Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / GALLKÖGUN Tíðni alvarlegra fylgikvilla gallkögunar Niðurstöður fyrstu 1008 aðgerða á Landspítala Ólöf Viktorsdóttir' LÆKNANEMI Sigurður Blöndal2 SÉRFRÆÐINGUR í ALMENN- UM SKURÐLÆKNINGUM Jónas Magnússon1,2 SÉRFRÆÐINGUR í ALMENN- UM SKURÐLÆKNINGUM 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Jónas Magnússon, jonas@landspitali. is Lykilorð: gallkögun, fylgikvillar. Ágrip Tilgangur: Fyrsta gallkögunin á íslandi var fram- kvæmd árið 1991. Hún er nú með algengari aðgerð- um. Þekktur alvarlegur fylgikvilli aðgerðarinnar er áverki á gallpípu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tegundir og tíðni fylgikvilla gallkögunar frá 1991-1998 á Landspítalanum með sérstakri áherslu á gallgangaáverka. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturvirka rannsókn á öllum sjúklingum sem fóru í gallkögun á árunum 1991-1998. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinganna en þeir voru fundnir með ICD greining- um og aðgerðarnúmerum. Skráð voru aldur og kyn, hvort um bráðaaðgerð eða valaðgerð var að ræða og hvort snúið var yfir í opna aðgerð. Fylgikvillar, þar á meðal áverki á gallpípu eftir aðgerð, voru skráðir, svo og tíðni enduraðgerða. Niðurstöður: 1008 sjúklingar komu til aðgerðar fyrstu átta árin. Af þeim voru 727 (72%) konur. Algengasti fylgikvilli reyndist vera gallleki. Tuttugu og þrír sjúklingar (2,3%) fengu gallleka frá gallpíplu eða gallblöðrubeð í kjölfar aðgerðarinnar. Tuttugu sjúk- lingar (2%) fengu blæðingu í kviðarhol eftir aðgerð. Steinar urðu eftir í gallpípu hjá 17 sjúklingum (1,5%). Fjórir sjúklingar (0,4%) fengu blóðkökk (hematoma) í gallblöðrubeð. Tveir sjúklingar (0,2%) fengu skaða á gallpípu og þrír sjúklingar (0,3%) létust í kjölfar aðgerðarinnar. Hundrað og sex (10,5%) gallkögun- um var snúið í opna aðgerð en fjöldi þeirra var mjög mismunandi milli ára, mest 29 (23%) annað árið, en eftir það á bilinu 5-10%. Sjötíu og fjórar (70%) þeirra aðgerða sem snúið var í opna aðgerð voru bráðaað- gerðir. Ályktun: Tíðni alvarlegra fylgikvilla eftir gallblöðru- aðgerðir með kviðsjá á Landspítala er lág og sambæri- leg við niðurstöður rannsókna erlendis frá. Inngangur Árið 1991 var fyrsta gallkögunin (laparascopic chole- cystectomy) á íslandi framkvæmd af Sigurgeiri Kjart- anssyni á Landakotsspítala. Læknar á öðrum sjúkra- húsum fylgdu fljótlega á eftir og aðgerðin varð fljótt algeng víða hérlendis (1-4). Þessi aðgerð var tekin upp á Vesturlöndum án grundvallarsamanburðar á henni og opinni aðgerð með tilliti til meiriháttar fylgikvilla en fljótlega var þó ljóst að um örugga aðgerð var að ræða (5). Hafa ber í huga að opin gallblöðrutaka var og er ein allra öruggasta aðgerð sem kviðarholskurð- ENELISH SUMMARY Viktorsdóttir Ó, Blöndal S, Magnússon J Frequency of serious complications following laparoscopic cholecystectomy Læknablaöiö 2004; 90: 487-90 Objectives: In the the last decade laparoscopic cholecystectomy has emerged as the prefered method in the treatment of gallbladder stones. It has proved to be safe and has a relatively low rate of complications. However, major bile duct injuries occur more frequently during laparoscopic cholecystectomy when compared to the open procedure. The aim of this study was to examine the types and frequency of complications occurring during the initial period of laparoscopic cholecystectomy (1991- 1998) at Landspitali University Hospital with a special emphasis on major bile duct injuries. Materials and methods: A retrospective analysis was performed on patients charts and operative notes of those who underwent laparoscopic cholecystectomy during the years 1991-1998. Results: 1008 consecutive patients were included in the study of which 727 (72%) were females. Bile leak from the cystic duct or the gallbladder bed was the most common complication and occurred in 23 patients (2.3% ). Twenty patients (2%) had an intra-abdominal bleeding postoperatively. Seventeen (1.5%) of the patients had retained stones. Four patients (0.4%) developed a haematoma in the gallbladder bed. Two patients (0.2%) had a lesion of a bile duct and three patients (3%) died in the postperative phase. One hundred and six (10.5%) laparoscopic cholecystectomies were converted to an open procedure with the number of conversions highest in the second year (23%) of the procedure but thereafter the conversion rate was between 5 and 10%. Of the operations which required conversion from a laparoscopic procedure to an open one 74 (70%) were operations done urgently or as an emergency. Conclusion: Laparoscopic cholecystectomy at Landspitali University Hospital is a safe procedure with a low incidence of complications including major biliary injury. These findings are in accordance with results from other similar studies. Key words: laparascopic cholecystectomy, major complications. Correspondance: Jónas Magnússon, jonasbjorn@aol.com læknar gera (6, ). í kjölfar gallkagana fór að bera á alvarlegum fylgikvilla, það er áverka á gallpípum (ductus hepaticus communis og/eða ductus choledoc- hus). Virtist tíðni slíkra áverka vera ríflega helmingi Læknablaðið 2004/90 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.