íþróttir fyrir 20 ára aldur og þeirra sem ekki gerðu það, að teknu tilliti til aldurs. Tækjaþjálfun og lyftingar voru mest stundaðar í aldurshópnum 30-45 ára (um 14% kvenna og karla), minna í hópi 50-65 ára (um 10% kvenna og karla) og minnst meðal 70-85 ára (3% kvenna og 6% karla). Þegar hlutfall vöðvamassa var skoðað sérstaklega hjá þessum hópum kom í ljós að konur á aldrinum 50-65 ára sem stunduðu tækja- eða lyftingaþjálfun höfðu marktækt meiri vöðvamassa en þær sem ekki stunduðu slíka þjálfun. í öðrum hópum var munurinn ekki tölfræðilega marktækur. Niðurstöður fjölþátta- aðhvarfsgreiningar gáfu til kynna neikvætt samband milli fituprósentu og þess hversu oft í viku hreyfing 482 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.