Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-2001 Brynja Ármannsdóttir1 LÆKNANEMI Laufey Tryggvadóttir2 FARALDSFRÆÐINGUR Jón Gunnlaugur Jónasson1,2,4 SÉRFRÆÐINGUR í MEINAFRÆÐI Elínborg J. Ólafsdóttir2 VERKFRÆÐINGUR Jens A. Guðmundsson3 SÉRFRÆÐINGUR í KVEN- SJÚKDÓMALÆKNINGUM 'Læknadeild, Háskóli íslands 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands 3Landspítali 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræöi. Unniö við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti Laufey Tryggvadóttir, Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, 125 Reykjavík. laufeyt@krabb. is Lykilorö: tíðahvarfahormón, hormónauppbótarmeðferð, tíðahvörf estrógen. Ágrip Inngangur: Frá lokum áttunda áratugarins hefur notk- un kvenhormóna (tíðahvarfahormóna), hjá konum á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf, aukist stöðugt. Þetta kom vel fram í fyrri rannsókn sem gerð var á hormónanotkun íslenskra kvenna sem höfðu svar- að heilsusöguspurningum á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands árin 1979-1996 (1). Núver- andi rannsókn er sjálfstætt framhald af fyrri rannsókn og var tilgangur hennar að kanna notkun tíðahvarfa- hormóna á Islandi árin 1996-2001 og bera saman við tímabilið 1979-1995. Efni og aðferðir: Notuð voru gögn Heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands frá árunum 1996-2001 og könnuð svör kvenna á aldrinum 40-69 ára við spurningum unt hormónanotkun. Athugaðar voru breytingar á hlutfalli kvenna sem nota hormón, hlutfalli samsettra hormóna miðað við estrógen ein- göngu, hlutfalli kvenna sem taka hormón í langan tíma og athuguð tengsl hormónanotkunar og reyk- inga. Samanburður var gerður við niðurstöður fyrri rannsóknar (1). Niðurstöður: Á árunum 1996-2001 svöruðu 16.649 konur (40-69 ára) spurningum um notkun tíðahvarfa- hormóna. Notkun jókst á tímabilinu og einnig varð aukning miðað við árin 1979-1995. Hærra hlutfall kvenna sem fæddar voru 1941-45 hafði einhvern tíma notað hormóna (68%) en kvenna fæddra 1931-35 (42%). Hormónanotkun við komu í Leitarstöð var algengust á aldrinum 52 til 53 ára (57%). Hutfall kvenna á aldrinum 50 til 55 ára sem tóku hormón við komu (-50%) var óbreytt á rannsóknartímabilinu. Langtímanotkun jókst stöðugt yfir tímabilið og árin 1996-98 höfðu 49% kvenna notað hormón lengur en í 5 ár, en 67% árin 1999-2001 sem er einnig mikil aukning miðað við fyrri rannsókn. Á tímabilinu 1996- 2001 höfðu 19% kvennanna notað hormón í 14 ár eða lengur. Tíðni reykinga var hærri hjá konum sem höfðu einhvern tíma notað tíðahvarfahormón (63%), en þeim sem aldrei tóku hormón (53%). Ályktanir: Hlutfall kvenna sem höfðu notað hormón og tímalengd hormónanotkunar jókst á tímabilinu 1996-2001 og jókst í samanburði við fyrra tímabil. ENGLISH SUMMARY Ármannsdóttir B, Tryggvadóttir L, Jónasson JG, Ólafsdóttir EJ, Guömundsson JA Use of hormone replacement therapy by lcelandic women in the years 1996-2001 Læknablaðið 2004; 90: 471-7 Introduction: Since the late seventies the use of hormone replacement therapy by peri- and postmenopausal women has been steadily increasing. This was shown in a former study of hormonal use among lcelandic women who had responded to a questionnaire when attending cancer screening at the Cancer Detection Clinic (CDC) of the lcelandic Cancer Society in the years 1979-1996. This current study is an independent extension of the former study with the goal of investigating menopausal hormone use among lcelandic women during the period of 1996- 2001 and comparing the results with the former study period of 1979-1995. Material and methods: We used data from the CDC for the period of 1996-2001 and reviewed the responses from lcelandic women aged 40-69 years to questions regarding hormonal use. We investigated changes in the proportion of women using hormones, the proportion of women using combined hormone replacement therapy, the proportion using long-time hormone replacement therapy, and also the relationship between hormonal use and smoking. We also compared our results to the former study results. Results: During the period 1996-2001,16.649 women aged 40-69 years responded to the questionnaire on hormonal use. There was an increase in use during that period, and also an increase compared to the period 1979-1995. Women born 1941-1945 were more likely to have ever used hormones (68%) than women born 1931- 35 (42%). Present use of hormones was most prevalent among 52-57 year old women (57%). The proportion of women aged 50-55 years reporting present use did not change over the period (-50%). Long term use increased steadily during the period. During 1996-98 the proportion of women who had used hormones for more than 5 years was 49%, compared to 67% of women 1999-2001. This is also a considerable increase compared to the former study period. In the years 1996-2001,19% of the women reported hormone use for 14 years or more. Smoking was more common among ever users of hormone replacement therapy (63%) than among never users of hormone replacement therapy (53%). Conclusions: The proportion of women who had used hormones and the duration of hormone use increased steadily during the period of 1996-2001. There was also a considerable increase compared to the former study period. Key words: hormones, hormone replacement therapy, menopause, estrogen. Correspondence: Laufey Tryggvadóttir, laufeyt@krabb.is Læknaulaðið 2004/90 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.