Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / LÍKAMLEG ÞJÁLFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL Mynd 2. Hlutfall þeirra sem eru I undirþyngd, í kjörþyngd, ofþungir °g offeitir samkvœmt skilgreiningu WHO á flokkun þyngdarstuðla. Konur 30-45 ára Karlar 30-45 ára Konur 50-65 ára Karlar 50-65 ára Konur 70-85 ára Karlar 70-85 ára Þyngdarstuðull | <18,5 H 18,5-24,9 □ 25-29,9 □ 30< þung/feit samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Gönguferðir og sund eru langalgengasta form þjálfunar sem íslendingar stunda, sérstaklega meðal þeirra eldri. Nær 30% þeirra sem voru 70 ára og eldri í okkar úrtaki stunduðu göngur eða sundferðir flesta daga vikunnar en hinir yngri virtust frekar sækja í hreyfingu sem fer fram innan veggja líkamsræktar- stöðva, svo sem tækja- og þolþjálfun. Margir sögðust stunda leikfimi en hún getur verið af ýmsum toga, allt frá því að gera æfingar sitjandi á stól til þess að vera mjög krefjandi alhliða þjálfun. Að meðaltali stunduðu 18,7% kvennanna í úrtaki okkar enga þjálfun. Þetta er svipað hlutfall og í Danmörku þar sem 17,3% kvenna stunda ekki þjálfun og í Noregi þar sem hlutfallið er 14,3% en mun hærra en hjá þeim þjóðum sem lægst hlutfall hafa í Evrópu, eða 5,9% hjá finnskum og 4,2% hjá sænskum konum. Hjá bandarískum konum er þetta hlutfall hins vegar talsvert hærra eða rúmlega 30% (15,20,21). Að meðaltali stunda 24,1% íslenskra karla enga þjálfun sem er mun hærra hlutfall en hjá öllum hin- um Norðurlandaþjóðunum. Hlutfallið er 15,6% hjá Dönum, 13,7% hjá Norðmönnum en er eins og hjá konunum lægst hjá Svíum (9,4%) og Finnum (6,6%). íslenskir karlar eru einnig óvirkari en þeir bandarísku þar sem hlutfall karla sem enga þjálfun stunda er um 21 % (15,20,21). Þess ber að geta að í rannsóknunum hafa verið notaðar mismunandi aðferðir til þess að nálgast upplýsingar um þjálfunarvenjur þátttakend- anna en skilgreiningar á því að stunda enga þjálfun sem notaðar hafa verið í ofantöldum rannsóknum hafa þó verið svipaðar (stundar ekki/aldrei þjálfun, stundar þjálfun sjaldnar en einu sinni í viku). Astæður þess að fleiri Islendingar kjósa kyrrsetu en nágranna- þjóðir okkar eru óljósar en má hugsanlega rekja til mismunandi umhverfisþátta, svo sem lengdar vinnu- dags, menningarþátta, hefða og veðurfars. Jafnvel þótt þyngdarstuðull sé nokkuð svipaður í hópi 30 ára og í hópi 85 ára eykst hlutfall fitu af líkamsmassa með hækkandi aldri. Minnkandi vöðva- massi hefur í för með sér minnkandi styrk og getur leitt til aukinnar áhættu á falli hjá þeim sem eldri eru. Einnig getur þverrandi styrkur haft í för með sér að getan til þess að sinna daglegum störfum minnkar og þannig haft áhrif á lífsgæði eldra fólks. Það er því mik- ilvægt fyrir þennan hóp að stunda þjálfun sem við- heldur eða byggir upp vöðvamassa. Langalgengasta form þjálfunar hjá elstu þátttakendunum í rannsókn okkar var sund og gönguferðir og aðeins 3-6% kvenna og karla yfir 70 ára aldri stunduðu tækjaþjálf- un. Það virðist því mikið vanta upp á að þessi hópur stundi viðeigandi þjálfun til þess að viðhalda vöðva- massa og styrk sínum. Niðurstöður okkar benda til enn meira algengis ofþyngdar og offitu hjá konum en kom fram í nýút- kominni skýrslu Manneldisráðs (22) þar sem þátt- takendur um allt land svöruðu spurningalistum. Athuganir hafa sýnt að þegar spurningalistar eru not- aðir í rannsóknum segja þátttakendur líkamsþyngd sína oft marktækt lægri en síðar kemur í ljós með mælingum (23, 24). Gott samræmi er á milli okkar niðurstaðna og þeirra sem fengust í rannsókn Hjarta- verndar (25) sem fór fram á árunum 1993-1994 og virðist sem hlutfall of þungra og of feitra hafi haldist óbreytt frá þeim tíma í aldurshópi 30 ára og eldri. Svo virðist sem holdafar íslendinga sé svipað og annarra Evrópuþjóða en að hlutfall einstaklinga með offitu hér á landi sé lægra en í Bandaríkjunum (25-28). Niðurstöður okkar benda til þess að þjálfun þurfi að stunda að minnsta kosti fimm daga vikunnar til þess að minnka líkur á ofþyngd og offitu. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram hjá norskum miðaldra einstaklingum (29). f þýskri rannsókn á meira en 10.000 miðaldra einstaklingum kom fram að þyngd- arstuðull þeirra karla sem stunduðu meðalákafa eða ákafa þjálfun, fimm sinnum í viku eða oftar, var lægri en þeirra sem ekki stunduðu þjálfun. Hjá konunum var þyngdarstuðullinn lægri hjá þeim sem stunduðu þjálfunina tvisvar til ellefu sinnum í mánuði og þrisvar til fjórum sinnum í viku eða oftar. Þeir sem stunduðu létta þjálfun fimm sinnum í viku eða 484 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.