Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 11

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 11
RITSTJÓRNARGREINAR Einkarekstur í heilbrigðiskerfi Undanfarið hefur talsvert borið á umræðum um aukinn kostnað þjóðfélagsins í heilbrigðiskerfinu. Finnst stjórnmálamönnum sem útdeila fjármunum ríkisins kostnaður hafa aukist stjórnlaust og gripið í taumana. Landspítali hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu og verið settur í fjármagnsspenni- treyju og því hefur hann þurft að endurskoða hvaða þjónustu er nauðsynlegt að veita og draga úr ann- arri þjónustu sem hægt er að veita annars staðar en á hátæknisjúkrahúsi. Eitt af því sem spítalinn hefur bent á að hægt væri að sinna utan hans er tæknifrjóvganir, þar sem ekki er um bráðaþjónustu að ræða og starfsemin sem slík þyrfti ekki nauðsynlega vera innan veggja spítalans. Tæknifrjóvgun hefur verið framkvæmd hér á landi síðastliðin 12 ár og hefur starfsemin gengið vel frá upphafi og árangur góður. En þrátt fyrir það hefur starfseminni verið sniðinn þröngur stakkur með aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk og ætíð hefur verið biðlisti eftir meðferð. Þannig hefur verið þrengt að starfseminni og hefur hún ekki fengið að þróast sem skyldi. Færsla og breytingar á reksti tæknifrjóvgunar- deildar frá Landspítala gæti þannig skapað umhverfi þar sem hægt væri að eyða biðlista eftir meðferð og einnig skapað grundvöll fyrir frekari þróun starfsem- innar, meðal annars við markaðssetningu erlendis. Undanfarin ár hafa stjómvöld víða í Evrópu brugðist við biðlistum í heilbrigðiskerfinu og tryggt sjúkingum ákveðin réttindi með því að setja tínra- mörk á bið eftir þjónustu. Þannig geta sjúklingar leitað út fyrir hið ríkisrekna kerfis, meðal annars til annarra landa eftir þjónustu ef ekki hefur verið unnt að tryggja þeim hana innan ákveðins tíma. Hafa því sjúklingar í æ ríkara mæli leitað eftir læknisþjónustu fyrir utan sitt heimaland þar sem hún er skjótari, og jafngóður eða betri árangur hefur gefist. Þannig hefur ísland ekki farið varhluta af þessari þróun. Markaðir hafa verið að færast sífellt nær og samgöngur hafa stóraukist og finnst fólki í dag ekki tiltökumál að ferðast til nálægra landa eftir þjónustu, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Löngu tímabært er því að huga að markaðssetn- ingu á íslenskri heilbrigðisþjónustu erlendis þar sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur sýnt að það er fylli- lega samkeppnisfært á þeim markaði. A sama tíma þarf að tryggja heilbrigðisstarfsfólki í einkarekstri sömu starfsskilyrði eins og fyrirtæki í öðrum rekstri hafa fengið. Að halda heilbrigðisþjónustu í rígbundið form kallar á stöðnun og óhagræði. Þetta fastmótaða form þarf að laga að breyttum aðstæðum. Þannig getur sveigjanleiki og drifkraftur einkareksturs í heilbrigð- isþjónustu orðið til aukinnar framleiðni og framþró- unar. Jafnframt því gæti slíkur rekstur einnig vel sinnt sínu akademíska hlutverki. Samfara þessum breytingum þurfa íslenskir lækn- ar ávallt að huga að og verja sitt atvinnufrelsi eins og aðrar stéttir. Fyrir löngu er orðið tímabært að höggva á vistarbönd heilbrigðiskerfisins og vera í fararbroddi fyrir betra og skilvirkara heilbrigðiskerfi. Guðmundur Arason Höfundur er læknir á kvennadeild Landspítala. Læknablaðið 2004/90 467

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.