Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 28

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 28
FRÆÐIGREINAR / LÍKAMLEG ÞJÁLFUN OG ÞYNGDARSTUÐULL Mynd 2. Hlutfall þeirra sem eru I undirþyngd, í kjörþyngd, ofþungir °g offeitir samkvœmt skilgreiningu WHO á flokkun þyngdarstuðla. Konur 30-45 ára Karlar 30-45 ára Konur 50-65 ára Karlar 50-65 ára Konur 70-85 ára Karlar 70-85 ára Þyngdarstuðull | <18,5 H 18,5-24,9 □ 25-29,9 □ 30< þung/feit samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Gönguferðir og sund eru langalgengasta form þjálfunar sem íslendingar stunda, sérstaklega meðal þeirra eldri. Nær 30% þeirra sem voru 70 ára og eldri í okkar úrtaki stunduðu göngur eða sundferðir flesta daga vikunnar en hinir yngri virtust frekar sækja í hreyfingu sem fer fram innan veggja líkamsræktar- stöðva, svo sem tækja- og þolþjálfun. Margir sögðust stunda leikfimi en hún getur verið af ýmsum toga, allt frá því að gera æfingar sitjandi á stól til þess að vera mjög krefjandi alhliða þjálfun. Að meðaltali stunduðu 18,7% kvennanna í úrtaki okkar enga þjálfun. Þetta er svipað hlutfall og í Danmörku þar sem 17,3% kvenna stunda ekki þjálfun og í Noregi þar sem hlutfallið er 14,3% en mun hærra en hjá þeim þjóðum sem lægst hlutfall hafa í Evrópu, eða 5,9% hjá finnskum og 4,2% hjá sænskum konum. Hjá bandarískum konum er þetta hlutfall hins vegar talsvert hærra eða rúmlega 30% (15,20,21). Að meðaltali stunda 24,1% íslenskra karla enga þjálfun sem er mun hærra hlutfall en hjá öllum hin- um Norðurlandaþjóðunum. Hlutfallið er 15,6% hjá Dönum, 13,7% hjá Norðmönnum en er eins og hjá konunum lægst hjá Svíum (9,4%) og Finnum (6,6%). íslenskir karlar eru einnig óvirkari en þeir bandarísku þar sem hlutfall karla sem enga þjálfun stunda er um 21 % (15,20,21). Þess ber að geta að í rannsóknunum hafa verið notaðar mismunandi aðferðir til þess að nálgast upplýsingar um þjálfunarvenjur þátttakend- anna en skilgreiningar á því að stunda enga þjálfun sem notaðar hafa verið í ofantöldum rannsóknum hafa þó verið svipaðar (stundar ekki/aldrei þjálfun, stundar þjálfun sjaldnar en einu sinni í viku). Astæður þess að fleiri Islendingar kjósa kyrrsetu en nágranna- þjóðir okkar eru óljósar en má hugsanlega rekja til mismunandi umhverfisþátta, svo sem lengdar vinnu- dags, menningarþátta, hefða og veðurfars. Jafnvel þótt þyngdarstuðull sé nokkuð svipaður í hópi 30 ára og í hópi 85 ára eykst hlutfall fitu af líkamsmassa með hækkandi aldri. Minnkandi vöðva- massi hefur í för með sér minnkandi styrk og getur leitt til aukinnar áhættu á falli hjá þeim sem eldri eru. Einnig getur þverrandi styrkur haft í för með sér að getan til þess að sinna daglegum störfum minnkar og þannig haft áhrif á lífsgæði eldra fólks. Það er því mik- ilvægt fyrir þennan hóp að stunda þjálfun sem við- heldur eða byggir upp vöðvamassa. Langalgengasta form þjálfunar hjá elstu þátttakendunum í rannsókn okkar var sund og gönguferðir og aðeins 3-6% kvenna og karla yfir 70 ára aldri stunduðu tækjaþjálf- un. Það virðist því mikið vanta upp á að þessi hópur stundi viðeigandi þjálfun til þess að viðhalda vöðva- massa og styrk sínum. Niðurstöður okkar benda til enn meira algengis ofþyngdar og offitu hjá konum en kom fram í nýút- kominni skýrslu Manneldisráðs (22) þar sem þátt- takendur um allt land svöruðu spurningalistum. Athuganir hafa sýnt að þegar spurningalistar eru not- aðir í rannsóknum segja þátttakendur líkamsþyngd sína oft marktækt lægri en síðar kemur í ljós með mælingum (23, 24). Gott samræmi er á milli okkar niðurstaðna og þeirra sem fengust í rannsókn Hjarta- verndar (25) sem fór fram á árunum 1993-1994 og virðist sem hlutfall of þungra og of feitra hafi haldist óbreytt frá þeim tíma í aldurshópi 30 ára og eldri. Svo virðist sem holdafar íslendinga sé svipað og annarra Evrópuþjóða en að hlutfall einstaklinga með offitu hér á landi sé lægra en í Bandaríkjunum (25-28). Niðurstöður okkar benda til þess að þjálfun þurfi að stunda að minnsta kosti fimm daga vikunnar til þess að minnka líkur á ofþyngd og offitu. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram hjá norskum miðaldra einstaklingum (29). f þýskri rannsókn á meira en 10.000 miðaldra einstaklingum kom fram að þyngd- arstuðull þeirra karla sem stunduðu meðalákafa eða ákafa þjálfun, fimm sinnum í viku eða oftar, var lægri en þeirra sem ekki stunduðu þjálfun. Hjá konunum var þyngdarstuðullinn lægri hjá þeim sem stunduðu þjálfunina tvisvar til ellefu sinnum í mánuði og þrisvar til fjórum sinnum í viku eða oftar. Þeir sem stunduðu létta þjálfun fimm sinnum í viku eða 484 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.