Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LIFEYRISMAL á mánuði. Verði makalífeyririnn skertur eins og um er rætt fengi hann 269 þúsund krónur á mánuði sem jafngildir 17% hækkun á eftirlaunum. Pað munar um minna, ekki síst ef hann lætur af störfum 65 ára og lifir í 18 eða 20 ár eftir það. Það eru ýmsir möguleikar á að tryggja maka sínum lífeyri ef menn telja þörf á því, til dæmis með því að kaupa líftryggingu, en halda samt hærri eftirlaunum. Einnig er hægt að skipta eftir- launaréttindum á milli sjóðfélaga og maka. Þessi dæmi verða menn að hugsa og gera upp hug sinn til þess hvernig þeir telja hag sínum best borg- ið,“ segir Þorkell. Hugmyndin er sú að skipta hinum sameinaða sjóði í þrjár deildir: Tryggingadeild tekur við iðgjöldum og greiðir örorku-, maka- og barnalífeyri Eftirlaunadeild ávaxtar fé sjóðfélaga sem nota skal til ellilífeyrisgreiðslna, en þegar sjóðfélagi hefur töku ellilífeyris færist eign hans yfir í Lífeyrisdeild sem greiðir ellilífeyri til æviloka. Hugsunin með þessari deildaskiptingu er að veita sjóðnum möguleika á að reka mismunandi fjárfest- ingarstefnu eftir því hvaða deild á í hlut en jafnframt að draga úr áhætlunni á því að slæm fjárfestingarár hefðu mikil áhrif á lífeyrisréttindi þeirra sem eldri eru. Lífeyrissjóðum fækkar Þorkell segir að sjóðsstjóm hafi ekki skoðað aðra sjóði og raunar sé honum ekki vel við þá spurningu. Honum líkar ekki sú lilhugsun að fara með réttindi sjóðfélaga á einhvern uppboðsmarkað. Það sem hann sjái í þessari sameiningu sé að með henni verði til nokkuð stór og öflugur sjóður. „Lífeyrissjóðirnir eru um það bil 50 talsins um þessar mundir og þeim á örugglega eftir að fækka á næstunni. Fyrir örfáum dögum voru fréttir sagðar af því að tveir af stærstu sjóðunun, Lífeyrissjóður sjómanna og Framsýn, væru að ræða sameiningu. Sjóðirnir eru ekki í neinni samkeppni sín á milli, þvert á móti er mikil samvinna á milli þeirra,“ segir hann. Talsverður stærðarmunur er á sjóðunum tveim- ur ef litið er á fjölda sjóðfélaga. Lífeyrissjóður lækna taldi 1134 virka félaga um síðustu áramót en Almenni lífeyrissjóðurinn 11.300. Eignir LL eru hins vegar mun meiri en samtryggingarsjóðs Almenna og sömuleiðis eru skuldbindingarnar meiri en það stafar af því að LL er mun eldri sjóður, sjóðfélagar með hærri laun og hlutfall samtryggingar er mun hærra í LL. Almenni lífeyrissjóðurinn er upphaflega stofn- aður sem séreignarsjóður í vörslu íslandsbanka en fyrir nokkrum árum sameinaðist hann lífeyrissjóðum arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistarmanna og leið- sögumanna. Framkvæmdastjóri beggja sjóða er sá sami, Gunnar Baldvinsson. „Þetta er rétt skref“ - En hver er staða málsins núna? „Hún er sú að framkvæmdastjóri og trygginga- stærðfræðingar sjóðanna tveggja hafa sett upp líkan að uppbyggingu sameinaðs sjóðs og stjórnir sjóðanna hafa gefið út viljayfirlýsingu um að þær ætli að halda viðræðunum áfram. Næsta skref verður að leggja hugmyndir okkar fyrir Fjármálaeftirlitið sem verður að samþykkja þær. Enn eru ýmis útfærsluatriði eftir, svo sem um tengsl sjóðsins við Islandsbanka. Að sjálfsögðu verður þetta borið undir sjóðfélaga á næsta ársfundi og það verður ekki farið út í sam- eininguna nema um hana ríki sátt. Ég er bjartsýnn á að þetta geti gerst eftir næsta ársfund.“ - Sameiningarhugmyndin hefur verið rædd á tveimur fundum lækna að undanförnu, formanna- fundi LÍ og ársfundi LL, og urðu þar allnokkrar umræður um málið. Eru ekki töluverðar tilfinningar í þessu máli eða taka læknar afstöðu á grundvelli kaldra skynsemisraka? „Það eru miklar tilfinningar á ferðinni og þær eru auðskiljanlegar. Sjóðurinn er rótgróinn og mönnum þykir vænt um hann. Sumir þeirra eldri muna enn þann slag sem það kostaði að koma honum á laggirn- ar. Svo á hann allt í einu að skipta um nafn og sam- einast öðrum sjóði.“ - En það er enginn efi í þínum huga að þetta sé rétt skref? „Ég er búinn að hugsa mikið um þetta og því meir sem ég hugsa þeim mun sannfærðari verð ég um að þetta sé rétt. Við lækkum kostnað við rekstur sjóðs- ins, drögum úr áhættu, gerum sjóðinn og réttindi sjóðfélaga sveigjanlegri. Menn fá einfaldlega meira fyrir peningana sína,“ segir Þorkell Bjarnason stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs lækna. Þorkell Bjarnason formaður stjórnar Lífeyrissjóðs lækna. Læknablaðið 2004/90 507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.