Læknablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / LÍKAMLEG ÞJÁLFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL
Badminton ■ Konur 30-85 ára
Blak
Dans
Fjallgöngur •
Fótbolti ■
Golf
Flestar
Fljól/spinning ■H
Fllaup/skokk
Körfubolti
Leikfimi
Sjálfsvarnaríþrótt
Sjúkraþjálfun
Skvass
Sundleikfimi
Tæki/lyftingar .
Tæki og hjól ■
Tæki og ganga .
Tæki og hlaup/skokk .
Jóga •
Þolfimi .
T------------1-----------1 I-----------1-----------1
0 2 4 6 8 10 12
Ástundun I %
Badminton • Karlar 30-85 ára
Blak •
Dans ■
Fjallgöngur ■
Fótbolti ■ mm
Golf ■
Flestar •
Hjól/spinning ■ msmmm
Hlaup/skokk •
Körfubolti ■
Leikfimi ■
Sjálfsvarnaríþrótt •
Sjúkraþjálfun .
Skvass ■
Sundleikfimi ■
Tæki/lyftingar ■
Tæki og hjól ■ HBBBBBBBM^B
Tæki og ganga ■
Tæki og hlaup/skokk - wsm
Jóga ■ mmm
Þolfimi • ■
5 2 4 6
Ástundun! %
var stunduð, að teknu tilliti til aldurs og orkuneyslu
(tafla V). Pannig lækkar fituprósentan um 0,16%
fyrir hvert skipti sem konur stunda líkamsrækt sé
aldur og orkuneysla sú sama. Þannig má sjá að búast
má við því að hjá 40 ára konu sem neytir 1940 kcal á
dag (meðaltalsneysla hjá konum á þessum aldri) sé
fituhlutfall 35,4% stundi hún enga þjálfun en 34,6%
stundi hún þjálfun fimm sinnum í viku. Engin mark-
tæk víxlverkun (interaction) kom fram hjá konunum.
Hjá körlum lækkar fituprósentan um 0,12% fyrir
hvert skipti líkamsræktar miðað við sama aldur og
orkuneyslu. Víxlverkun var milli orkuneyslu og ald-
urs þannig að eldri karlar höfðu lægra fituhlutfall
fyrir gefna orkuinntöku en ef aðeins var tekið tillit
til aldurs. Ef miðað er við 2375 kcal á dag fyrir 50
ára karl má þannig búast við um 24,4% fituhlutfalli
en fyrir 70 ára karl má búast við 25,5% fituhlutfalli.
Svipaðar niðurstöður fengust á tengslum vöðvamassa
og líkamsþjálfunar, að teknu tilliti til aldurs hækkaði
hlutfall vöðvamassa kvennanna um 0,18% fyrir hvert
skipti líkamsþjálfunar á viku (p=0,004) en aukningin
(0,08%) var ekki marktæk hjá körlum. Hjá báðum
kynjum lækkaði hlutfall vöðvamassa með hækkandi
aldri, um 0,06-0,08% fyrir hvert aldursár.
Fjölþáttaaðhvarfsgreining á gripstyrk leiddi í ljós
að hjá konum fór hann marktækt minnkandi með
aldri (p<0,01) en var ekki marktækt fylgjandi hlut-
falli vöðvamassa eða ástundun líkamsþjálfunar. Hjá
körlum fór gripstyrkur einnig minnkandi með aldri
(p<0,01), jókst með auknu hlutfalli vöðvamassa
(p=0,02) en ekki með aukinni ástundun þjálfunar.
f töflu VI má sjá niðurstöður veldisvísagreiningar
fyrir þyngdarstuðul £25. Bæði hjá konum og körlum
voru niðurstöðurnar ómarktækar þegar bornir voru
saman þeir einstaklingar sem enga þjálfun stunduðu
og þeir sem þjálfuðu 1-2 sinnum eða 3-4 sinnum í
viku. Hins vegar kom í ljós að hlutfallslíkur (odds
ratio) á að teljast of þungur/feitur voru næstum helm-
ingi minni fyrir konur og karla sem stunduðu þjálfun IWynd 1. Tegundirþjálfunar,
fimm sinnum í viku eða oftar en hjá þeim sem enga fyrír utan göngu og sund.
þjálfun stunduðu. Líkurnar á ofþyngd/offitu jukust
lítillega með hverju aldursári og voru minni hjá reyk-
ingafólki en reyklausum. Að meðaltali mældist þyngd-
arstuðull reykingafólks um 1-2 kg/m2 lægri en hjá
þeim sem ekki reyktu. I öllum aldursflokkum stund-
aði reykingafólk þjálfun sjaldnar en þeir sem ekki
reyktu, munurinn var þó aðeins tölfræðilega mark-
tækur hjá 50-65 ára konum og 30-45 ára körlum.
Umræða
í þessari rannsókn höfum við kannað hvers konar
og hve mikla hreyfingu íslendingar á aldrinum 30-85
ára stunda í vinnu og frístundum. Við fundum að um
30-40% kvenna og karla stunda þjálfun í frístundum
fimm sinnum í viku eða oftar, nægilega oft samkvæmt
viðmiðum CDC og ACSM í Bandaríkjunum. í heild-
ina voru 59,5% kvenna og 63,7% karla í úrtakinu
Tafla VI. Hlutfallslíkur (odds ratio) fyrir ofþyngd eða offitu (BMI £25, Body Mass Index, líkamsþyngdarstuðull) hjá konum og körlum.
Konur Karlar
Hlutfallslíkur (95% öyggisbil) Hlutfallslíkur (95% öyggisbil)
Þjálfun Aldrei 1-2 sinnum í viku 3-4 sinnum I viku 5 sinnum eöa oftar í viku 1 (Viömið) 0,88 (0,59-1,34) 0,83 (0,55-1,24) 0,53 (0,37-0,77) 1 (Viðmið) 0,96 (0,57-1,62) 1,08 (0,66-1,78) 0,59 (0,37-0,94)
Aldur 30-45 ára 50-65 ára 70-85 ára 1 (Viðmiö) 1,51 (1,1-2,06) 1,65 (1,18-2,31) 1 (Viömiö) 1,50 (0,97-2,32) 1,20 (0,76-1,89)
Reykingar Reykir Reykir ekki 0,58 (0,42-0,80) 1 (Viðmiö) 0,68 (0,44-1,05) 1 (Viömið)
Læknablaðið 2004/90 483