Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 15

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 15
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-2001 Brynja Ármannsdóttir1 LÆKNANEMI Laufey Tryggvadóttir2 FARALDSFRÆÐINGUR Jón Gunnlaugur Jónasson1,2,4 SÉRFRÆÐINGUR í MEINAFRÆÐI Elínborg J. Ólafsdóttir2 VERKFRÆÐINGUR Jens A. Guðmundsson3 SÉRFRÆÐINGUR í KVEN- SJÚKDÓMALÆKNINGUM 'Læknadeild, Háskóli íslands 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands 3Landspítali 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræöi. Unniö við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti Laufey Tryggvadóttir, Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, 125 Reykjavík. laufeyt@krabb. is Lykilorö: tíðahvarfahormón, hormónauppbótarmeðferð, tíðahvörf estrógen. Ágrip Inngangur: Frá lokum áttunda áratugarins hefur notk- un kvenhormóna (tíðahvarfahormóna), hjá konum á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf, aukist stöðugt. Þetta kom vel fram í fyrri rannsókn sem gerð var á hormónanotkun íslenskra kvenna sem höfðu svar- að heilsusöguspurningum á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands árin 1979-1996 (1). Núver- andi rannsókn er sjálfstætt framhald af fyrri rannsókn og var tilgangur hennar að kanna notkun tíðahvarfa- hormóna á Islandi árin 1996-2001 og bera saman við tímabilið 1979-1995. Efni og aðferðir: Notuð voru gögn Heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands frá árunum 1996-2001 og könnuð svör kvenna á aldrinum 40-69 ára við spurningum unt hormónanotkun. Athugaðar voru breytingar á hlutfalli kvenna sem nota hormón, hlutfalli samsettra hormóna miðað við estrógen ein- göngu, hlutfalli kvenna sem taka hormón í langan tíma og athuguð tengsl hormónanotkunar og reyk- inga. Samanburður var gerður við niðurstöður fyrri rannsóknar (1). Niðurstöður: Á árunum 1996-2001 svöruðu 16.649 konur (40-69 ára) spurningum um notkun tíðahvarfa- hormóna. Notkun jókst á tímabilinu og einnig varð aukning miðað við árin 1979-1995. Hærra hlutfall kvenna sem fæddar voru 1941-45 hafði einhvern tíma notað hormóna (68%) en kvenna fæddra 1931-35 (42%). Hormónanotkun við komu í Leitarstöð var algengust á aldrinum 52 til 53 ára (57%). Hutfall kvenna á aldrinum 50 til 55 ára sem tóku hormón við komu (-50%) var óbreytt á rannsóknartímabilinu. Langtímanotkun jókst stöðugt yfir tímabilið og árin 1996-98 höfðu 49% kvenna notað hormón lengur en í 5 ár, en 67% árin 1999-2001 sem er einnig mikil aukning miðað við fyrri rannsókn. Á tímabilinu 1996- 2001 höfðu 19% kvennanna notað hormón í 14 ár eða lengur. Tíðni reykinga var hærri hjá konum sem höfðu einhvern tíma notað tíðahvarfahormón (63%), en þeim sem aldrei tóku hormón (53%). Ályktanir: Hlutfall kvenna sem höfðu notað hormón og tímalengd hormónanotkunar jókst á tímabilinu 1996-2001 og jókst í samanburði við fyrra tímabil. ENGLISH SUMMARY Ármannsdóttir B, Tryggvadóttir L, Jónasson JG, Ólafsdóttir EJ, Guömundsson JA Use of hormone replacement therapy by lcelandic women in the years 1996-2001 Læknablaðið 2004; 90: 471-7 Introduction: Since the late seventies the use of hormone replacement therapy by peri- and postmenopausal women has been steadily increasing. This was shown in a former study of hormonal use among lcelandic women who had responded to a questionnaire when attending cancer screening at the Cancer Detection Clinic (CDC) of the lcelandic Cancer Society in the years 1979-1996. This current study is an independent extension of the former study with the goal of investigating menopausal hormone use among lcelandic women during the period of 1996- 2001 and comparing the results with the former study period of 1979-1995. Material and methods: We used data from the CDC for the period of 1996-2001 and reviewed the responses from lcelandic women aged 40-69 years to questions regarding hormonal use. We investigated changes in the proportion of women using hormones, the proportion of women using combined hormone replacement therapy, the proportion using long-time hormone replacement therapy, and also the relationship between hormonal use and smoking. We also compared our results to the former study results. Results: During the period 1996-2001,16.649 women aged 40-69 years responded to the questionnaire on hormonal use. There was an increase in use during that period, and also an increase compared to the period 1979-1995. Women born 1941-1945 were more likely to have ever used hormones (68%) than women born 1931- 35 (42%). Present use of hormones was most prevalent among 52-57 year old women (57%). The proportion of women aged 50-55 years reporting present use did not change over the period (-50%). Long term use increased steadily during the period. During 1996-98 the proportion of women who had used hormones for more than 5 years was 49%, compared to 67% of women 1999-2001. This is also a considerable increase compared to the former study period. In the years 1996-2001,19% of the women reported hormone use for 14 years or more. Smoking was more common among ever users of hormone replacement therapy (63%) than among never users of hormone replacement therapy (53%). Conclusions: The proportion of women who had used hormones and the duration of hormone use increased steadily during the period of 1996-2001. There was also a considerable increase compared to the former study period. Key words: hormones, hormone replacement therapy, menopause, estrogen. Correspondence: Laufey Tryggvadóttir, laufeyt@krabb.is Læknaulaðið 2004/90 471

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.