Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KRABBAMEINSSKRÁIN Krabbameinsskráín fimmtug - Rætt við Jón Gunnlaug Jónasson yfirlækni og Laufeyju Tryggvadóttur framkvæmdastjóra Sennilega eru þær fáar upplýsingaveiturnar sem oftar er vitnað til í fræðigreinum Læknablaðsins en Krabbameinsskráin. Þann 10. maí var liðin hálf öld frá því hafist var handa um að skrá inn í hana upplýsingar um öll krabbamein sem greinast á íslandi. Af því tilefni var haldin ráðstefna og gefið út glæsilegt rit, Krabbamein á lslandi, þar sem upplýsingum úr skránni er miðlað til fræðimanna og almennings á aðgengilegu formi. Læknablaðið fór á stúfana og hitti að máli þau Jón Gunnlaug Jónasson yfirlækni og Laufeyju Tryggvadóttur framkvæmdastjóra Krabba- meinsskrárinnar. Þann 10. maí 1954 var fyrsti starfsmaðurinn, Halldóra Thoroddsen, ráðinn til starfa við Krabba- meinsskrána og við það er afmælisdagurinn miðaður. Helsti hvatamaður að stofnun skrárinnar var Níels Dungal en Ólafur Bjarnason var fyrsti yfirlæknir hennar. „Níels skrifaði grein um nauðsyn þess að koma svona skrá á laggimar árið 1949 í Fréttabréf um heil- brigðismál og sagði þar meðal annars að til þess að vinna sigur á óvini sínum þurfi maður að þekkja hann. Vilmundur Jónsson landlæknir tók málið formlega upp á vettvangi stjórnsýslunnar og árið 1954 varð skráin að veruleika,“ segja þau Jón og Laufey. „Tilgangur skrárinnar er að halda góðar skýrslur yfir öll greind krabbamein í landinu. Inn í hana er skráð greining meinsins, staðsetning í líkama og teg- und æxlis. Einnig er dagsetning greiningar og hvort sjúklingur lifir af eða deyr af völdum krabbameinsins. Það er því hægt að lesa út úr skránni hversu margir lifa af og hversu lengi þeir lifa, hvort þeir greinast aftur eða með fleiri en eitt mein.“ Rannsóknar- og stjórntæki Skráin hefur frá upphafi verið starfrækt af Krabba- meinsfélagi Islands og er það enn þótt heilbrigð- isráðuneytið greiði nú tæplega helming rekstrar- kostnaðar hennar. Eins og áður segir var Ólafur Bjarnason fyrsti yfirlæknir hennar og gegndi hann starfinu lil ársins 1975. Þá tók Hrafn Tulinius við og gegndi starfinu til ársins 2001 þegar Jón Gunnlaugur tók við sem yfirlæknir og Laufey sem framkvæmda- stjóri. Þau telja líklegt að fyrirmynd Níelsar hafi verið danska krabbameinsskráin sem stofnsett var fyrir 1950 og var sú fyrsta á Norðurlöndum. Hinar þjóðirn- ar tóku upp sama sið á sjötta áratugnum og þær hafa haft nána samvinnu frá upphafi. Laufey segir að þessi norræna samvinna sé einstæð í heiminum enda sé starf Norðurlandanna að krabbameinsmálum talið til mikillar fyrirmyndar. Það er ekki lítils virði í barátt- unni við þennan vágest að eiga skrár sem gefa tæm- andi mynd af þróun sjúkdómsins í löndunum fimm um hálfrar aldar skeið. „Það hefur ómetanlega þýðingu fyrir rannsóknir á krabbameini að hafa þessa skrá. An hennar hefð- um við ekki hugmynd um hvar við stöndum,“ segir Laufey og Jón bætir því við að skráin hafi ekki síður gildi fyrir áætlanagerð í heilbrigðismálum. „Það á bæði við um mat á útgjöldum og eins ef við ætlum okkur að taka upp skimun fyrir einhverri tegund krabbameins. Það væri nánast út í bláinn ef við hefð- um ekki þessa skrá,“ segir hann. Laufey nefnir líka dæmi frá Tsjernóbyl þar sem óhapp í kjarnorkuveri olli geislunarslysi. Þar lentu menn í erfiðleikum með að meta áhrifin vegna þess að það var engin skrá til yfir krabbamein í landinu. Jón Gunnlaugur Jónasson yfirlœknir og Laufey Tryggvadóttir framkvœmdastjóri Krabbameinsskrárinnar. Gott samstarf við lækna Þröstur Jón segir að rannsóknargildi skrárinnar verði seint Haraldsson Læknablaðið 2004/90 501
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.